Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að grip- ið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunar- markmiðum stjórnvalda. Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mati á stærð landsela­ stofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun vann í sam­ vinnu við Selasetur Íslands. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020. Þróun landselastofnsins Fjöldi landsela var metinn um 33 þúsund dýr árið 1980 en ört fækkaði í stofninum fram til 1989 og var þá kominn niður í um 15 þúsund dýr. Mat á stærð stofnsins eftir talningu sem gerð var 2020 er 10.319 dýr og samkvæmt því er stofninn nú 69% minni en árið 1980 og 14% undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda sem er 12 þúsund dýr. Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé nálægt sögulegu lágmarki. Veiðar háðar leyfi Samkvæmt reglugerð um bann við selveiði sem var innleidd 2019 eru allar selveiðar óheimilar á íslensku forráðasvæði, í sjó, ám og vötnum, nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er einnig bönnuð. Afföll vegna óbeinna veiða, til dæmis meðafli við fiskveiðar, eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofn­ mælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014 til 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet. Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014 til 2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og landselir í botnvörpu. /VH BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli. Stofnmat og ráðgjöf á landsel 2021: Landselastofninn við sögulegt lágmark Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela. Mynd / HKr. Guðni Ágústsson: Guðni Ágústsson: Aftur ráðherra landbúnaðar „Þetta er spennandi verkfæri og tækifæri til þess að lyfta íslenskum landbúnaði,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem er að byrja með hlaðvarpsseríu hjá Mannlífi. Þáttaröðin heitir Landbúnaðarráðherra Mannlífs. Guðni mun einbeita sér að viðmælendum sem tengjast landbúnaði og framtíð sveitanna. „Störf bóndans, landbúnaðurinn og öll þau tækifæri sem hann gefur þessari þjóð eru mitt hjartans mál. Viðmælendur mínir munu með þekkingu sinni og hugsjónum marka ný spor,“ segir Guðni. Fyrsti þátturinn af Landbúnaðar­ ráðherranum verður sendur út á sunnudag á mannlif.is og vikulega þar eftir. Þátturinn er sendur út sem Vef­TV og einnig sem hlaðvarp á öllum helstu streymisveitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.