Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 21
hlutverkið og þvoði fætur lærisveina sinna og útbjó mat handa þeim. Við getum ekki litið framhjá þeirri staðreynd, hversu mjög sem við vildum, að Jesús kom sem þjónn, sem afsalaði sér öllu (Fil. 2.6-8). Hann kom ekki til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt sem lausn- argjald fyrir alla. Ef við viljum fylgja Jesú verðum við að hafa þessar stað- reyndir í huga þegar við íhugum hlut- verk leiðtoga. Að gera sér grein fyrir þessu er lífs- nauðsynlegt fyrir kirkjuna nú á dögum, því fylgjum við ekki þessu fordæmi, getur það haft hræðilegar afleiðingar. Þegar Steve Clifford, framkvæmda- stjóri Evangelical Alliance (Evangelísku samtökin), hélt fyrirlestur í bresku kristniboðsfélagi fyrir fáeinum árum, varð hann undrandi á að komast að því að þar var fullt af fólki sem hafði slæma reynslu af kirkju sinni. „Það var sárt að vera þarna", sagði Clifford. „Sársauki og biturð lá í loftinu. En það var líka einlægur vilji b'l að koma hlutunum í betra horf og sigrast í sameiningu á þjáningunni. Ég upplifði sjálfan mig sem kirkjuleiðtoga sem fann innilega til með þessu fólki. Ég gerði mér grein fyrir að ég ber varnarleysi mitt og hrösun með mér í leiðtogastarfinu." Hvernig á að bregðast við? Það er hægt að líta á þessi mál frá ólíkum sjónarhornum. VIÐBRÖGÐ LEIÐTOGANS: í fyrsta lagi þarf leiðtogi að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og vanmætti. Ábyrgð leiðtoga er staðfest í Biblíunni. Róm. 13 og Hebr. 13 leggja áherslu á hlýðni safnaðarmeðlima við leiðtoga sína, eins og við önnur yfir- völd. Engu að síður eru einnig mörg vers í Biblíunni sem vara við misnotkun þessa valds. í Esek. 34 eru andlegir leiðtogar þess tima harðlega ávíttir fyrir að sækjast eftir eigin ávinningi og leiða hjá sér andlega ábyrgð sína gagnvart söfnuðinum og fyrir að með- höndla hann harkalega og miskunn- arlaust (Esek. 34.4). Jesús talaði skýrt um þessi mál og sýndi hvernig góður leiðtogi á að vera. í Matt. 23 opinberar Jesús tilfinn- ingar sínar í reiði og sársauka gagn- vart leiðtogum þess tíma, sérstaklega faríseunum sem lögðu þungar byrðar á fólk, en voru sjálfir fullir hræsni og hroka. Jesús kenndi einnig að ekki skyldi kalla neinn Rabbí (Meistara), heldur væru allir bræður og systur í Kristi. Þetta þýðir að leiðtogar verða að vera mjög auðmjúkir. Jesús setti ekki leiðtoga á stall - ekki einu sinni sjálfan sig, hann sem var leiðtogi leiðtoganna, konungur konunganna. Því miður virð- ast kirkjuyfirvöld oft horfa framhjá þessu. Leiðtogar og prestar hafa ræðu- púltið eða prédikunarstólinn, þar sem þeim hættir til að setja sjálfa sig á stall, ofar öðrum safnaðarmeðlimum. Leiðtogar eiga að vera meðvitaðir um þær freistingar sem þeir mæta. Stutt er í fall, þegar leiðtogar setja eigið sjálf ofar kallinu sem þeir í upp- hafi leituðust við að hlýða. Þegar sjálfið er ekki hamið, leiðir það skjótt til þess að leiðtogi fer að taka rangar ákvarð- anir og misnota vald sitt. Þetta snýst líka um að bæta og auka áreiðanleika leiðtoga. Áreiðanleiki er hverjum leiðtoga lífsnauðsyn. Steve Clifford, sem áður var nefndur, leggur áherslu á eftirlit með leiðtogum, til þess að allt verði heilbrigt, andlega og fjárhagslega. Hann ráðleggur að leiðtogar skuli vera varfærnir í því að dæma fólk í safnaðarráðum. Ef safn- aðarráð er dæmt eftir fjárframlögum eða virkni í kirkjustarfi, getur það leitt til óheppilegrar afskiptasemi. í karismatiskri hefð er varfærni gætt í þessum efnum til að safnaðarmeðlimir geti notið sjálfræðis. Hvað um viðbrögð leiðtoga við eigin mistökum eða rangfærslum? Kirkjuhneyksli er engan veginn aðeins vandamál í nútimanum. Misnotkun Davíðs konungs á Batsebu var sláandi á sínum tima. Hann drýgði ekki aðeins hór, heldur skipulagði morð til þess að reyna að hylja synd sína. En þegar synd Davíðs var opinberuð fyrir orð spá- mannsins (2. Sam. 12), var játning hans og iðrun einlæg og opinská. Syndin hafði hræðilegar afleiðingar fyrir Davíð og ætt hans. Fyrirgefning Guðs var hvorki ódýr né auðfengin. Davíð reyndi ekki að gera lítið úr afbrotum sínum eða þörf fyrir iðrun. Engu að síður fyr- irgaf Guð honum og endurreisti hann sem konung vegna einlægni hans. VIÐBRÖGÐ OKKAR ALLRA: í öðru lagi hafa allir kristnir menn verk að vinna í kirkju Krists og í stað þess að gefa hana upp á bátinn, ættu þeir að velja að vera heiðarlegir og áreið- anlegir. Að bera upp heiðarlegar spurningar - ekki einungis aðfinnslu- spurningar - er lykillinn að svari við vandamáli misnotkunar (á kynlífi, pen- ingum eða valdi) í kirkjunni. Biblían segir okkur að spyrja og nota skynsem- ina. Eitt er að gagnrýna eitthvað með hatri og slæmum huga, en hitt er allt annað að nota biblíulega nálgun. Þegar postulinn Páll kennir okkur um gjafir Heilags anda, eru þær allar sannar og raunverulegar og ein þeirra er dóm- greind. Það kann að vera að við höfum Því miður virðast kirkjuyfirvöld oft horfa framhjá þessu. Leiðtogar og prestar hafa ræðupúltið eða prédikunarstólinn, þar sem þeim hættir til að setja sjálfa sig á stall, ofar öðrum safnaðarmeðlimum. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.