Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Fóður er eitt af stærstu útgjalda­ liðum búfjárbænda en það getur talið um 10­15% af veltu bús. Smáforrit Bústólpa er tækninýjung sem býður bændum að panta helstu fóðurtegundir og vörur verslunar­ innar úr símanum. „Við erum að auka þjónustuna við bændur þannig að það sé fljótlegt að panta fóðrið og þegar þeim hentar, en ekki endilega á opnunartíma Bústólpa. Við sáum fyrir okkur þegar bóndinn fer í fjósið og sér að það vantar fóður þá geti hann tekið upp símann og pantað fóður á örfáum mínútum,“ segir Hanna Dögg Maronsdóttir, markaðsstjóri Bústólpa. Smáforritið fór í loftið í byrjun mánaðarins og hafa bændur tekið vel í þessa nýjung. „Bændur eru orðnir mun tæknivæddari en marga kann að gruna.“ Undir það tekur Guðrún Harðar­ dóttir, kúabóndi á Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit. Mýtan um ótækni­ vædda bóndann eigi ekki við lengur. „Við nýtum okkur alls kyns tækni við okkar búskap og við tileinkum okkur nýjungar eftir bestu getu. Við erum með mjaltaþjón í fjósinu, mykjuþjark og gjafakerfi og getum tengst öllu fjósinu gegnum símann. Smáforritið eykur þægindin við pöntun á fóðri þar sem ég get pantað þegar hentar óháð opnunartíma.“ /ghp FRÉTTIR Hrútaskrá sauðfjár sæðinga­ stöðvanna veturinn 2021­2022 hefur verið prentuð og er komin í dreifingu. Í komandi sæðingar­ vertíð standa 48 úrvalshrútar til boða á sæðingastöðvunum, en útsending sæðis hófst í gær, 1. des­ ember og stendur til 21. desember. Í tilkynningu vegna útgáfunnar kemur fram að þrjátíu hrútar séu hyrndir af þessum 48 sem eru í boði – þar af einn ferhyndur – en fjórtán kollóttir. Þá eru í skránni tveir feld­ fjárhrútar og loks tveir forystuhrút­ ar. „Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum,“ segir í tilkynningunni. Í Hrútaskránni eru nokkrar grein­ ar, auk þess efnis sem venjulega er í útgáfunni, meðal annars nýlegar greinar um riðuarfgerðir og svo gula skrokkfitu. Ritstjóri er Guð mundur Jó hannes ­ son, ráðu nautur hjá Ráð gjafar mið stöð l a n d b ú n a ð a r i n s (RML), en lýsingar og um sagnir hrúta skrifuðu þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Eyþór Einars son, Lárus G. Birgisson og Árni Brynjar Bragason. Dreifingin með ýmsu móti Guðmundur segir að Hrútaskráin sé prentuð í 2.600 eintökum og dreifing sé með ýmsu móti. „Frá prentsmiðju fer hún um leið og pökkun er lokið með Flytjanda norður, fulltrúar frá Selfossi og Borgarnesi sækja hana í prentsmiðju og svo er henni komið í flug á Egilsstaði. Þá taka búnaðarsamböndin við keflinu og ýmist senda hana með pósti eða koma henni til manna með öðrum hætti. Sem dæmi ligg­ ur hún frammi í Kaupfélaginu í Borgarnesi.“ Skráin er einnig aðgengileg í gegnum vef RML Margir aðrir koma að útgáfunni; vinnsla gagna hefur að lang­ mestu leyti verið í höndum Eyjólfs Ingva, Sigurður Kristjánsson sá um prófarkalestur ásamt höfundum lýsinga og Rósa Björk Jónsdóttir um umbrot. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eygló Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir Eyþór Einarsson, Karólínu Elísabetardóttur og Stefaníu Þorgeirsdóttur. Þorsteinn Ólafsson samdi texta um sauðfjársæðingar og beiðsli. /smh Prentaða útgáfa Hrúta- skrárinnar komin út Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur. Mynd / Húnaþing Vestra Þjóðvegurinn um Vatnsnes í slæmu ástandi: Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda – Stefnt að því að safna 100 milljónum króna „Undanfarin ár hefur sveitar­ stjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711. Fram kemur í bókun sveitar­ stjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030­ 2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra. Leggja ríkisvaldinu lið Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í mála­ flokkinn. „Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjár­ mögnun til að hægt sé að flýta fram­ kvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Kostnaður um 3,5 milljarðar Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax. Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu­ og sveitarstjórna­ ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. /MÞÞ Markaðsstofa Norðurlands: Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. Eins og staðan er nú er hún óviðunandi á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu. Þar má nefna nýopnað­ an Demantshring þar sem nýr og uppbyggður vegur var opnaður frá Dettifossi og að Ásbyrgi í fyrra og einnig Vatnsnesveg að Hvítserk. St jó rn Markaðss to fu Norðurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á því hve slæm vetrarþjónusta er hér og hvar um norðanvert landið. „Ástandið er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hefur upplifað mikil áföll undanfarin misseri og ríður á vaðið að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir viðspyrnu í greininni, enda eykur góð vetrarþjónusta líkurnar á verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Skortur á vetrarþjónustu stofnar öryggi vegfarenda í óþarfa hættu og ætti að vera forgangsmál að bæta þar úr til að tryggja öryggi og upplifun gesta og íbúa,“ segir í ályktuninni. Í markaðssetningu á áfangastaðn­ um Norðurlandi skipta samgöngur gríðarlega miklu máli og þá sér­ staklega með tilliti til vetrarferða­ þjónustu. Áfangastaðir á borð við Hvítserk, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir hjá erlendum ferðaskrif­ stofum og ferðamönnum allan ársins hring. MN hefur fundið fyrir þess­ um mikla áhuga á ferðakaupstefnum erlendis og því er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarþjónustu á Norðurlandi. Stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á ríkisvaldið að bæta til muna vetrarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu og horfa þar sérstaklega til nýopnaðs Demantshrings og Vatnsnesvegar að Hvítserk. /MÞÞ Það er til mikils að vinna að bæta vetrarþjónustu á Norðurlandi. Áfangastaðir eins og Hvítserkur, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir meðal erlendra ferðamanna en vetrarsamgöngur að þeim eru óviðunandi. Mynd / Markaðsstofa Norðurlands Um 90% Íslendinga borða laufabrauð um jólin: Konur borða meira af laufabrauði en karlar Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Gæðabakstur. Stærsti aldurs­ hópurinn sem borðar laufabrauð er 18­24 ára og 35­44 ára, eða 91%. Þá eru ívið fleiri konur en karl­ ar sem borða laufabrauð. Hlutfall kvenna er 92% en karla 88%. 35% þeirra sem borða laufabrauð borða það alltaf eintómt, en 65% nota álegg/smur og/eða ídýfur. Yngra fólk borðar laufabrauð frekar eintómt. ,,Í upphafi var laufabrauðið eink­ um vinsælt á Norðurlandi en þokað­ ist síðan hægt suður yfir heiðar. Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þús­ unda Íslendinga um allt land. Ætla má að þessi ágæti jólasið­ ur hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra lands­ hluta,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu­ og markaðsstjóri Gæðabaksturs. /MHHLaufabrauðssteiking. Mynd / HKr. Tæknivæðing bænda er engum takmörkunum háð: Pantar fóður gegnum smáforrit Guðrún Harðardóttir, kúabóndi á Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit. Mynd / GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.