Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 45

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 45
RAGNAR GUNNARSSON Sem betur fer megum við iðka trú okkar að vild hér á landi þó svo það frelsi geti líka gert okkur værukær. Þess vegna er það ekki alsæmt að þrengt skuli að trú og kirkju, það er áminning og hvetur okkur vonandi til góðra verka og lifandi starfs. En þar með er ekki heldur sagt að við eigum bara að þegja og láta allt yfir okkur ganga. Margir brugðist við tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkur í haust þar sem m.a. átti að takmarka aðgang Gídeonfélaga að dreifingu Nýja testa- mentisins í grunnskólum borgarinnar. Að sögn ráðsins var ætlunin að skerpa línurnar og forða skólum frá vandræðum í framti'ðinni þegar fleiri trúarhópar fara að sækja á. Vel má vera að það sé hluti af eiginlegum til- gangi en því verður varla neitað að þarna endurspeglast viðhorf sem haldið hefur verið fram af ákveðnum hópum og miða ekki að því að gæta hlutleysis eða jafnræðis, heldur frekar að draga sem mest úr tengslum kirkju og skóla. Allt virðist þetta vera hluti af stærra baráttumáli, þ.e. að ýta trúnni og trúmálum almennt út af sviði hins opinbera lífs. Fyrir því er barist með margvíslegum hætti í samfélaginu þó svo kristin trú og kirkja sé búin að eiga samleið með þjóðinni í aldaraðir og þó svo menningararfur okkar byggi á henni að miklu leyti. Eftir að skóladagurinn lengdist og farið var að bjóða upp á heilsdagsskóla var eðlilegt að kirkjan og kristileg sam- tök byðu upp tómstundastarf, eins og önnur æskulýðssamtök, á þeim vett- vangi. Það tilboð var valkostur. Engin ástæða er til að loka dyrum vegna örfárra undantekningartilfella þarsem það var ekki virt og nokkurra kvartana. Segja má að kristin trú og kirkja eigi sér tvær hliðar, hina trúarlegu og hina menningarlegu. Ef skólinn vill standa sig og gera nemendur læsa á samtím- ann og menninguna verður að fara fram metnaðarfull fræðsla um kristna trú. Sú fræðsla er til upplýsingar og skilnings. Þegar hafa verið í gangi um nokkuð skeið skýrar leiðbeiningar um tengsl skóla og kirkju og Ijóst hefur verið að skólinn er ekki vettvangur trúboðs, boðunarstarfs eða tilbeiðslu. Dreifing Nýja testamentisins hefur verið hluti af menningunni, þetta er bókin sem mótað hefur íslenskt sam- félag í aldaraðir. Á hinn bóginn er mikilvægt að benda á það að kirkjan ber ábyrgð á boðskapnum og getur hvorki né á að framselja þann rétt til skólans eða ríkisins. Kirkjan þarf í ríkari mæli að beina sjónum sínum að fjölskyldum og heimilum landsins. Rannsóknir sýna að trúarleg mótun á sér einkum stað á heimilinu, því næst í kirkju eða kristi- legu starfi. Þess vegna þarf kirkjan að efla starf sitt meðal barna og virkja fjöl- skyldurnar til guðrækni, bænahalds og biblíuþekkingar. Þar er vettvangur trú- fræðslu og boðunar enda getur kirkjan þá unnið sitt starf algjörlega á sínum forsendum. Kristilegt barnastarf þarf að vera meira en tómstundir, það þarf að fela í sér markvissa boðun og trúar- lega mótun. Umræðan um tengsl ríkis og kirkju kom upp þegar kosningar til stjórn- lagaþings nálguðust og var frambjóð- endum gjarnan skipti í hópa, með og á móti aðskilnaði ríkis og kirkju, með og á móti kristinni arfleifð. Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki hættulegt mál og þau skref sem tekin hafa verið til að rjúfa þau tengsl á liðnum áratugum hafa verið til góðs. Mikilvægt er að kirkjan eigi frumkvæðið og marki stefnuna í þessu máli. Til þess þarf að vera unnt að ræða málið og allar hliðar þess með framtíð kirkjunnar í huga. Ef áherslan er á stofnun og menn- ingarafl er sterkast fyrir kirkjuna að vera i sem nánustum tengslum við ríkið. En fyrir kirkjuna sem trúarsam- félag og samtök sem vilja vera boð- andi, biðjandi og þjónandi, er trúlega best að tengslin séu sem minnst. Hin hulda markmið sumra sem vilja rjúfa öll tengsl ríkis og kirkju er að útrýma trúnni sem mest úr samfélaginu. Þeir einstaklingar vilja fyrir alla muni fella niður þá grein stjórnarskráarinnar sem fjallar um þjóðkirkjuna - og að ekkert komi í staðin. Vilji þeirra er að ekki séu nein sýnileg tengsl milli kristni og íslenskrar þjóðar. Verði það ofan á er það sorglegur vitnisburður um það að barátta guðleysingja hefur náð lengra en flesta grunaði og það á stuttum tíma. Gefumst ekki upp, biðjum og berjumst áfram — í nafni kærleika Jesú Krists. 45

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.