Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 5
© Joe Mercier | Dreamstime.com hvers konar konung og hirð vitring- arnir sækja heim. En hverjir voru þessir vitringar? Upphaflega var þetta gríska orð payoí;, (magos) sem þýtt er vitringur, notað um meðlimi prestastéttarinnar í Persíu. Nauðsynlegt er að hafa í huga að prestastétt sú sameinaði í starfi sínu vísindi þess tíma. Þau innihéldu náttúruvísindi, stjörnufræði, guðfræði, heimspeki og stjörnuspeki.5 í þeirra verkahring var að setja fram marktæk dagatöl, en samkvæmt þeim var hægt að segja fyrir um flóð m.a. í Efrat og Tigris. Samfélag sem byggði á landbún- aði þarfnaðist þekkingar þeirra og má segja að „vitringarnir" hafi haft svipaða stöðu og fiskifræðingar á íslandi. Þeir lásu auk þess í stjörnur og réðu drauma fólks. Þannig sinntu þeir störfum sem sálfræðingar, félagsráðgjafar og alls kyns menningarfrömuðir fást við nú á dögum, en undir öðrum formerkjum. Samkvæmt Matteusi eru hér vís- indamenn á ferð sem sinna vinnu sinni af alúð og taka mark á þeim lærdómi sem þeir draga af rannsóknum sínum. Stjörnufræðin var mikilvægur hluti þeirra og þess vegna hefja þeir leit sína. Hugtakið sem Matteus notar um stjörnu (gr. aaxrjp (astér)) er óljóst. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvaða fyrirbrigði á himinhvolfinu hann er að tala um. Stjörnufræðingar nútímans hafa bent á nokkur atriði frá þessum ti'ma sem sáust á himni. Það getur verið um að ræða supernova eða þegar sól springur. í annan stað hala- stjörnu, en ein slík var sjáanleg á himinhvolfinu um 12 f. Kr. Loks hefur verið vísað til vissrar stöðu Júpíters og Satúrnusar sem sást vel í maí, okto- ber og nóvember 7 f. Kr. Samkvæmt útbreiddri skoðun innan gyðingdóms og í hellenískum heimi væntu menn komu endurlausnara og friðarhöfð- ingja sem fæðast ætti og koma myndi frá Júdeu. Þessari von tengdust ann- ars vegar konungsstjarnan Júpíter og hins vegar sabbatsstjarnan Satúrnus. í Persíu voru miklar gyðingabyggðir og Matteus getur hér verið að höfða til þeirrar þekkingar sem vitringarnir hafa haft á vonum Gyðinga. Þetta eru skemmtilegar vangaveltur6 og það getur verið um eitthvað allt annað fyrirbrigði að ræða en það sem hér er nefnt. Alla vega var það svo í forn- öld að við fæðingu stórmenna var oft bundin skin stjarna sem komu fram á himinhvolfið og sáust svo lengi sem þeirra naut við. Hvernig sem á að fá botn í þetta, þá eru vitringarnir komnir vegna rann- sókna sinna og stjörnunnar sem þeir fylgja. Hugmyndir þeirra voru Gyð- ingum í Jerúsalem þekktar. í Þriðju Mósebók er að finna spádóm um komu Messíasar: „Stjarna rennur upp af Jakob, og veldissproti af ísrael" (3M 24.17). Þrátt fyrir að bæði í gyðingdómi og kristni sé stjörnuspeki litin hornauga, er greinlegt af frásögu Matteusar að þó svo að stjörnuspeki sé hafnað að stjörnufræðin er virt sem mikilvæg vísindi. Kristninni er stjörnufræðin ekki fjandsamleg. Þessu er haldið fram einmitt vegna þess að Kristur táknar lok allrar stjörnuspeki. Hún er líka allt annars eðlis en stjörnufræði. Matteus dregur hér fram hvernig tveir heimar mætast, í vitringunum heimur vísinda og leitar, en í Heródesi heimur valds og ótta. Áherslan er skýr að vitringarnir eru komnir að veita hinum sanna konungi, sem ekki er að finna ÍJerúsalem, lotningu. í textanum er einungis sagt að vitr- ingarnir hafi komið frá Austurlöndum. í gegnum tíðina hefur helgisagan verið dugleg við að fylla inn í frásöguna. Snemma urðu úr vitringunum kon- ungar en í spádómsbók Jesaja segir: „Þjóðirnar stefna á Ijós þitt og kon- ungar á Ijómann, sem rennur upp yfir þér" (Jes 60.3). Einnig var tekið svo til orða: „Konungarnir frá Tarsis og eylöndunum skulu koma með gjafir, konungarnir frá Sabe og Seba skulu færa skatt" (Sl 72.10). í framhaldi af því er farið að tala um vitringana sem þrjá konunga. Þeir eru fulltrúar þriggja kyn- slóða, ungur, miðaldra og gamall. Við það bættist að vitringarnir eru gerðir að staðgenglum, hver fyrir sinn kyn- stofn, hvítan, gulan og svartan. Þeir fengu loks nöfnin Kasper sem er ungur og skegglaus, Melchior er aftur á móti skeggjaður öldungur en Baltasar mið- aldra og dökkur á hörund.7 Greinilegt er af helgisögunni að vitringarnir eru fulltrúar mannkyns. Þeir koma sem slíkir til Jesúbarnsins og veita því lotn- ingu. í helgisögunni er teknin saman og mótuð mynd af meginvitnisburðum Ritningarinnar um undur jólanna. VITRINGARNIR CX3 HERÓDES í öðrum hlutanum (vers 3—9a) er lýst samskiptum þessara tveggja mismun- andi sviða mannlegs lífs. Fulltrúar hinnar leitandi, fróðleiksfúsu og lotn- ingarfullu stöðu mannsins í samtali við Guð eru vitringarnir. Umræða manns og Guðs á sér stað þegar menn rann- saka veruleikann sem sköpun hans. Hins vegar er það Heródes, fulltrúi hins útsmogna valds, sem sér óvin í hverju 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.