Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 16
Það er auðvelt að gagnrýna margt því mikið fór úrskeiðis. Svar kirkjunnar við þessu er að ganga fram í gleði og gjafmildi. Það mun leiða til nýrrar hugsunar og endurnýjun kirkjunnar og samfélagsins. að Guði finnist allt í lagi að móðga eða hneyksla menntafólk með því að hann fær að gera ýmislegt óvenjulegt og koma fólki á óvart. Við þurfum ekki að reikna allt út fyrirfram, vera viss um að allt sé á hreinu og ekkert komi á óvart. Guð starfar ekki þannig. Við getum upplifað eitthvað nýtt, fundið fyrir nýjum tilfinningum, okkur liðið öðruvísi og við jafnvel fundið annars konar lykt vegna þess sem Guð gerir. Við þurfum að hlusta með hjartanu jafnmikið og með höfðinu. Ég finn mikinn anda gagnrýni á Norðurlöndum og eins á íslandi þessa mánuðina. Það er auðvelt að gagn- rýna margt því mikið fór úrskeiðis. Svar kirkjunnar við þessu er að ganga fram í gleði og gjafmildi. Það mun leiða til nýrrar hugsunar og endurnýjun kirkjunnar og samfélagsins. Gagn- rýni kemur hins vegar í veg fyrir þetta flæði." BJARTSÝNN Aðspurður nánar um ástandið hér á landi segist Eric mjög uppörvandi að sjá hve margt fólk hér á landi er andlega hungrað og margir sem eru brennandi í andanum. „Ég er þess vegna bjartsýnn. Ég er það yfirleitt og tel að við eigum að vera það. Guð elskar ísland og augu hans hvíla á landi og þjóð þó svo að allt líti illa út og við sjáum ekki hvernig málin munu leys- ast. En Ijósið lýsir alltaf best í myrkrinu. Aðstæður hér á landi eru þess vegna frábært tækifæri fyrir kirkju Krists til að mæta fólki í kærleika og umhyggju, gjafmildi og gleði. Við getum valið að horfa á allt hið neikvæða en við getum líka valið að horfa á hið jákvæða, við getum valið að vera bjartsýn. Við ráðum hvað við horfum á." Að lokum vill Eric minna á að Jesús fór oft inn í erfiðar aðstæður. Samfélagið sem hann varð hluti af í Mið-Austur- löndum á þessum tíma var flókið og erfitt að starfa þar. Aðstæður voru svo erfiðar að hann var tekinn af lífi. En það varð upphaf umbreytingar. Og Jesús sagði að við myndum vinna meiri verk en hann vann. Aðstæður okkar eru aldrei vonlausar. Jesús getur alltaf komið umbreytingu til leiðar. Til þess vill hann fá að nota okkur. Frá mótinu Himinn á jörð, Eric Johnson var einn af aðalræðumönnum mótsins. 16 © hag

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.