Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 9
AGNES T. RAGNARSSON Þriðja kvikmyndin um ævintýralandið Narníu Enn er kominn desember og undirbúningur jólanna ífullum gangi. Að venju birtast hefðbundnar „jólakvikmyndir" á hvíta tjaldinu. Harry Potter hefur lagt undir sig markaðinn síðustu átta árin en enn önnur röð ævintýramynda má ekki gleymast: Ævintýralandið Narnía. 10. desember var myndin Sigling Dag- fara (The Voyage of the Dawn Treader) frumsýnd hér á landi sem og víða um heim. Þetta er þriðja kvikmyndin byggð á ritröðinni, en sú fyrsta var Ljónið, nornin og skápurinn (2006) og önnur Kaspían konungsson (2008). Margir lesenda Bjarma kannast við Ævintýralandið Narníu, röð ævintýra sem samin voru á 6. tug síðustu aldar af breska höfundinum C. S. Lewis. Bækurnar sjö hafa verið mjög vinsælar meðal yngri kynslóðarinnar og teljast meðal sígildra barnabókmennta í Bret- landi og Bandaríkjunum. Bækurnar hafa allar komið út á íslensku. Ævintýri Narníu snúast um sérstaka reynslu barna sem sb'ga inn ítöfraheim sem kallast Narnía og gegnir lykilhlut- verki í framvindu sögunnar. Narnía er heimur samhliða raunveruleikanum og er sérstakur staður þar sem dýrin tala og töfrar eru daglegt brauð. En eins og í okkar eigin heimi á sér þar stað bar- átta ills og góðs. ífyrstu tveimur kvikmyndunum (og bókum með sama titli) eru aðalsögu- hetjurnar Pétur, Súsanna, Játvarður og Lúsía Pevensie. Sagan gerist á Bret- landseyjum í seinni heimsstyrjöldinni. Börnin eru send út í sveit vegna stríðs- ins og þar uppgötva þau Narníu þegar þau fara inn í klæðaskáp. Börnin fjögur verða að hetjum sem berjast fyrir hinu góða og réttlæti með því m.a. að ganga í lið með Aslan, leyndardómsfullu og kröftugu Ijóni. Þrátt fyrir það þurfa þau alltaf í lok sögunnar að snúa aftur til veruleikans. Það sem virbst vera ár eða áraraðir í Narníu tekur aðeins nokkrar mínútur í okkar eigin heimi. í Siglingu Dagfara snúa Játvarður og Lúsía aftur til Narníu í þriðja sinn ásamt frænda þeirra Elfráði Skúta. Pétur og Súsanna eru orðin of gömul til að komast inn í Narníu. Hin tvö slást í för með Kaspían konungssyni á skip- inu Dagfara í þeim tilgangi að bjarga Narníu enn einu sinni frá illum kon- ungi sem hefur náð kórónu Kaspíans. Á hættulegri ferð sinni mæta þau alls kyns furðuverum og hættum þegar leið þeirra liggur til lands Aslans á enda veraldar. Þegar þetta er ritað er ekki enn búið að frumsýna myndina hér á landi og aðeins hægt að sjá myndbrot á net- inu. En að sjálfsögðu mun ég slást í för með öðrum aðdáendum Narníu og horfa á þessa þriðju kvikmynd í ævin- týraröðinni sem byggir á meistaraverki C. S. Lewisar en sjálf naut ég þess að lesa bækurnar sem táningur. Ævintýralandið Narnía er stórkost- legt tækifæri tíl að íhuga nokkur mikil- væg þemu Biblíunnar og má þar nefna tilveru hins andlega heims, baráttu góðs og ills, hvernig hið illa hefur náð tökum á Narníu, kærleika og umhyggju 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.