Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 40

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 40
RAGNAR GUNNARSSON Ráðstefiia sem markar stefnu í l<ristniboði á 2L öld Forystufólk kristniboðssamtaka og kirkna um víða veröld kom saman á þriðju alþjóðlegu ráðstefnu Lausanne-hreyfingarinnar í Höfðaborg dagana 16.-25. október. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Evangelísku alþjóðasamtökin (World Evangelical Alliance) Þarna voru rúmlega 4000 manns að fjalla um útbreiðslu fagnaðarerindisins um allan heim. Auk mótmælenda voru fulltrúar Páfagarðs og Rétttrúnaðarkirkna á ráðstefnunni. Undirritaður var eini fulltrúi íslands. Fyrsta ráðstefnan af þessum toga var haldin í Lausanne í Sviss árið 1974, önnur í Manillu á Filippseyjum árið 1989 og þetta því sú þriðja sem haldin var í Höfðaborg í Suður-Afríku. Ráð- stefnan var ekki öllum opin og þurfti boð til að komast. Hverju landi var úthlutaður ákveðinn kvóti og mark- miðið var að dreifa þátttakendum með tilliti til aldurs, kyns og búsetu. Kristniboðslandið mikla, Noregur, var t.d. aðeins með um 30 þátttakendur, Evrópa samtals með um 400. Með þessu var tryggt að ráðstefnan endur- speglaði kirkju Krists, sem hefur vaxið ört á liðnum áratugum í Afríku og Asíu. Eftir hverja ráðstefnu liggur plagg, hinn svokallaði Lausanne-sáttmáli var undirritaður á fyrstu ráðstefn- unni. Á þeirri annarri var samþykkt svokölluð Manilla-yfirlýsing (Manilla manifesto) og nú var gefin út svonefnd Höfðaborgarstaðfesting (Cape Town Commitment). Skjöl þessi má nálgast á ensku á vefsíðu Lausanne-hreyfing- arinnar, www.lausanne.org. End- anleg útgáfa Höfðaborgarstaðfesting- arinnar er í smíðum en hún tekur mið af því sem kom fram hjá einstaklingum, hópum og á samverum ráðstefnunnar. Undirbúningur ráðstefnunnar í Höfðaborg stóð í nokkur ár. Hlub' undirbúningsins voru minni ráðstefnur þar sem meðal annars voru tekin fyrir, einkunnarorð hreyfingarinnar, Öll kirkjan, með allt fagnaðarerindið, tíl alls mannkyns. Kirkjan nær út um allan heim, einkum vegna þess að hún hefur verið trú köllun sinni um að fara út um allan heiminn og gera allar þjóðir að lærisveinum. Þrátt fyrir það er enn mikið ógert og á það vorum við minnt í Höfðaborg. GRUNDVÖLLURINN, HUGSJÓNIN, STEFNAN A þessari ráðstefnu, eins og hinum þremur, var hnykkt á kjarnaatrið- unum, þ.e. kennivaldi Biblíunnar og krossdauða Jesú Krists sem kjarna eða grundvelli fyrir allt starf sem unnið er. Reynslan sýnir að kristniboð er helst unnið af þeim sem hafa þessi atriði á hreinu. Þetta hefur ekki breyst þó svo að margt hafi breyst frá árinu 1974 þegar fyrsta ráðstefnan var haldin. Jesús einn er frelsari heimsins, Biblían er Orð Guðs til okkar sem birtir okkur sannleikann um Guð og okkur sjálf, þar með talið að við erum öll kölluð til 40

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.