Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 17
LABBITÚR MEÐ FREL5ARANUM Það var á jóladag sem prestur nokkur í söfnuði út á landi tók eftir því að einhver hafði átt við uppstillinguna af fæð- ingu Jesú fyrir framan kirkjuna. Allar brúðurnar voru þarna uppstilltar; hirðingjarnir með lömbin sín, vitringarnir þrír sem og öll dýrin í fjárhúsinu ásamt Maríu og Jósep. En litla Jesúbarnið var ekki lengur í jötunni sinni. Prestinum leist nú ekki á blikuna og velti því fyrir sér hverjum dytti það í hug að stela sjálfu Jesúbarninu á jól- unum. Hann var á leiðinni inn á skrifstofu hjá sér að hringja í sýslumanninn þegar hann sá Nonna litla á rölti hinum megin við götuna hjá kirkjunni. Nonni litli var með rauðan vagn og var Jesúbarnið liggjandi í vagninum. Presturinn labbaði í rólegheitunum yfir götuna og spurði Nonna litla hvar hann hafði fengið Jesúbarnið. „Ég tók hann þarna úr uppstillingunni," sagði Nonni litli og benti sposkur í átt að kirkjunni þar sem uppstillingin var. „Af hverju tókstu hann?" spurði presturinn. „Sko, það var nefnilega þannig að í síðustu viku bað ég Jesú um að gefa mér svona rauðan vagn í jólagjöf og ef ég fengi svoleiðis vagn þá lofaði ég að ég myndi taka hann með í dálítinn labbitúr í honum." JÓLAFÖTIN Ung kona var á rölti niður Laugaveginn og langaði hana mikið að kaupaséreinhver hugguleg föt fyrir jólin. Hún hafði hugsað sér að það væri gott að kaupa föt í dag sem hún gæti þá notað í jólaveislunni í vinnunni hjá sér um kvöldið og svo gæti hún notað fötin áfram yfir jólin. Hún var orðin úrkula vonar þegar hún var komin niður í Bankastrætið en leit síðan við og sá þennan stórglæsilega jólakjól í einum búðarglugganum. Konan stökkyfirgötuna ogvarkomin inn ífataverslunina á augabragði. Hún spurði síðan afgreiðslukonuna hvort að hún mætti máta kjólinn í glugganum. Afgreiðslukonan leit snöggt upp með vandlætingarsvip og sagði: „Það kemur sko ekki til greina!" Ung konan spurði þá: „Bíddu, af hverju ekki?" Afgreiðslukonan svaraði henni þá um hæl og sagði: „Þú verður að nota mátunarklefann eins og hver annar við- skiptavinur!" hérna í bænum sem hafði auglýst allt að 90% afslátt af völdum vörum aðeins á þessum degi. Mannhafið var svo mikið að lögreglan þurfti að loka fyrir umferð fyrir framan verslunina. Þegar klukkan var að slá 9 reyndi smávaxinn maður sem stóð aftast í röðinni að troða sér fram fyrir þá sem stóðu þarna en honum var bara ýtt aftast í röðina. Litli maðurinn lét ekki deigan síga og tók tilhlaup inn í þvöguna en það eina sem hann uppskar var sprungin vör og glóðurauga eftir stympingarnar við kaupóða viðskiptavinina. Maðurinn lá í götunni og sagði þá upphátt: „Jæja, nú er mér nóg boðið, ef einhver lemur mig einu sinni enn þá opna ég bara ekkert búðina!" JÓLIN í GAMLA DAGA Það var 4 ára drengur sem fór í sunnudagaskólann í kirkj- unni sinni á aðventunni og fékk hann dálitla fræðslu um það hvernig fyrstu jólin voru þegar Jesúbarnið fæddist. Hér fer eftir sönn frásögn af því hvernig ungi drengurinn upplifði þessa fræðslu. „Mamma, mamma, veistu hvað? Gamla konan í kirkj- unni var að segja okkur frá því þegar Jesús fæddist fyrir mörgum árum." „Já, en hvað það er gaman," sagði móðirin. „Og hvað fékkstu að vita um fyrstu jólin?™ Drengurinn svaraði: „Sko, þetta var allt rosalega skrýtið, í staðinn fyrir 13 jólasveina þá voru bara einhverjir 3 gaurar á kameldýrum sem þurftu að fara út um allt og gefa öllum jólgjafir og svo af því það voru ekki til neinir aðventukransar þá þurftu fólkið í gamla daga að nota bara Betlhemstjörn- una til þess að sjá í myrkrinu!" STÓRA JÓLAÚTSALAN Klukkan var að verða 9 að morgni Þorláksmessu og mann- fjöldinn var gríðarlegur fyrir framan eina raftækjaverslun Hvernig er þetta eiginlega með Norðurpólinn? Er þetta bara eitthvað skattaskjól eða eitthvað svoleiðis??? 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.