Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Um miðjan nóvember barst Alþjóðadýraheilbrigðis stofn uninni (OIE), fjölmargar tilkynningar um alvarleg tilfelli fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þykir það til marks um að fuglaflensuvírusinn sé nú farinn að breiðast hratt út að nýju. Ótti er við að afleiðingin kunni að verða slátrun á milljónum alifugla sem yrði áfall fyrir alifuglaræktina sem og kjötmarkaði víða um lönd. Útbreiðsla fuglaflensu hefur sett alifuglaiðnaðinn í viðbragðsstöðu eftir að fyrri faraldrar leiddu til þess að tugmilljónum fugla var slátrað. Dæmi um slíkt er hjá frændum okkar Dönum og nú er fuglaflensan einnig farin að herja á norsk alifuglabú. Í Noregi kom upp smit af H5N1 fuglaflensustofni í 7.000 fugla búi á Rogaland-svæðinu suður af Stafangri. Smit af H5N6 stofni hefur borist í fólk í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að það hafi vakið athygli faraldsfræðinga að undanförnu að H5N6 afbrigði fuglaflensuvírussins geti borist í menn. Í Kína hefur greinst sýking í mönnum í 21 tilfelli af H5N6 vírusunum það sem af er ári. Það eru fleiri tilfelli en allt árið 2020. Er talið að í öllum tilvikum hafi fólk smitast við snertingu við fugla. Í það minnsta 10 þessara tilfella var vírusinn erfðafræðilega mjög skyldur H5N8 vírusnum sem breiddist á milli alifuglabúa í Evrópu á síðastliðnum vetri. Sérfræðingar telja því líklegt að afbrigðið H5N6 sem hefur orsakað smit í mönnum í Kína sé nýtt afbrigði af H5N8 vírusnum, að því er fram kemur í frétt New York Post. Á árunum 2013 til 2017 smitaði annað afbrigði fuglaflensu sem nefnt var H7N9 meira en 1.500 manns í Kína. Fólkið hafði lent í náinni snertingu við sýkt hænsni. Með þá reynslu í farteskinu kom það yfirvöldum ekki á óvart að sjá einstaka tilfelli af ýmsum fuglaflensustofnum berast í menn. Er því fylgst náið með því hvort einhver merki séu um að smit berist á milli manna. Verður H10N3 að næsta alheimsharmleik? Í umfjöllun á vefsíðu pharmalive.com þann 8. júní síðastliðinn velta menn fyrir sér hvort fuglaflensuafbrigðið H10N3 sem fannst í 41 árs gömlum manni í Jiangsu héraði í Kína í maí geti orðið að næsta heimsfaraldri sem mannkynið þurfi að glíma við. Maðurinn er talinn hafa fengið vírusinn í sig 23. apríl, en hann var lagður inn á sjúkrahús þann 28. apríl. Það var þó ekki fyrr en mánuði seinna að greint var að maðurinn væri smitaður af fuglaflensuvírus H10N3. Það var svo í byrjun júní sem kínverska heilbrigðiseftirlitið tilkynnti að maðurinn væri tilbúinn til útskrifast af sjúkrahúsi, að því er sagði í umfjöllun The Wall Street Journal. Ekki fengust upplýsingar um hvernig maðurinn smitaðist af H10N3 vírusnum en almenningi var þó ráðlagt að forðast snertingu við sjúka alifugla. Þessi ráðgjöf var byggð á fyrri uppkomu annarra stofna fuglaflensu – einkum asísku afbrigðin H7N9 og H5N1. Smit vegna þeirra afbrigða áttu sér stað eftir nána snertingu við sýkta alifugla, samkvæmt upplýsingum Sóttvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (Centers for Disease Control & Prevention - CDC). Enn sem komið er eru engar vísbendingar um að H10N3-stofninn smitist á milli manna og kínversk stjórnvöld segja að smitrakning hafi ekki leitt í ljós önnur tilvik. Hafa menn borið þessi viðbrögð saman við viðbrögð yfirvalda í Kína þegar þau uppgötvuðu að Covid-19 vírusinn væri að verða að faraldri í Wuhan. Bent er á að sagan sýni að kínversk yfirvöld hafi tilhneigingu til að tala niður mögulega útbreiðslu faraldra. Bráðsmitandi fuglaflensa tilkynnt í átta Evrópuríkjum í haust Átta Evrópuríki hafa tilkynnt um bráðsmitandi fuglaflensutilfelli (HPAI) í alifuglum síðan um miðjan október síðastliðinn. Þar eru fyrstu vísbendingar um að veturinn 2021- 2022 verði annar erfiði veturinn í alifuglaræktinni í álfunni. Í heild tilkynnt um smit í 19 Evrópulöndum í alifuglum það sem af er ári Þann 7. nóvember höfðu alls 1.219 tilfelli HPAI smits í alifuglum verið tilkynnt í 19 Evrópuríkjum það sem af er þessu ári. Þetta er samkvæmt nýjustu uppfærslu dýrasjúkdómaupplýsingakerfis framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Hafði þá tilfellum fjölgað um 27 frá 23. október og komu þau upp í Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og í Póllandi og flest af veirustofni H5N1. Til samanburðar voru alls 442 tilfelli af HPAI veiru í alifuglum skráðar í gegnum kerfi ESB allt árið 2020. Á því ári komu upp smit í 16 ríkjum og varð Ungverjaland þá verst úti með 273 tilfelli. Smittilfelli í villtum fuglum í Evrópu hafa meira en tvöfaldast á milli ára Í byrjun nóvember var búið að tilkynna um smit í 1.790 villtum fuglum í 29 Evrópulöndum það sem af er ári. Hafði smittilfellum þá fjölgað um 57 frá því 23. október. Til samanburðar var samtals tilkynnt um 756 fuglaflensusmit í villtum fuglum í 13 Evrópuríkjum allt árið 2020. Því til viðbótar hefur verið tilkynnt um smit í villtum fuglum á Rostov- svæðinu í Rússlandi. Smit á búum með tugum þúsunda kalkúna, varphænsna og kjúklinga á Ítalíu Samkvæmt gögnum OIE þá kom smit upp í fimm kalkúnaeldisbúum í Verona- og Veneto-héruðum á Ítalíu sem hvert um sig var með 15- 40 þúsund fugla. Þá kom upp smit á búi með 184 þúsund varphænum og öðru með 85.000 kjúklinga í eldi. Smittilfelli undanfarna þrjá mánuði varða alifuglabú með samtals 646.000 fugla. Þá hefur einnig verið tilkynnt um fuglaflensusmit í Wales í Bretlandi og í Skotlandi. Þá eru yfirvöld í Frakklandi í viðbragðsstöðu. Í Danmörku kom upp smit á búi með 27.600 kalkúnum í Slagelse á Sjálandi í haust. Innan nokkurra daga frá því smitið uppgötvaðist hafði fuglahópur í bakgarði í minna en eins kílómetra fjarlægð einnig smitast. Er þetta dálítið sérstakt í ljósi þess að Danir lýstu því yfir í júlí í sumar að þeir væru lausir við öll fuglaflensusmit í dönsku alifuglaeldi eftir að smit kom upp í landinu fyrravetur. Fuglaflensusmit berst í alifugla í Noregi Í Noregi kom upp smit af H5N1 fuglaflensustofni í 7.000 fugla búi á Rogaland-svæðinu sem nær frá Haugasundi í norðri og niður undir Flekkufjörð í suðri. Í nóvember og í desember 2020 fundust farfuglar á sama svæði sem smitaðir voru af fuglaflensuvírus H5N8. Afbrigðið H5N1 er afbrigði af H5N8. Þó smitið sem nú hefur fundist í Noregi sé talið hafa veikari smiteiginleika en H5N8, þá taka menn þessum tíðindum af fullri alvöru. Hættusvæði lýst yfir í Jæren í suðvesturhluta Noregs Smitandi fuglaflensa hefur greinst í alifuglabúi í sveitarfélaginu Klepp í Rogalandi, eða nánar tiltekið á Jæren-svæðinu suður af Stafangri. Smithætta fyrir menn er talin mjög lítil, en norska matvælaeftirlitið hefur lýst hættusvæði í kringum alifuglabú þar sem sannað þykir að sýking hafi komið upp. Því til viðbótar hefur verið tekið upp útgöngubann frá þessu svæði og bannað er að flytja þaðan egg og kjöt að því er fram kemur á vefsíðu Landbrug 24. Matvælaeftirlit Noregs hefur komið á fót hættusvæði í þriggja km radíus í kringum búið þar sem smit hefur greinst. Þá er varúðarsvæði í 10 km radíus út frá búinu. Auk þess er áhersla lögð á sérstakar reglur fyrir eigendur eldisfugla og annarra fugla eins og páfagauka. Um þá fugla gildir eftirfarandi: • Allir alifuglar og aðrir fuglar sem eru í haldi verða að vera einangraðir í sínum rýmum. Ef það er ekki mögulegt eða er óafsakanlegt vegna velferðar dýra skal geyma fuglana þar sem þeir komast ekki í snertingu við aðra alifugla eða búfénað eða villta fugla. Þetta þýðir líka að ekki má vera með hænur eða aðra alifugla í opnu rými í lokuðum netgirðingum utanhúss sem villtir fuglar geta sest á. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Norðmenn taka upp harðar ráðstafanir vegna fuglaflensu sem komin er upp í alifuglaeldi í landinu: Fuglaflensa breiðist út í Evrópu og Asíu og hefur smitað fólk í Kína – Smit hjá mönnum talið mun alvarlegra en af Covid-19 en er samt enn ekki farið að berast manna á milli Fuglaflensusmit í alifuglaeldi í Noregi og Danmörku getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska alifuglabændur ef veiran breiðist frekar út. Útbreiðsla fuglaflensu vekur auknar áhyggjur víða um heim. Mynd / FAO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.