Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 43

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 43
BORGIR, FÓLKSFLUTNINGAR (HELMINGUR í STÓRBORGUM ÁRIÐ 2030), FÁTÆKRAHVERFI Liðin öld einkenndist af miklum fólks- flutningum, bæði milli landa og heims- álfa og ekki síst innan landa þar sem fólk flykktist úr sveitum í borgir í leit að atvinnu og þægilegra lífi. Fyrir 100 árum bjuggu um 3% íbúa jarðar í stórborgum, nú eru það um 50% og allt útlit er fyrir að hlutfallið aukist á næstu árum og áratugum. Þarna er því einn stærsti kristniboðsakur framtíð- arinnar. í borgunum er menningarleg fjölbreytni og ný tækifæri til boðunar þrátt fyrir veraldarhyggju, guðleysi, afstæðishyggju og alþjóðavæðingu. BÖRNIN OG UNGUNGARNIR — SEM ÞEKKJA EKKIJESÚ Sjónum okkar var einnig beint að ungu kynslóðinni en þriðjungur mannkyns er undir 15 ára aldri. Það eru rúmir tveir milljarðar og helmingur þeirra lifir í sárri fátækt. Helmingur alls mannkyns er undir 25 ára aldri. Þessi staðreynd minnir okkur á mikilvægi þess að vinna hverja kynslóð til trúar á Jesú. Án þess mun uppvaxandi kynslóð ekki læra að þekkja Jesú Krist sem frelsara sinn. Ungt fólk er að mörgu leyti í hættu, oft afskipt, vanmetið og ruglað í rím- inu. Þessi hópur er í mikilli þörf fyrir að upplifa og skilja kærleika Guðs í Jesú Kristi. FÉLAGSLEGT RÉTTLÆTI Kristniboð snertir alltaf manninn allan og þær aðstæður sem hann býr við. Oft hefur verið spurt hversu ráðandi barátta fyrir félagslegu réttlæti eigi að vera innan Lausanne-hreyfingarinnar en hún kom upphaflega frá evang- elískum kirkjum í Rómönsku Ameríku. Á ráðstefnunni í Höfðaborg fengum við innsýn í kjör fólks um víða veröld og hvað kirkja Jesú Krists gerir til að vinna gegn mansali og þrælkun, fátækt og hungri, spillingu og mismunun sem og öðru óréttlæti. Við fengum að sjá hvernig kirkjan annast HIV smitaða og munaðarlaus börn, hvernig unnið er að umhverfis- og loftslagsmálum og þannig má áfram telja. Boðun fagnað- arerindisins hefur alltaf og mun áfram vera sinnt samfara margvíslegri kær- leiksþjónustu. Við vorum minnt á að láta ekki deigan síga í því efni, hvorki nær né fjær. Richard Stearns, höfundur bókarinnar Gatið í fagnaðarerindinu okkar (The Hole In Our Gospel) benti okkur, ásamt öðrum, á mikilvægi þess að ganga veg kærleikans. BIBUUFÁTÆKT, BIBUUÞÝÐINGAR OG FRÁSÖGUR BIBUUNNAR Undanfarna áratugi hafa menn æ betur gert sér grein fyrir því að margir eru ólæsir á frásögur og boðskap Biblíunnar. Ólæsi er mikið í heiminum og jafnvel svo að sumt fólk sem sagt er læst er illa læst eða ólæst. Margir hafa hætt námi og ekki fengið neina örvun. Aðrir þurfa að læra að lesa eða kunna bara að lesa annað tungumál en sitt eigið. Enn er ekki til ritmál fyrir mörg tungumál heims. Biblían hefur aðeins verið þýdd á hluta þeirra tungumála sem til eru. í því sambandi er talað um ritningarfátækt. 2252 þjóðir og þjóð- arbrot hafa enn ekki aðgang að Heil- agri ritningu eða hlutum hennar á eigin tungumáli. Hvað er þá til ráða? Svarið er, að byggja á þeirri menn- ingu og hefð sem fólk þekkir, munn- mælahefðinni. Fólk lærir sögur Biblí- unnar utanbókar og þjálfar aðra í að vera biblíusögufólk eða biblíuþulir. Fyrir bragðið verða til margar lifandi Biblíur, sem ganga um og tala. Boðun- 43 James Krabill

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.