Bændablaðið - 02.12.2021, Page 1

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 1
23. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 2. desember ▯ Blað nr. 600 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfðu ekki verið færri í að minnsta kosti þau 40 ár sem tölur mælaborðs landbúnaðarins ná yfir. Árið 1981 voru 3.258 sauð­ fjárbændur í landinu og þeim hafði fjölgað í 3.380 árið 1991. Flestir voru þeir í síðustu fjórum áratugum árið 1994, eða 3.853. Eftir það er stöðug fækkun í þessari atvinnugrein og árið 2001 voru sauðfjárbændur 2.293. Árið 2011 voru þeir orðnir 2.663 og eins og fyrr sagði 2.078 á síðasta ári. Miðað við sláturtölur í haust eru sauðfjárbændur enn að draga saman seglin og einhverjir að hætta. Mælaborð landbúnaðarins segir sauðfjárbændur reyndar hafa verið 2.156 á árinu 2020, eða fleiri en fram kemur á haustskýrslum fyrir hvert bú. Skýringin kann að vera að í einhverjum tilvikum séu fleiri en einn skráðir á bú sem njóta stuðningsgreiðslna þótt þeir skili sameiginlegri skýrslu. Meðalbúið í dag er með 186 fjár á vetrarfóðrum Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað hlutfallslega mun meira en bændum frá 1981, eða úr 794.097 fjár í 401.601 árið 2020. Árið 1981 var meðalfjöldi sauðfjár á hvern bónda 244 gripir. Árið 1991 var meðal sauðfjárbúið með 144 gripi. Árið 2001 var meðalbúið með 207 fjár. Á árinu 2011 var fjöldi fjár á hvern bónda orðinn 161 og 186 fjár á árinu 2020. Þróunin í sauðfjárrækt virðist því ekki hafa verið á sama veg og í kúabúskapnum, þar sem búum hefur fækkað mjög en þau sem eftir eru verða mun stærri. Eigi að síður er oft um að ræða gríðarlegan mun á stærð sauðfjárbúa, sem sum hver telja um eða yfir 1.000 fjár. Það þýðir væntanlega að æ fleiri bændur stunda sauðfjárbúskap sem hliðarbúgrein við kúabúskap, eða meðfram verktöku, eða hreinlega sem tómstundabændur. Rúmlega 66% fjárstofnsins á búum með 400 fjár eða minna Ef tölur um fjárfjölda eru settar í samhengi við fjölda bænda, þá hefur meðal sauðfjárbúið minnkað talsvert. Hins vegar segir meðaltal af þessum toga harla lítið þar sem stærstu sauðfjárbúin vega hlutfallslega þungt í slíkum útreikningum. Þegar skoðaður er fjöldi fjár á hverju búi kemur í ljós að 66,2% fjárstofnsins er á búum sem eru með 400 fjár eða færra. Því voru 33,8% fjárins á búum með 500 fjár eða meira. Samkvæmt haustskýrslum voru 709 sauðfjárbændur á árinu 2020, eða um 34%, með 50 fjár eða minna. Þetta eru þá bændur sem yfirleitt eru kallaðir „hobbí­“ eða tómstundabændur. Þá voru og 268 bændur, eða um 13%, með litlu stærri bú og gætu fallið undir þessa skilgreiningu, eða á bilinu 50 til 100 fjár. Síðan voru 890 bændur (um 43%) með á bilinu 100 til 400 fjár. Það eru því einungis 211 bændur sem eru með 500 fjár eða meira. Þar af voru 10 sem eru með 1.000 fjár eða meira á fóðrum. Síðan voru 6 bændur með um 900 fjár, 12 voru með 800, 26 bændur voru með 700 og 50 bændur voru með um 500 fjár samkvæmt haustskýrslum. /HKr. 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 < 50 50 - 100 100 200 300 400 500 600 700 800 900 > 1000 Heildarfjöldi sauðfjár á hverja bústærð 2020 Heimild: Haustskýrslur sauðfjárbænda Fjöldi sauðfjár Fjöldi fjár á búi Bændablaðið / HKr. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 < 50 50 - 100 100 200 300 400 500 600 700 800 900 > 1000 Stærð og fjöldi sauðfjárbúa á Íslandi 2020 Heimild: Haustskýrslur sauðfjárbænda Fjöldi bænda Fjöldi fjár á búi Bændablaðið / HKr. Stokkendur og álftir þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum við ætisleit þegar snjór þekur jörð og tjarnir verða ísilagðar. Mynd / Hörður Krisjánsson Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum – Árið 1981 voru þeir 3.258, 3.853 árið 1994 en 2.078 á síðasta ári – Um 10,2% bænda í dag eru með 500 fjár eða meira 30–3126 Fann mína ástríðu í þessu starfi 36 –37 Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap Álrafhlöðuframleiðsla í fyrsta sinn á Íslandi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.