Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 32
Orkuskipti í sam-
göngum eru hins
vegar þjóðhagslega
hagkvæm og tæknilega
möguleg.
Sigurður Friðleifsson
Eigi skuldbindingar Íslands
í loftslagsmálum að nást
þurfa orkuskiptin, samhliða
breyttum ferðavenjum, að
ganga mjög hratt fyrir sig.
starri@frettabladid.is
Rafbílum hefur fjölgað jafnt og
þétt á Íslandi undanfarin ár, sér-
staklega þegar horft er til fólksbíla
og segir Sigurður Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkusetursins,
það vera afar jákvæða þróun.
„Þessi þróun lítur vel út þegar
kemur að fólksbílum en það er líka
eins gott, því að til að ná skuld-
bindingum okkar í loftslagsmálum
þá þurfa orkuskiptin, samhliða
breyttum ferðavenjum, að ganga
mjög hratt fyrir sig. Í þessum
mánuði voru um 75% fólksbíla sem
voru nýskráðir hér á landi bílar
sem stinga má í samband.“
Hann segir marga velta fyrir
sér af hverju þessi þróun þurfi að
ganga svona hratt fyrir sig. Svarið
sé einfalt, heimurinn þurfi hrein-
lega að fara í hröð orkuskipti. „Við
Íslendingar erum í raun búnir
með 2/3 þar sem græn orka er
þegar komin að fullu í raforku-
framleiðslu og húshitun. Vega-
samgöngur eru því eini heimilis-
notkunarflokkurinn sem er eftir.
Orkuskipti í samgöngum eru hins
vegar þjóðhagslega hagkvæm og
tæknilega möguleg, þannig að
okkur er svo sem engin vorkunn
að gera þetta hratt. Orkuskiptin
skila svo miklu meira af jákvæðum
þáttum en bara minni losun, því
þetta stuðlar líka að orkuöryggi,
gjaldeyrissparnaði og minni
heilsuspillandi mengun.“
Úrval rafbíla að aukast
Tæknilegar forsendur eru líka mjög
góðar og batna hratt, að hans sögn.
„Nánast allir bílaframleiðendur
bjóða nú upp a.m.k. eina tegund
100% rafbíla og úrvalið eykst mjög
hratt. Úrvalið mun brátt fylla allar
gerðir fólksbifreiða, allt frá stórum
pallbílum niður í ódýra smábíla,
þannig að forsendur fyrir 90-100%
nýskráningarhlutfalli rafbíla
nálgast hratt. Allt stefnir í að fram-
leiðslukostnaður rafbíla lækki
talsvert næsta áratuginn þannig að
ívilnanaþörf á að geta minnkað í
framtíðinni.“
Hingað til hafa úrval rafbíla og
innviðir verið helstu hindranir
varðandi útbreiðslu rafbíla hér á
landi en báðir þessir þættir hafa
þó breyst hratt til batnaðar. „Nýjar
tegundir hrúgast inn og stöðugt
er verið að bæta hraðhleðslunetið
á landinu með nýjum og öflugri
stöðvum. Ef skoðaðar eru áherslur
og fjárfestingar bifreiðaframleið-
enda og stefnu langflestra stjórn-
valda á Vesturlöndum er alveg ljóst,
fyrir þá sem kynna sér málið, að
þetta stefnir bara í eina átt, það er
að rafvæðingu bifreiða. Að reyna
að streitast á móti því er harla
furðulega afstaða að mínu mati.“
Hraðar breytingar
Staða rafhleðslustöðva um
landið fer hratt batnandi, að sögn
Sigurðar. „Það eru bara örfá ár
síðan að það var hreinlega ómögu-
legt að ferðast um landið á rafbíl.
Nú er hægt að ferðast um land
allt með hjálp hleðslustöðva, en
sums staðar eru flöskuhálsar þar
sem rafbílaeigendur gætu þurft að
bíða á háannatímum. Þetta mun
líklega lagast með fleiri stöðvum.
Sem dæmi má nefna að leggurinn
milli Reykjavíkur og Akureyrar
hafði aðeins fjórar hraðhleðslur
fyrir örfáum árum. Í sumar verða
þær líklega um 25 og þar að auki
öflugri.“
Frábær orkunýtni
Honum finnst ósanngjörn sú
umræða að tengja fjölgun rafbíla
við fjölgun virkjana og orkuskort.
„Það má ekki gleyma því að aðal-
kostur rafbíla er frábær orkunýtni.
Ef allir bílar væru rafvæddir, þá
þyrftum við bara þriðjung af þeirri
orku sem við notum nú í bílaflot-
anum í formi olíu. Við erum þjóð í
vexti og allar nýbyggingar og fleira
þarf raforku. Sem dæmi má nefna
heita rafmagnspotta sem eru
mikið í tísku um þessar mundir.
Þeir þurfa talsvert rafmagn, nánast
tvöfalt meira en rafbíll á ári. Það er
enginn að spyrja hvar á að virkja
fyrir heitu pottana.“ Rafbílar hafa
líka þann kost að geta aðlagað
hleðslu að aflgetu kerfisins, til
dæmis með því að hlaða mest á
nóttunni þegar önnur notkun er í
lágmarki og fullnýta þannig betur
framleiðslugetu virkjana sem fyrir
eru. „Ég held að það sé vilji allra
að tryggja að orkuleysi muni ekki
standa almennri uppbyggingu og
orkuskiptum í samgöngum fyrir
þrifum. Það eru bara ekki allir
sammála um leiðirnar að þessari
sameiginlegu sýn.“
Verða að ganga í takt
Sigurður er nokkuð bjartsýnn
á að markmið stjórnvalda um
40% hlutdeild endurnýjanlegra
orkugjafa fyrir árið 2030 náist.
