Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 42

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 42
að evangelískum fjölgar úr 7 í 14% en hinum fækkar. Þetta getur kallað á vax- andi spennu, einkum milli evangelískra manna og múslima. HIN OFSÓTTA KIRKJA Það sem snerti mig dýpst — og það átti við um marga — var að komast nær hinni ofsóttu kirkju. Á ráðstefnunni var fólk sem vitnaði um baráttu sína vegna ofsókna á hendur því. Það steig fram með djörfung og æðruleysi og vitnaði um trú sína og hve mikilvægur Jesús er þeim. Við máttum ekki taka myndir af þeim né nefna nöfn þeirra. Sum voru með nafnspjöld sem á voru dulnefni. í þessum hópi er fólk sem ferðast um og fer til annarra landa eða land- svæða til að bera frelsara sínum vitni. Þannig kynntist ég ungri konu sem sat við borðið mitt. Hún notar líf sitt til að kenna fólki sögurnar um Jesú svo það sjálft geti verið lifandi Biblía og miðlað áfram boðskapnum um kærleika Guðs, fyrirgefningu og eilíft líf í Jesú Kristi. Þessi unga kona hættir lífi sínu en veit um leið hvað hún vill. Önnur ung kona, aðeins átján ára stefnir á að fara til gamla heimalandsins síns, Norður-Kóreu, til að segja frá Jesú. Þetta gerir hún þrátt fyrir að pabbi hennar hafi sjálfur verið hnepptur í varðhald í nágrannalandinu og sendur heim fyrir sex árum. Þar var hann í varðhaldi í þrjú ár en trúlega tekinn af lífi eftir það. Kristið fólk er myrt, því er misþyrmt og mismunað, það er fang- elsað, hneppt í þrældóm, því ógnað og það beitt ofbeldi. Margir kristniboðar hætta lífi sínu. Því kynntumst við einnig í frásögu Libby Little. Hún og maður hennar höfðu, þar til í sumar, búið lengi í Kabúl í Afganistan. Boðun trúarinnareróheimil en þau vildu samt vera í landinu og þjóna fólkinu, lifa þar sem hendur og fætur Jesú, þó svo að þau mættu ekki vera munnur hans. Tíu manna hópur fór í langferð og þurfti að fara í erfiða fjallgöngu til að hjálpa fólki með heilsugæslu á einangruðum stað í byrjun ágúst sl. Á leiðinni heim voru þau öll myrt. En það var ekki eft- irsjá í Libby. Hún sagði að þetta hafi alltaf verið yfirvofandi, alltaf ákveðið öryggisleysi sem þau bjuggu við. Þau höfðu rætt sín á milli um kostnaðinn. Einhverjir höfðu komist að því að þau væru þarna í nafni Jesú Krists og bundu því endi á það. ÞJÓÐIR OG ÞJÓÐARBROT SEM ENN HAFA EKKITEKIÐ VIÐ FAGNAÐARERINDINU Á ráðstefnunni var afhent yfirlit yfir 632 þjóðir og þjóðarbrot þar sem innan við 2% eru kristnir. Oft er miðað við 2% þegar talað er um að enn eigi eftir að ná tíl ákveðins hóps, því það er talið vera það lágmark sem þarf tíl að hafa áhrif á þjóðina. Sumir segja að talan þurfi að vera hærri. Flest þessara þjóðarbrota eru í Asíu. Á Indlandi eru 2200 þjóðflokkar og þjóðarbrot sem þekkja ekki tíl fagn- aðarerindisins. í Kína, Bangladesh, Pakistan og Nepal og annars staðar í hinum svonefnda 10/40 glugga (breiddargráður á norðurhveli jarðar) er fjöldi þjóðflokka sem hefur ekki heyrt og tekið við boðskapnum um Jesú. í skrá um heiminn er listí yfir tæplega 7000 þjóðarbrot, sem mörg hafa flutt frá heimalandi sínu, og þekkja ekki fagnaðarerindið. í lista sem birtur er á www.ioshuaproiect. net og www.FinishingTheTask.com er fólk af 11 þjóðum og þjóðarbrotum skráð á íslandi, eitt frá norðausturhluta Tælands . Kristniboðsakur á íslandi. 42 Noel Foutz

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.