Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 39
betur sviðið. Þetta er eiginlega alveg nauðsynlegt því það er enginn texta- skjár. Sýningarhúsið er opið að ofan þar sem leikurinn fer fram og sætin óþægileg til setu svona lengi í einu. Og varla er hægt að ganga framhjá sitj- anda þótt hann standi upp. Full þörf er á að taka með sér sessur og teppi yfir hnén ef það gustar inn í húsið en einnig er hægt að fá þetta lánað þarna. Hljómgæðin eru mjög mikil. Leik- atriðin, hljómlistin og söngurinn voru oft mjög sterk. Börn voru önnum kafin, mörg dýr á sviðinu, m.a. úlfaldar og svo eru þarna eldingar með öllu! Þetta er gríðarlega sterk og skilmerkileg lýs- ing á lífi Jesú og allt annað að sjá þetta leikið en að heyra sagt frá því. Rétt- arhöldin yfir honum eru mjög minn- isstæð fyrir hvað þau einkenndust af því sem við köllum í dag einelti! Það er ekki hægt að hugsa sér sterkari upplifun á lífi Jesú en að sjá það leikið á sviði, í tveimur orðum sagt: Alvegstórkostlegt! Leikritið hefur líka mjög sterk trúarleg áhrif, og hrein andleg endurnýjun ef svo má að orði komast. Við ætlum að gera þetta aftur næst, held ég! Aðeins tíu ár þangað til. Við komum heim á gistihúsið um miðnætti og vorum fegin að dýrð- arveður hafði verið allan daginn og á miðnætti var átta stiga hiti. Við upp- götvuðum of seint að það eru kláfar sem fara um fjöllin þarna! Svo það voru allar ástæður til þess að vera þarna lengur en bara til að horfa á leikritið. FÖSTUDAGUR10. SEPTEMBER Við fórum á fætur um klukkan átta, borðuðum morgunverð og kvöddum um tíu Píslarsögufélaga sem höfðu gist á sama stað. Síðan pökkuðum við og kvöddum hótelstýruna. Enginn viðbótarkostnaður var og rútan sem við tókum niður á járnbrautastöðin kostaði heldur ekkert. Þar fengum við að geyma báðar töskurnar okkar hjá konu á bensínstöðinni AGIP því engin þjónustubygging var á staðnum. Við fórum svo á flæking eða göngutúr upp með Ammer ánni. Við komumst að því að orðið ammer þýðir víst vatn og gau svæði svo staðurinn er kenndur við vatnasvæði. Við skoðuðum hand- verkasafnið í Pontiusar Pilatusar hús- inu frá 1784. Það vakti gríðarlega athygli og vel að öllu staðið eins og er með öll söfnin þarna. Við sóttum svo töskurnar, keyptum okkur íspinna og biðum eftir að lestin færi. Skipt var um lest í Murnau, og svo í Mun- chen, vorum þaðan á fyrsta farrými og nutum hins gríðarlega fallega útsýnis í dýrðarveðri alla leiðina til Frankfurth (am Oder), austan við Berlin. Eftir sex tíma lestarferð komumst við á hótelið þar. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER Þennan dag var dýrðarveður, um 20 gráða hiti. Eftir morgunmat gerðum við upp og héldum með rútu hótelsins út á flugvöll. Við komum ti'manlega út á flugvöll, en hann er eitt flóknasta fyrirbæri sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Við lentum síðan í Keflavík um hálf- fjögur, ánægð með einstaklega vel heppnaða ferð og stórkostlega reynslu sem við hefðum ekki viljað missa af. Við vorum andlega endurnærð og styrkari í trúnni á frelsarann Jesú Krist sem gaf sjálfan sig í sölurnar okkar vegna. Jesús frammi fyrir Pontíusi Pílatusi 39

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.