Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 26
© hag Frá útgáfuteiti bókarinnar. misstum við það barn. Það var gíf- urlegur missir. Ég veit hins vegar að við gátum ekki verið á betri stað en einmitt á biblíuskólanum þegar það gerðist því að ég fékk mikla hjálp þar. Þar var mikil áhersla lögð á að missir er missir og því fylgirsorg, það skiptir ekki hversu langt eða stutt þú er komin, það er missir. Við hjónin fórum samt á mismunandi hátt í gegnum þennan missi og það var lögð áhersla á það við mig að ég myndi virða það hvernig hann mundi takast á við sorgina, á sínum hraða, á sinn hátt. Ári seinna, haustið 2007, varð ég aftur ófrísk en við misstum það barn líka. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall? Já, að fara í gegnum svona missi er miklu meira en ég hafði nokkurn tim- ann getað ímyndað mér. Það er lítið talað um slíkt í kirkjum, þetta er mjög persónulegt og maður er ekki tilbúin að deila svona reynslu með hverjum sem er, sérstaklega þar sem viðbrögð manna vilja oft vera léttvæg: „Þið reynið bara aftur...," og þar af leiðandi er þetta mjög viðkvæmt. En ég lærði gífurlega mikið á þessu tímabili. Guð pakkaði mér í bómull eins og ég orða það. Þetta var mjög erfiður tími og tók mikið á okkur hjónin og samskipti okkar. Ég upplifði mikla skömm og ég fékk að heyra ýmislegt frá ónærgætnu fólki. Fólk meinar ekki neitt illt með þessu en gerir sér hins vegar enga grein fyrir því hversu djúpt orð geta sært. Einnig er algengt að fólk geri í raun og veru ráð fyrir að hjón fjölgi mann- kyninu og er stöðugt að spyrja konuna um það. Karlmenn sleppa yfirleitt mun betur en konur í gegnum þetta. Nú er ég ekki að alhæfa það heldur að segja það af reynslu. Að sama skapi vildi fólk leita lausna fyrir mann án þess að maður bæði um það. Haustið 2008 fluttum við aftur heim til íslands frá Svíþjóð og fórum í glasafrjóvgunarmeðferð. Það tókst ekki, en við fórum aftur 2009 og það gekk heldur ekki. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur. En ég gafst ekki upp. Ég sótti hverja samkomuna á fætur annarri, ég fór stöðugt til fyrirbænar. Síðan ákvað ég að byrja að opna mig með þessi mál. Ég vitnaði fyrir fólki um baráttuna, á þann hátti losnaði ég við skömmina sem ég upplifði í kringum þetta. Ég þurfti líka á ákveðinni lækn- ingu sálarinnar að halda vegna atvika sem gerðust í fortíð minni. Og ég gafst ekki upp. Ég skráði niður orð sem fólk fékktil mín um barneignir. Ég leitaði og leitaði Guðs. Ég virkilega gerði allt sem ég gat gert og fór eftir leiðsögn Heilags anda. Ég upplifði að það skipti alveg gífurlegu máli að skrifa niður orð og upplifanir sem að Guð gaf mér, hvort sem það var frá öðrum kristnum ein- staklingum eða draumum og sýnum sem hann gef mér persónulega. Það gaf mér aukna trú, meira öryggi og vax- andi traust á Guði að skrifa allt niður. Ég komst á þann stað að vita og upplifa að hann mundi vel fyrir sjá. Að geta alltaf gripið til orðanna sem ég upplifði eða fékk frá öðrum var gífurlega mik- ilvægt og lesa þau yfir aftur og aftur. Þetta hefur væntanlega verið mikið álag á samband ykkar hjónanna? Já, við hjónin vorum ekki samstiga í þessu ferli. Maðurinn minn var kominn á þá skoðun að sætta sig ef til vill við að við myndum ekki eignast barn en ég gat ekki meðtekið það. Ég hélt þess vegna áfram áfram, ég gafst ekki upp. Ég hélt áfram að leita Guðs. Ég sótti samkomur, fór á ráðstefnur, var með á lækningadögum og meðtók stöð- 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.