Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 23
uppóát'Amar Tíu atriði sem geta hjálpað þeim sem glíma við sorg Jól og áramót eru í hugum flestra tími hamingju, gleði og veisluhalda. Hins vegar getur ýmislegt vantað upp á ef fólk glímir við missi og hátíðin verður tími blendinna tilfinninga. Samfara gleði og ánægju er sársauki, ekki síst vegna þess að jólin magna sorgartil- finninguna. Yfirleitt er talað um sorg sem ferli, við getum ekki stytt okkur leið. En Guð notar stuðning ættingja og vina, fyrir utan tímann, til þess að lækna sorg- mædd hjörtu. En hér eru nokkur atriði sem hjálpa okkur meðan við erum að jafna okkur. 1. Aðskipuleggjatímann.Viðgetum valið að halda jól með ýmsum hætti enda ekki til nein endanleg uppskrift að því. Sumir kjósa að breyta algjörlega til eftir missi maka síns. Aðrir kjósa að halda í hefðir fjölskyldunnar. Gott er að hugsa út í þetta fyrirfram og ræða um það við aðra í fjölskyldunni. 2. Nýtum okkur stuðning kirkj- unnar. Biblían hvetur okkur til að leita hjálpar í söfnuðinum þegar okkur líður illa eða við erum veik. Gott er að biðja og lofsyngja Guði. Við getum beðið trúsystkini okkar um að biðja fyrir okkur og með okkur. 3. Minnumst fyrirheita Ritning- arinnar. Hún lofar huggun í sorg, lækningu sára, friði í stað þján- ingar. Við getum minnt okkur á þessa ritningarstaði, t.d. Jes. 40.29 og 31, Sálm 34.18 og Mt 5.4. Þessi ritningarvers eru okkur gefin til hjálpar og huggunar á tímum sorgar. 4. Verum skynsöm í væntingum okkar. Jólin verða aldrei aftur nákvæmlega þau sömu eftir að kær ástvinur er horfinn. Gott er að minnast þess í undirbúningi okkar og skipulagningu. Verum raunsæ um það hverju við komum í verk og munum að hugsa vel um okkur sjálf. 5. Tengjumst öðrum syrgjendum. Með því sjáum við að við erum hluti af stærri hópi, við erum ekki ein og við getum hitt fólk í sömu sporum og tjáð því hugsanir okkar. Ný dögun býður yfirleitt til sam- veru fyrir syrgjendur á aðvent- unni. 6. Minnumst þess sem látinn er. Verst af öllu er að láta eins og við höfum ekki misst neitt. í stað þess að reyna að horfa framhjá því að nú vantar í hópinn má minnast viðkomandi á ýmsan hátt. Tölum um það sem hann gerði, notum uppáhaldsskraut þeirra og heim- sækjum leiðið í kirkjugarðinum. Biðjum og þökkum þar. Tölum um þann sem við söknum. 7. Víkkum út fjölskylduna. í stað þess að horfa á auðan stól má fá einhvern annan eða fleiri til að koma í heimsókn og halda með okkur jólin. Kannski mætti bjóða einhverjum í svipuðum sporum að vera með okkur á aðfangadags- kvöld? 8. Við þurfum ekki að gera allt sjálf. Þiggjum hjálp frá ættingjum og vinum við undirbúninginn. Ef erf- itt reynist að fara ein út að kaupa gjafirnar biðjum þá einhvern um hjálp. Og svo koma jólin þó svo að við náum ekki að gera allt eins og venjulega. 9. Hugum að líkamlegri heilsu okkar. Margt fer úr skorðum um jólin og gott að hafa það í huga, það á svo sem við um alla, að sam- spil matar og veisluhalda, hvíldar og líkamlegrar áreynslu er mik- ilvæg. Jólin reyna á og enn meira þegar við glímum við sorg. 10. Gætum að mörkum. Við ein þekkjum hversu sorgin er djúp og hvaða áhrif hún hefur. Við höfum leyfi til að segja „nei takk" ef við treystum okkur ekki í enn eitt boðið eða þiggjum það með þökkum en búum gestgjaf- ana undir að kannski förum við á undan hinum. Að lokum er gott að muna: Flest fólk sem glímir við sorg segir að til- hugsunin um jólin séu yfirleitt mun erfiðari en jólin sjálf. Verum viss um að fyrir Guðs náð muni hátíðin ekki verða eins erfið og við kannski óttumst. Byggt á hluto til á greln Victor M. Parachin í Christianity Today, desember 2009. 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.