Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 4
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON INNGANGUR Fáar frásögur Ritningarinnar eru jafnvel þekktar á íslandi og sagan af vitringunum og Jesúbaminu (Mt 2.1-12). Á hinn bóginn er sjaldan sér- staklega fjallað um hana eða lagt út frá henni í prédikunum. Því veldur ef til vill staða textans innan kirkjuársins en samkvæmt því ber að prédika út frá honum 6. janúar eða á þrettándanum. Það gefur að skilja að sá dagur fellur ekki oft á sunnudag. Frásagan er aftur á móti það merkileg að nauðsynlegt er að gera sérstaka grein fyrir henni enda finnst mörgum hún forvitnileg. Þegar borin eru saman jólaguð- spjall Lúkasar (Lk 2.1-20) og Matteusar (Mt 1.18-2.12) kemur fram áherslu- munur. Lúkas greinir frá atburðunum í mikilli nánd við fjölskyldu Jesúbarnsins og í hringiðu stjórnmála rómverska heimsveldisins. Matteus aftur á móti staðsetur sína frásögu í Palesb'nu mitt í stjórnmálalegum átökum þar. Hann tengir hana líka við atburð sem á sér stað langt utan við landamæri heims- veldisins. Lúkas dregur upp mynd af mikilfengleika jólanna mitt í fábreyti- leika hversdagsins. Matteus aftur á móti setur þau í samhengi þess sem er framandi og fjarlægt eins og við vitr- ingana og dýrð og mikilleik valds Her- ódesar. Þegar frásaga Matteusar er skoðuð kemur í Ijós að hún er meistaralega uppbyggð. Henni má skipta í þrjá hluta. Fyrst er inngangur (vers 1-2). í honum er greint frá komu vitringanna til Jerúsalem. í öðrum hluta (vers 3-9a) er sagt frá viðbrögðum vegna komu þeirra og boðskap hjá valdastétt Gyð- inga með Heródes í broddi fylkingar. Vitringarnir mæta í honum slóttugum, grimmum og stórhættulegum konungi. Og loks í þriðja hlutanum (vers 9b-12) er greint frá því þegar vitringarnir finna barnið og falla fram fyrir því. KOMA VTTRINGANA TILJERÚSALEM „Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu?"" (Mt 2.1-2). Einungis þessi vers innihalda efni í nokkrar greinar, en skoðum aðeins hverjir mætast hér og fulltrúar hvaða heima eru þeir? Heródes I (73-4 f.Kr) eða „hinn mikli" ríkti sem konungur yfir Palestínu árin 37 til 4 fyrir Krist. Hann var stjórnmálalegur raunsæis- maður.1 Heródesi er jafnan lýst sem stjórnmálaref, miskunnarlausum og slóttugum valdapólitíkusi. Um hann segir á einum stað: „Hann er ofsa- maður í skapi, og verður að hafa fram vilja sínum við hvern sem í hlut á, ella fylgir ber ógæfa."2 Heródes var laginn við að haga seglum eftir vindi og reyndist Rómverjum mikill vinur. Hann nýtti sér stjórnmálatengsl sín og tókst að nota þau - er Rómverjar lögðu undir sig Palesti'nu og leifarnar að hinu helleníska heimsveldi Alex- anders mikla - til að gerast konungur undir þeirra verndarvæng. Heródes ríkti síðan yfir nær allri Palestínu. Hann reisti byggingar, hallir og borgir út um allt ríki sitt og leið enga andstöðu við sig. Hún var kæfð þegar í fæðingu. Heródes hikaði ekki við láta dæma til dauða þá er hann áleit ógna veldi sínu. Meðlimum úr eigin fjölskyldu var ekki hlíft ef svo bar undir. Tengdamóður, seinni eiginkonu og tvo syni sína lét hann taka af lífi, er Heródesi þótti þeir skyggja á veldi sitt.3 Þegar Matteus getur um fyrirskipun Heródesar um að myrða sveinbörn tveggja ára og yngri í Betlehem (Mt 2.13-18), var það í fullu samræmi við stjórnarhætti hans.4Vitr- ingarnir koma til Jerúsalem í leit að hinum nýfædda konungi Gyðinga. Og við getum vel gert okkur hugmynd um 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.