Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 46

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 46
Viltu koma góðu kristilegu lesefni, tónlist eða myndefni á framfæri? Ýmislegt gott kristilegt efni, bækur, mynddiskar, tónlist og fleira ergefið út ár hverthér á landi og er mikið fagnaðarefni. Ritnefnd Bjarma nær þó ekki, þrátt fyrir góðan ásetning, að hafa yfirlit þess alls en vill gjarnan kynna gott efni. Við hvetjum útgefendur til að sýna frumkvæði og senda okkur upplýsingar og eintak afþví sem kynna á og eins hvort óskað er eftir að umfangsmeiri umfjöllun en kynningu (ritdómi, viðtali eða öðru). Út er k<£Jfn\n Ijóðabókin Nánd eftir Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. I bókinni eru frumort Ijóð höfundar um lífið og tilveruna, trúna og Guð. Á kápu segir: „Ferskur skáldskapur, hvort sem litið er til fortíðar eða framtíðar. Tilfinning kvæðanna djúp og sánnfærandi, málfarið traust og tónninn persónulegur," segir Kristján Karlsson bókmenntafræðingur og skáld á bókarkápu. Bókin er 48 blaðsíður og útgefandi Gunnar Haukur Ingimund- arson. Nánd Ragnhildur Ásgeirsdóttir Bókaútgáfan Tihdí/r hefur sént frá sér bókina Áef fyrir lífið í þýðingu Péturs Björgvins Þorsteinssonar djákna. I bókinni eru 40 hugleiðingar og er hugsuð þannig að hún sé lesin á jafnmörgum dögum og að lesendur skrái niður eigin reynslu í lok hvers dags til þess að styrkja ástina og hjónabandið. Bókin er tæki til að mýkja hjörtun með því að styrkja ástina svo að hún brenni ekki upp í logum ótta, hroka og freistinga. Ástin fyrir lífið auðgar bæði og styrkir hjónabandið, kallar aftur á ástina sem horfin er og byggir á kristnum grunni og speki þess sem talaði ekki aðeins um kærleika sem fórnar heldur lifði í takt við hann allt til enda. Ekki er sjálfgefið að ástin lifi og sambandið haldist. Margt vinnur gegn góðu hjónabandi og þess vegna þurfum við að vera vakandi og varðveita það sem okkur er gefið. í bók- inni er fjallað um þætti sem geta auðveldlega eyðilagt hjónabandið og má þar nefna bæði spilafíkn og klámfikn. Einnig erfjallað um muninn á samningi og sáttmála og bent á hvað Guð hafði í huga. Fólki er hjálpað til að vinna úr ágreiningi og sýna hvort öðru virðingu. Einnig er lesandinn hvattur til að láta ekki hjartað stjórna heldur að stjórna sjálfur hjartanu, þ.e. að elska þegar hvatvísi okkar segir okkur að gera annað. Gotterað fá bóksem þessa ísafn góðra hjónabandsbóka sem byggja á kristnum grunni. 2011 Lykilorð vfrir komandi ár, 2011 eru nú komin út. Þetta er í fimmta sinn sem þessi hand- gengna og einfalda bók er gefin út á íslensku en kemur jafnframt út í 280 sinn í Þýska- landi og í ár er bókin gefin út á 50 tungumálum. Fyrir hvern dag ársins er ritningarstaður og bænarorð, Ijóð eða sálmur. Bókin er í handhægu broti og auðvelt að taka hana með sér hvert sem er. Útqefandi er Lífsmótun. F.h. ritnefndar Bjarma, Ragnar Gunnarsson ritstjóri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.