„Ég vil vera bjartsýnn en til að
markmiðið náist verða stjórnvöld,
fyrirtæki og neytendur að ganga í
takt. Ef neytendur halda áfram að
kaupa nýja bensín- og dísilbíla þá
nást þessi markmið að sjálfsögðu
ekki. Það væri auðvitað sorglegt ef
okkur mistækist hrapallega að ná
þessum markmiðum.“ ■
Orkuskipti í samgöngum
eru þjóðhagslega hagkvæm
Sigurður Friðleifsson, framkvæmda-
stjóri Orkusetursins.
Staða rafhleðslustöðva um landið fer hratt batnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Straumlind er nýtt fyrir-
tæki á raforkumarkaði sem
hefur að leiðarljósi að bjóða
heimilum, rafbílaeigendum
og fyrirtækjum hagstæðasta
verðið á rafmagni á Íslandi.
„Við erum stolt af því að hafa
tekið þátt í virkri samkeppni á
raforkumarkaði og lækkað verð.
Hjá okkur fær fólk sama rafmagn-
ið, en borgar mun minna fyrir
það. Það er kjarabót fyrir neyt-
endur,“ segir Símon Einarsson,
verkfræðingur og einn af stofn-
endum raforkusölufyrirtækisins
Straumlindar.
Ódýrara rafmagn á nóttunni
Straumlind hyggst fyrst íslenskra
fyrirtækja bjóða upp á lægri taxta
á næturnar.
„Við hlökkum mikið til að
kynna formlega ódýrara rafmagn
á nóttunni,“ segir Símon. „Slíkt
fyrirkomulag tíðkast víða erlendis,
en hingað til hafa mælarnir hér á
landi ekki mælt hvenær rafmagnið
er notað. Því hefur slíkt kerfi ekki
verið mögulegt fyrr en nú, að dreifi-
veiturnar eru byrjaðar að skipta
út gömlu mælunum fyrir snjall-
mæla. Snjallmælirinn sendir gögn
um notkun notenda fyrir hvern
klukkutíma. Því verður loksins
Framtíðin er spennandi hjá Straumlind
Símon Einars-
son er verk-
fræðingur og
einn eigenda
Straumlindar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
hægt að bjóða breytilega taxta, en
á heildsölumarkaði er raforka ein-
mitt seld í klukkutíma tímabilum
fram í tímann og á fljótandi verði.“
Komandi orkuskipti
þurfa snjallar lausnir
„Straumlind var stofnuð til þess að
gera raforkukerfið bæði snjallara
og skilvirkara, og skila afrakstr-
inum til heimilanna í formi lægra
raforkuverðs. Í því felst að nýta allt
betur,“ segir Símon.
Starfsemi raforkusala snýst að
stórum hluta um að áætla raf-
magnsþörf notenda fyrir hvern
klukkutíma mánuð fram í tímann
og jafna út verðsveiflur í heildsölu.
Raforkusalar eru einnig í kjör-
aðstöðu til að aðstoða dreifiveitur
við að draga úr álagstoppunum,
sem eru ein af þekktum áskor-
unum við orkuskiptin.
„Málið er að ef allir fá sér raf-
magnsbíl og ætla að elda kvöldmat
á sama tíma og þeir setja bílinn í
hleðslu að þá munu álagstoppar
í raforkukerfinu aukast mjög.
Ókosturinn við þessa álagstoppa
er sá að til að kerfið ráði við þá
þarf öflugri strengi, sem þjóna
svo engum tilgangi utan háanna-
tíma. Að skipta þeim út er mjög
kostnaðarsamt enda þarf að grafa
upp götur og slíkt. Hægt er að beita
ýmsum aðferðum til að lækka
álagstoppa, en ódýrara rafmagn á
nóttunni getur stuðlað að því að
notkun dreifist jafnar yfir sólar-
hringinn. Þannig hjálpum við til
við orkuskiptin og teljum okkur
hafa margt fram að færa í þeim
efnum,“ segir Símon.
Tækifæri í nýsköpun
Símon er þakklátur góðum við-
tökum neytenda við Straumlind,
sem nú er á sínu öðru starfsári.
„Við finnum fyrir miklum áhuga
hjá neytendum á ýmiss konar
nýjungum sem eru kannski ekki
alveg komnar, en eru svo sannar-
lega væntanlegar í ekki svo fjar-
lægri framtíð,“ greinir Símon frá.
Það kemur sér því vel að hjá
Straumlind starfa sérfræðingar
með brennandi áhuga á nýsköpun.
„Framtíðin er spennandi. Við
erum að þróa okkar eigið tölvu-
kerfi og með sjálfvirkni og gagna-
vísindum má hámarka nýtingu
innan raforkukerfisins, lágmarka
kostnað og stuðla að afljöfnuði.
Við horfum björtum augum til
framtíðar,“ segir Símon. ■
Allar nánari upplýsingar á
straumlind.is.
4 kynningarblað 29. janúar 2022 LAUGARDAGURORK A ÍSLANDS