Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 34
KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR Ævintýrið hófst fyrir 5 árum þegar haft var samband við KSF (Kristilegt stúdentafélag) í leit að læknanemum sem hefðu áhuga á að koma til Noregs á kristilega ráðstefnu fyrir læknanema. Ég greip tækifærið og þá var ekki aftur snúið því ég fór ekki bara til Noregs á slíka ráðstefnu heldur einnig til Englands, Austurríkis og nú síðast til Úrúgvæs á alþjóðasráðstefnu ICMDA (International Christian Medical and Dental Association) og þetta er aðeins byrjunin. HVAÐ ERICMDA? ICMDA stendur fyrir International Christian Medical and Dental Asso- ciation og eru regnhlífarsamtök kristi- legra hópa/samtaka á meðal lækna og læknanema úti um allan heim. ÆVINTÝRALEG FERÐ TIL S-AMERÍKU Ferðin hófst með fimm flugferðum á tveimur sólarhringum. Það má segja að ég hafi farið í eins konar heims- reisu á þessum tveimur dögum og náði ég að kynnast nokkuð mörgum flug- völlum á þessum stutta tíma. Þegar komið var til Montevideo í Úrúgvæ var haldið með rútu til Punta Del Este þar sem alþjóðaráðstefnan var haldin. Ég var ekki fyrr komin inn um dyrnar á hótelinu þegar ég mætti um 10 vinum mínum sem ég kynntist á fyrri ráðstefnum. Við féllumst í faðma og spjölluðum fram á kvöld. Ráðstefnan stóð í sjö daga þar sem fyrri hluti hennar var miðaður við stúdenta og unglækna. Síðari hluti ráðstefnunnar var svo fyrir alla, jafnt unga sem aldna sem og sérfræðinga. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Forgangs- röðun í faglegu starfi. Fyrir hvern starf- arðu?" Á morgnana voru biblíulestrar og eftir hádegið voru ótal fyrirlestrar sem hægt var að velja um. Þar var fjallað um læknisstarfið, kristniboð, siðfræðileg álitamál við upphaf og endalok lífs, starf meðal stúdenta, og margt fleira. Á kvöldin voru svo mis- munandi uppákomur eins og skemmti- kvöld, lofgjörðarkvöld og alþjóðlegt kvöld. Á milli dagskrárliða gafst góður tími til að kynnast fólki alls staðar að úr heiminum og mynda vinabönd og tengsl. Ég fór til að mynda með ólíkum hópum út að borða, horfði á FIM í fót- bolta á stórum skjá í ráðstefnusal, við skemmtum okkur í karókí eitt kvöld en sátum og spjölluðum önnur. Vikan var full af fjöri og bæði trúarlegri og fag- legri uppbyggingu sem ég tek með mér út í kandídatsárið. Þrjú orð standa sér- staklega upp úr eftir þessa ráðstefnu: 34

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.