Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 24
AGNES T. RAGNARSSON Nú í nóvember kom út bókin Guð elskar mig. Höfundurinn er Signý Gyða Pétursdóttir sem sjálf gefur bókina út ásamt eiginmanni sínum. Bjarmi tók Signýju tali í tilefni af útkomu bókarinnar, til að fræðast meira um hana. Hvernig stendur á því að þessi bók varð til? Bókin Guð elskar mig er hugmynd sem ég fékk á samkomu sem ég var á fyrir fimm árum. í lofgjörðinni spurði ég Guð: „Er ekki eitthvað sem ég get gert fyrir þig?" Og það stóð ekki á svarinu. Ég upplifði mikið sköpunarflæði. í huga minn kom setning eftir setningu, sem sagt saga, sem flæddi sjálfkrafa fram. Ég reyndi að finna blað og penna í töskunni minni og ég byrjaði að skrifa aftan á nokkra miða sem ég fann í tösk- unni. Þegar heim var komið eftir sam- komu setti ég textann upp og útbjó lítið sýnishorn af bók. Þarna byrjaði þetta allt saman fyrir fimm árum sem varð til þess að bókin Guð elskar mig er nú komin í bókabúðir á íslandi. Um hvað fjallar bókin og hver er boðskapurinn? Bókin Guð elskar mig er skemmtileg og fallega myndskreytt bók sem hjálpar börnum að sjá sjálf sig á uppbyggi- legan hátt. Sögupersónan er lítil stúlka sem hefur ekki alveg rétta sjálfsmynd. Bókin er byggð á kristnum grunni og þar af leiðandi kemur í Ijós hvernig Guð sér hana. í framhaldi af því koma í Ijós hæfileikar sögupersónunnar og hvað sem hún annars gerir af sér, þá er hún samt elskuð. Börn eiga það oft til að bera sig saman við aðra, þeim finnst þau ekki vera nógu góð og eiga stundum erf- itt með að sjá kosti sína og hæfileika. Það er því miður ótrúlega snemma sem börn meðtaka höfnun inn í sitt líf sem fylgir þeim síðan oft inn í fullorð- insárin. Með þessari bók vil ég stuðla að góðum grunni fyrir sjálfsmynd barna og að þau sjái sjálfa sig á góðan hátt, meðtaki sjálf sig eins og þau eru og meti sína eigin verðleika. Ég legg einnig mikla áherslu á að börnin finni út þá hæfileika sem Guð hefur gefið þeim, við erum jú öll sköpuð með mis- munandi hæfileika og það er svo mik- ilvægt að hver og einn viti hverjir þeir eru og sé sáttur og ánægður með þá til þess að þeir geti nýst til fullnustu. Það veitir líka hverjum einstaklingi gleði og hamingju innra með honum. Bókin er tvískipt. Fyrri hlutinn fjallar um sögupersónuna þar sem börnin geta samsamað sig henni. í seinni hlutanum fá börnin tækifæri til að skrifa og teikna eigin hugmyndir og uppgötva hæfileika sína. Hvernig komstu þessu síðan í verk? Þegar ég fékk þessa hugmynd þá hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu ferli. Ég hafði enga þekkingu á því að gefa út bók. Mér fannst þetta spennandi og skemmti- legt verkefni sem Guð hafði falið mér en jafnframt mjög ógnvænlegt, því hvernig átti ég að vita hvernig maður færi að þessu? Fyrir utan það að vera frekar feimin (þó að margir sem þekkja mig trúi því varla að ég fái feimniköst eins og ég kalla það). Ég man meira 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.