Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 2
Jólin nálgast og Bjarmi ber þess ein- hver merki þó svo ekki sé um að ræða það sem kalla megi jólablað. Samfé- lagið allt er að vissu marki undirlagt þó svo víða sé spilað á neysluhyggju og kaupæði. Margvísleg menningar- dagskrá er einnig í boði, ekki síst fjöldi tónleika á aðventunni. Mestu skiptir þó að aðventa og jól eigi sér sitt eig- inlega innihald og að við eigum sam- fund með Jesú á jólum. Aðventan er tími biðar, þar sem við fáum að bíða jólanna í eftirvæntingu. Vonandi fáum við, eða réttara sagt, gefum við okkur tima til að staldra við og skoða eigin hug og hjarta. Sú var tíðin að lögð var áhersla á föstu á aðventu og fjólublái liturinn á enn að minna okkur á iðrun hjartans. Þar sem sjálfsskoðun og iðrun ríkja verður jólin mikil gleðihátíð yfir að eiga frelsara sem fæddur er og er fús að fyrirgefa sérhverja synd. Frelsun, fyrirgefning og friður fara saman í boðaskap jólanna. Vonandi nær sá boðskapur eyrum íslensku þjóðarinnar í ríkari mæli um þessi jól en verið hefur. Skellurinn sem íslenskt samfélag fékk á sig fyrir rúmum tveimur árum og sem þjóðin glímir við enn í dag og áfram um einhver ár er sorgleg staðreynd. Enn sorglegra verður það ef við sem þjóð lærum lítið af þessari reynslu. Framtíðin ein mun sýna í hvaða mæli það verður. Meðal þess sem við, sem störfum fyrir kirkjur og kristileg samtök, von- umst til að sjá í framtíðinni er aukinn áhugi fólks á að kynna sér innihald kristinnar trúar. Það er von okkar að það gerist nú um þessi jól 13 að fólk skoði í alvöru hvers vegna við höfum haldið þessa hátíð hér á landi öldum saman. Það er ekki til að tryggja versl- unarrekstur á íslandi eða að fá tæki- færi til að hitta ættingja og vini og gera vel við okkur í mat og drykk þó svo það séu vissulega mikilvægir þættir. Jólin snúast um Jesú og sönn jólahátíð felur í sér að við eigum fund með honum. Saga jólanna gefur okkur tækifæri til stíga inn í hana, slást í för með fjár- hirðunum og vitringunum og veita Jesú lotningu okkar. Við beygjum huga okkar og hjarta fyrir konungi kon- unganna. Á jólum syngjum við fjölda jólasálma sem fela í sér lofgjörð og tilbeiðslu til frelsarans. Við megum fagna og gleðjast sem börn. 13í Betle- hem er barn oss fætt, því fagni gjörvöll Adams ætt.E Þetta tölublað Bjarma geymir margvíslegt efni, þar á meðal efni sem tengist jólunum. Jafnframt er litið í ýmsar áttir og brugðist við ýmsu sem gerst hefur hér á landi og annars staðar á liðnum vikum. Vonandi verður blaðið til uppörvunar og gleði, hvatn- ingar og fróðleiks. Með þeim orðum óska ég les- endum blaðsins gleðilegra jóla í Jesú nafni. Ragnar Gunnarsson ritstjóri S. Waage sf Garðabæ ^GáINGI HÓPFERÐIR 5544466 Hjálparstarf yir/ kirkjunnar GARÐHEIMAR GA SMÍDAJARN 5peedcV Bjarmi 4. tbl. 104. árgangur desember 2010 ISSN 1026-5244 Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson Ritnefnd: Haraldur Guðjónsson, Agnes Ragnarsson og Hermann Ingi Ragnarsson. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson Afgreiðsla: Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909. Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476, IBAN: IS18 0117 2601 7476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is Árgjald: 3.900 kr. með greiðsluseðli (3.600 kr. ef greitt er beint eða með korti) innanlands, 4.800 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð í lausasölu 900 kr. Forsíðumynd: © Twentieth Century Fox Film Corporation og Warner Media, LLC. Umbrot og hönnun: Hermann Ingi Ragnarsson Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.