Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 19
Þráin eftir valdi hefur orðið leiðtogum innan kirkjunnar að falli. Bretlandi halda því jafnvel fram að því stærri sem peningagjöfin sé, þeim mun meiri verði blessunin, eða hagn- aðurinn, sem gefandi geti vænst. J. Lee Grady, sem ritstýrði banda- ríska tímaritinu Charisma, gaf út áhrifamikla bók, sem ber titilinn Heil- agur andi er ekki til sölu. Þar hvetur hann sérstaklega karismatíska söfnuði og hvítasunnukirkjurtil að hverfa aftur að biblíulegum grundvallaratriðum og endurnýja heiðarleika og auðmýkt í andlegu lífi. Grady telur að kenningar um vel- gengni og áherslu á veraldlegan ávinn- ing, sem hófst upp úr 1980, hafi verið barn síns tíma í bandarísku þjóðfélagi. í dag taki menn þessum kenningum með miklum fyrirvara en bendi jafn- framt á að vilji Guðs sé ekki að fólk lifi í eymd, fátækt eða barningi. Hann leggur áherslu á, að það sem Biblían eigi við með velgengni sé, að menn hafi nóg fyrir eigin þörfum og geti miðlað þurfandi, en að ekki sé átt við eignir eða auð í óhófi. Þjónustan við náungann minnkar stórlega þegar gjafir Heilags anda eru eingöngu notaðar til eigin ávinnings. Þá verða hinir kristnu æ líkari hinum vantrúuðu. Sjónvarpsútsendingar eru ekki eina orsök spillingar. Freistingarnar eru þær sömu fyrir hina kristnu á íslandi, sérstaklega þá sem hafa aðgang að fjármunum sem eiga að fara til kirkju- starfs. Má þar nefna safnanir af ýmsu tagi. Hvar drögum við mörkin milli þess að biðja um fjárframlög með hógværð eða harðri hendi? Hverju erfólki lofað í slíkum fjársöfnunum og hverjar verða efndirnar? Þessar spurningar ýta undir umræðu um siðferði og andleg viðmið, sem gætu orðið efni í aðra grein. Spurningin er: Eru leiðtogar með- vitaðir um þær freistingar sem pen- ingagjafir til kirkjunnar skapa? En spilling á fjármálasviðinu er ekki eina freistingin sem leiðtogar kristinna safnaða þurfa að horfast í augu við. Misnotkun á valdi og áhrifum hefur komið upp í kirkjum og söfnuðum, einnig á íslandi. Misnotkun á andlegu valdi er minna áberandi, en ekki síður skaðleg og hneykslanleg samkvæmt biblíulegum mælikvörðum. Andleg misnotkun nær yfir marg- víslega tegund hegðunar, en í stuttu máli má segja að það sé þegar andlegt vald er notað til að lítillækka, ráðsk- ast með eða hafa einhvern að féþúfu. Þetta er raunverulegt vandamál sem getur valdið klofningi í kirkjum, fjöl- skyldum og í samfélagínu. Til eru dæmi um fólk sem var hótað andlega yfirgæfi það kirkjuna, varpað á dyr án viðræðu, öðrum safnaðarmeðlimum og kirkjum yrði bannað að eiga samskipti við það eða minnt á fyrri syndir þegar efast var um leiðtogana. Hvernig svo sem það birtist, er mis- beiting valds forstöðumanns gagnvart 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.