Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 32
SKÚLI ÓLAFSSON Myndir: © hag Hugleiðing að lokinni leiðtogaráðstefnu. Þeir eru líklega margir sem telja sig hafa fengið nóg af umræðu um leið- toga hér á íslandi og víðar. Fjölmiðlar hafa undanfarin ár verið duglegir að birta myndir af þeim við ýmis tæki- færi, fyrst í uppgangi og góðæri og svo eftir að þeim tíma lauk hafa þeir verið úthrópaðir og dæmdir. Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að bjóða upp á leiðtogaráðstefnu í kjölfar alls þessa? Víst geta einhverjir tekið undir þá skoðun. Margir hafa sjálfsagt einnig hugsað með sér að þeir sjái ekki sjálfa sig fyrir sér sem leiðtoga, með öllum þeim kostum og göllum sem þeim fylgja. Enn aðrir halda því svo fram að tími leiðtoganna sé liðinn. 21. öldin hefur ekki enn getið af sér neinn sem jafnast á við þessa stóru einstaklinga í mannkynssögunni. Þar er enginn Lúther, enginn Gandhi, enginn Tutu — og enginn slíkur virðist vera í sjónmáli. Þeirsem sóttu þingið Global Leader- ship Summit (GLS) í byrjun nóvember s.l. hafa þó vonandi séð og skynjað að hér er ekki allt sem sýnist. Og ef þeir hafa orðið fyrir sömu hughrifum og sá sem þetta ritar, þá beinist vonin ekki aðeins að samfélagi okkar í heild, heldur sérstaklega í garð kristinnar kirkju. Það fór ekki á milli mála hversu auðugir kristnir menn eru að dýrmætri leiðtogasýn. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum gaf okkur staðfestingu á því að hvergi er betri fyrirmynd að fá en Jesú Krist sem með lífi sínu og boðun sýndi okkur hvað það er að vera sannur foringi. Þetta kom meðal ann- ars fram í máli Jims Collins, sem fjallaði um hrun fyrirtækja og ástæðurnar sem búa þar að baki. Dauðasyndirnar komu upp í hugann — hroki, öfund, ágirnd, reiði og þunglyndi — tengdust þessum fimm stigum hrörnunar sem hann tilgreindi. Christine Caine ræddi hin brýnu tengsl sem eru á milli orða og athafna. Blake Mycoskie sýndi fram á það töframátt gjafmildinnar: „Sælla er að gefa en þiggja,,. Innblásturinn sem gestir fengu frá GLS þinginu var ósvikinn. Um það bera vitni orð þeirra sem það sóttu og komu endurnærðir aftur til sinna leiðtoga- starfa. Þetta á ekki síst við um okkur sem þjónum innan þjóðkirkjunnar. Þar mætast ólíkir hópar sem starfa við ólíkar aðstæður. Sumir eru á launum, aðrir nýta frístundir sínar til þjónustu við kristna kirkju og þiggja á móti gleði og lífsfyllingu. Það gefur auga leið í slíkum samskiptum þarf meira en lip- urð í samskiptum og hæfni til þess að miðla málum. Til þess að vel eigi að ganga og hægt eigi að vera að stilla saman strengi þessara ólíku hópa, þarf skýra sýn svo allir viti að hvaða marki er stefnt. Leiðirnar geta verið marg- víslegar, en að endingu skiptir það sköpum að menn axli ábyrgð sína sem leiðtogar af gleði og festu. Já, það er sannarlega þörf á öfl- ugum leiðtogum á okkar dögum sem endranær. Ráðstefnan GLS leiðir í Ijós þau sannindi að leiðtogahlutskiptið er ekki ætlað örfáum útvöldum. Það þarf ekki heldur að fela í sér athygli, frægð og miklar tekjur. Nei, það að vera leiðtogi er fyrst og fremst ákvörðun. Nú ríður á að kristnir menn taki þá ákvörðun og skynji þann kraft sem því fylgir. Höfundur er sóknarprestur í Keflavík 32

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.