Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 13
RAGNAR GUNNARSSON Viðtal við Eric Johnson, einn af prestum Bethel kirkjunnar í Redding, Bandaríkjunum. Margir útlendingar heimsækja ísland í því skyni að taka þátt í ráðstefnum, námskeiðum eða samkomum á vegum kristinna kirkna. Stundum reynir tals- maður Bjarma að króa þá af til að heyra hvað þeir hafa fram að færa og hvernig mynd þeirra er af kristni á íslandi. Einn þeirra er Eric Johnson, en hann er einn af prestum Bethel kirkj- unnar í Redding, Bandaríkjunum. Hann kom hingað í sumar og gaf sér tíma til að setjast niður í sófa í Fjölbraut- arskólanum í Garðabæ. Á meðan hlupu dætur hans um ganga og niður í kjall- ara þar sem skynjari nam þær og setti þjófavarnakerfið í gang. En það fór þó allt vel. Eric er einn af prestum kirkjunnar. Hann segist vera alinn upp á kristnu heimili, reyndar í sjötta ættlið öðrum megin og þann fjórða hinum megin. Arfleifð kristinnar trúar er því sterk og í hópi nánustu fjölskyldumeðlima eru prestar, kristniboðar og prédikarar. Foreldrar hans eru aðalprestar Bethel kirkjunnar. Starfið er tvíþætt, ann- ars vegar er um að ræða staðbundna kirkju í Redding með þrjú til fjögur þúsund manns og hins vegar fræðslu og þjálfunarmiðstöð, School of Min- istry, með um 1300 nemendum sem skiptast niður á þrjú ár. Meginstarf hans snýr að skólanum þar sem hann ber ábyrgð á starfi annars ársins. UNDIRBÚNINGUR FYRIR VAKNINGU Eric segir hugsjóna sína vera í takt við hugsjón kirkjunnar, að byggja upp fólk vakningarinnar. Mikilvægur hluti þess er að vera opinn fyrir hinu yfirnátt- úrulega og gefa því rými í starfi kirkj- unnar, ekki bara heima fyrir heldur einnig úti um allan heim. Það sem þau sjá Guð gera heima fyrir vilja þau gjarnan sjá gerast annars staðar. Að því þurfi að vinna markvisst eins og hverjum öðrum útflutningi. Sjálfur er hann mikið á ferðinni bæði innan- lands í Bandaríkjunum og úti í heimi. Margir af starfsmönnum þeirra segja sömu sögu og faðir hans, Bill Johnson, er hálft árið á ferðalögum. Eric hefur nokkrum sinnum heimsótt Norður- löndin, Rússland, Asíu, Afríku og Róm- önsku Ameríku. Nú var hann í annað sinn á íslandi og viðbúið að ferðirnar verði fleiri í framtíðinni. GUÐ ERGÓÐUR Aðspurður segir Eric að megináhersla boðskapar hans sé á gæsku Guðs, „Guð er góður." Sem kristið fólk og kirkja Jesú Krists skuldum við heim- inum að mæta honum með þann boðskap. Það gerist þegar veruleiki himinsins birtist á jörðu. Þeir vakning- arstraumar sem komu með svokallaðri Toronto-blessun á síðasta áratug lið- innar aldar opnuðu nýja sýn og vakning varð í kirkjunni þeirra eins og víðar. En vakningar eiga það til að deyja út með næstu kynslóð. Markmið þeirra er að halda lífi vakningarinnar og að hún nái áfram til næstu kynslóðar. Aðspurður um það hvernig tengslin við ísland hafi komist á segir Eric að það hafi byrjað með Katrínu, dóttur 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.