Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 41

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 41
trúar, eftirfylgdar og heilags lífs. Kirkja Guðs, fólkið sem trúir á Jesú Krist, hefur eitt hlutverk ofar öðrum, þ.e. að boða fagnaðarerindið um Guðs ríki í orði og verki. „Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig... og fól okkur að boða orð sáttargjörðarinnarffl (2. Kor 5.19), en þessi orð voru yfir- skrift ráðstefnunnar í Höfðaborg. Sérhver dagur ráðstefnunnar hafði sitt þema auk biblíulestra á morgn- ana, sem byggðu á Efesusbréfi. Þemu daganna voru þessi: Sannleikur, sátt- argjörð, trúarbrögð heimsins, for- gangsröðun, heilindi og samstarf. Alla morgna sátu þátttakendur við borðið sitt, en alls 770 borð voru í salnum. Þar voru ýmis mál rædd, skipst á við- brögðum um biblíulestur morgunsins og fólk bað saman. Flestir þátttakenda voru afar ánægðir með þessa tilhögun. Dagskráin hófst að morgni kl. 8:30 og lauk yfirleitt um kl. 22 á kvöldin. Þó var alltaf einhver dagskrá í boði til kl. 23. Einn dag, um miðja ráðstefnuna var þó frí sem var vel þegið. Hápunkt- urinn var síðasta kvöldið þegar allir tóku þátt í messu sem var annars vegar mjög hefðbundin og hins vegar mjög frjálsleg og nútímaleg. Mun sú tilbeiðsla seint gleymast. Þetta var for- smekkur að himninum svo vitnað sé í orð Doug Birdsall, formanns undirbún- ingsnefndar ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni vorum við minnt á margt sem snertir samb'mann og framtíðina. Hvert kvöld var helgað ákveðnum heimshluta og fengum við innsýn í stöðu kirkju, kristni og kristniboðs á hverju svæði heimsins fyrir sig undir yfirskriftinni: Guð er að verki (God is on the move). En að öðru leyti voru eftirtalin atriði, verkefnin framundan, á dagskrá og við minnt á að hlutverki okkar væri engan veginn lokið: STÆRSTU TRÚARBRÖGÐ HEIMS 86% múslima, hindúa og búddista heimsins þekkja ekki persónulega neinn sem fylgir Jesú Kristi. Þetta er ein af staðreyndum lífsins sem blasir við okkur og minnir okkur á að við eigum margt eftir ógert þegar kemur að boðun trúarinnar. Fjöldi fólks sem býr í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu hefur aldrei heyrt fagnaðar- erindið boðað beint af vörum fólks eða af samfélagi fólks sem þekkir Jesú. Einn þriðji hluti jarðarbúa er þannig án aðgangs að lifandi vitnisburði um fagn- aðarerindið og hefur ekki tækifæri til að eignast hlutdeild í því. Við vitum einnig að margir í þessum heimshluta eru opnir fyrir fagnaðarerindinu. Við heyrðum sögur um fólk sem Jesús hefur birst í draumum og sýnum. Fagn- aðarerindið berst einnig mörgum með hjálp útvarps og sjónvarps. Má þar nefna NOREA og Trans World Radio og sjónvarpsstöðina SAT 7, sem Kristni- boðssambandið styður. En samt sem áður fækkar kristnu fólki í Mið-Austur- löndum. Aðalástæðan er ofsóknir. Auglýst var eftir nýjum aðferðum og tækifærum til að segja múslimum frá Jesú. Talið er að á næstu 20 árum muni kristnu fólki fjölga úr 33 í 34% og múslimum úr 21% í 25%. Sú breyt- ing verður á samsetningu kristinna 41

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.