Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 42

Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Fliegl í Þýskalandi fagnaði 30 ára afmæli á árinu sem er að líða. Í tilefni þess heimsótti Bændablaðið verksmiðju fyrirtækisins sem er staðsett rétt við Triptis í suðaust- urhluta Þýskalands, skammt frá landamærum Tékklands. Upphaf fyrirtækisins má rekja til þess að árið 1970 keypti Josef Fliegl eldri land í Kastl í Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi. Draumur hans var að vinna að hönnun og smíði landbún- aðartækja. Í dag er Fliegl samsteypan með starfsemi í mörgum löndum og selur framleiðslu sína víða um heim og þar á meðal á Íslandi. Þekktasta framleiðsla Fliegl hér á landi eru vélavagnar, flatvagnar og beislis- vagnar svo eitthvað sé nefnt, einnig hefur fyrirtækið sérsmíðað vagna fyrir íslenskan markað. Landbúnaðartæki Miðstöð landbúnaðartækjahluta Fliegl, Fliegl Agro-Center, er í Kastl í Bæjaralandi en auk þess er fyrirtækið með framleiðslu í Ungverjalandi og á Spáni. Í dag starfa hátt í þúsund manns hjá hinum ólíku deildum samsteypunnar. Meðal landbúnaðartækja sem fyrirtækið framleiðir eru Push-Off vagnar sem njóta mikilla vinsælda í Evrópu og hafa selst vel til Bandaríkja Norður-Ameríku, Kína og fleiri landa. Vinsælustu Push-Off vagnarnir á Íslandi eru Gigat heyvagnar auk þess sem AS100 skítadreifarar, mykjudreifarar og annar búnaður fyrir landbúnað og skógrækt selst einnig vel. Auk þess framleiðir Fliegl götusópa fyrir bæjarfélög, búnað tengdum timburframleiðslu og flutningsvagna fyrir þýska herinn. Fliegl samsteypan hefur frá upphafi stefnt að því að hafa framleiðslu sína eins umhverfisvæna og kostur er. Viðleitni í þá átt er meðal annars á þökum verksmiðju- og skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins í Triptis, sólarsellur sem framleiða nægt rafmagn til allrar starfseminnar, auk þess sem umfram rafmagn er selt inn á veitukerfi sveitarfélagsins. RAG import - export Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi, segist hafa átt í viðskiptum við Fliegl í um 20 ár og flutt inn yfir 100 vagna frá þeim. „Viðskiptin hófust eftir að ég sendi um tíu erlendum fyrirtækjum sem ég fann í trukkatímariti fyrirspurn um hvort þau gætu framleitt gámagrind, þriggja öxla fyrir tvöföld dekk fyrir íslenskar aðstæður og Fliegl var eina fyrirtækið sem svaraði mér. Ég man vel þegar ég kom fyrst til Triptis þar sem grindurnar voru framleiddar. Eiginlega var ekki neitt þar nema nokkur hús og það sem í dag er kölluð gamla smiðjan. Okkur tókst að ná samningi og höfum átt í farsælum viðskiptum síðan þá.“ Hröð uppbygging Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands leitaði fyrirtækið nýrra markaða og keypti gamla járnsmiðju í Triptis og hóf framleiðslu á vélavögnum, gámagrindum og flatvögnum. Í dag eru aðallega smíðaðir minni vagnar og vagnar með sérútbúnaði í gömlu smiðjunni auk þess sem þar er að finna skrifstofur. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is LÍF&STARF Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi við grind af Flatvagni sem er svipaður þeim sem komu til Íslands í sumar. Myndir / VH Fliegl í Þýskalandi fagnar 30 ára afmælinu: Framleiðir fimm þúsund vagna á ári Vagnarnir eru álags- og hallaprófaðir. Framleiðslusalurinn. Nánast allar gámagrindur sem fluttar eru til Íslands eru sérsmíð- aðar eftir íslenskum teikningum. Þriggja öxla StoneMaster malarflutningavagn. Mynd / Fliegl Ljósin sett á og prófuð.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.