Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 27
ugt frá Guði. Ég leyfði mér að gráta í sífellu því að það er ákveðið sorgarferli sem maður þarf líka að fara í gegnum þegar maður þráir börn og hefur misst og þráir að eignast börn og það er ekki að gerast. En í dag höfum við fengið krafta- verk. Við hjónin eigum von á barni, von er á því í heiminn í byrjun næsta árs . Þegar við fórum til læknisins okkar til að fá staðfestingu á þunguninni horfði hann bara á okkur með undrun því að það var ekkert sem hann gatgert meira fyrir okkur á sínum tíma. Hann hafði samt alltaf sagt okkur að gefast ekki upp þótt hann gæti ekki hjálpað okkur — og það var yndislegt að geta sagt við hann að kraftaverk hefði gerst. Gefin var kostur ó því að fó bókina óritaða af höfundi Hvað hefur þú að segja hjónum sem glíma við ófrjósemi? Það sem mig langartil að segja við hjón sem berjast við ófrjósemi af einhverju tagi er að gefast ekki upp. Leitíð Guðs, hann hefur lausnina, á hvaða hátt sem það er. Hann vill bara blessa, hann vill veita vonaríka framti'ð. Farið og þiggið fyrirbæn, treystið einhverjum fyrir atvikunum og fáið aðra til að biðja trúfastlega með og fyrir ykkur. Horfið á Guð. Haldið áfram að gera það sem Heilagur andi biður ykkur að gera. Stígið inn í lækningarferli Guðs, t.d. með því að fara á lækningadaga, kyrrðarstundir og eiga persónulegt og náið samfélag við hann. Gefist ekki upp. Hann er trúfastur, en við þurfum líka að vera trúföst. Skoðum Biblíuna þar er frásagan um Abraham og Söru, eða um Hönnu sem hægt er að lesa um í Fyrri Samúelsbók og margar aðrar frásagnir í Biblíunni. Orð Guðs virkar eins og það gerði fyrir 2000 árum. Eitthvað að lokum? Já, í Sálmi 37 stendur: Treyst Drottni og gjör gott, ... þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Hann mun láta réttlæti þitt renna upp sem Ijós og rétt þinn sem hábjartan dag. Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Signý og eiginmaður hennar Ófeigur Sveinn Gíslason. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.