Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 15
Kraftaverk eru ekki óeðlileg heldur eðlileg í ríki Guðs. Og við sjáum að Guð er smám saman að breyta þessum hugsunarhætti. En þetta felur í sér áhættu# þá áhættu að gera sig að kjána eða einhverju öðru í augum manna. Við þurfum ekki heldur að vera alltaf á bremsunni og segja „ef Guð vill..." því Guð vill það sem gott er: Jesús læknaði alla sem til hans komu. Við erum komin svo langt frá þess- ari hugsun á Vesturlöndum að við reiknum oft ekki með að Guð vilji, geti eða muni gera kraftaverk. Við þurfum að breyta hugsunarhætti okkar hvað þetta varðar. Kraftaverk eru ekki óeðlileg heldur eðlileg í ríki Guðs. Og við sjáum að Guð er smám saman að breyta þessum hugsunarhætti. En þetta felur í sér áhættu, þá áhættu að gera sig að kjána eða einhverju öðru í augum manna. Við höfum mismunandi leiðir til að nálgast fólk, en við höfum séð marga læknast við það að beðið var fyrir þeim. T.d. fór eitt sinn hópur fólks úr kirkjunni okkar í almenningsgarð í því skyni að bjóða fólki fyrirbæn. Þau komu að konu ( hjólastól en hún vildi ekki þiggja fyrirbæn svo þau héldu áfram. Þá komu þau að manni á bekk sem var með spelku við bakið. Hann sagði strax „já" þegar þau spurðu hann og hann læknaðist, tók af sé spelkurnar og hann var alveg heilbrigður. Þegar konan sá þetta kom hún til þeirra og bað um fyrirbæn, læknaðist líka og gekk heim." Eric segir þau hvetja fólk til að leggja stund á fyrirbæn í daglegu lífi, ekki aðeins í tengslum við sam- komur og guðsþjónustur. Þetta eigi að verða eðlilegur hlutur fyrir okkur. „Guð snertir við okkur í vakningunni og þá er einmitt svo mikilvægt að við sköpum skilyrði, umhverfi eða menn- ingu sem vakningin getur lifað áfram í. Við þurfum að leyfa Guði að komast að og vinna sitt góða verk." Eric talar einnig um að minna fólk á að hugsa ekki aðeins um það hvað Guð getur gert heldur einnig um það hver hann er. „Þegar upp er staðið snýst þetta allt um hann, ekki um okkur. Hugur okkar þarf að beinast að Guði, köllun okkar er að elska Guð af öllu hjarta. Til að svo verði þurfum við sífellt að lifa í nánu sambandi við hann." MENNTAHROKI OG GAGNRÝNISANDI „Norðurlöndin, og ísland þar með talið, eru á ýmsan hátt frábrugðin öðrum heimshlutum. Hér er mikil virð- ing borin fyrir menntafólki en ég held 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.