Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 6
Gullið stendur fyrir trúna á Krist, reykelsið vonina og myrran kærleikann. Allir geta ræktað trú, von og kærleika, sem bætir öll samskipti manna. horni og svífst einskis til að viðhalda og auka vald sitt og auð. Það kemur því ekki á óvart að þegar Heródes heyrir erindi vitring- anna að hann varð „skelkaður og öll Jerúsalem með honum" (v. 3). Gríska orðið xapaGGto (tarassó), þýðir að vera sleginn út af laginu, óttasleginn, órólegur, ringlaður, skelfdur og jafn- vel að missa fótana. Spurning og leit vitringanna setur sem sé Heródes og valdakerfið í Jerúsalem í uppnám. Það stendur frammi fyrir hruni. Vitring- arnir átta sig ekki strax á hættu spurn- ingarinnar. Heródes sem slægur og útsmoginn stjórnandi kann að fela ótta sinn undir slæðu kurteisi. Hann kallar saman æðstu presta og fræðimenn í Jerúsalem til að svara. Um er að ræða fulltrúa þeirra fjölskyldna sem fylgja Heródes að málum og fá að launum æðstu embætti innan stjórnkerfisins, þar á meðal í musterinu. Samkvæmt Matteusi kunna þeirtil verka og þekkja spádóma Gamla testamentisins og túlkanir á þeim. Kristur, konungur Gyð- inga, á að fæðast í Betlehem í Júdeu. Þeir opna Ritninguna og lesa boðskap- inn, en loka henni svo. Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki eins og síðar segir í guðspjallinu (Mt 13.13). Á meðan nema heiðingjarnir rödd Guðs í sköpuninni og fylgja stjörnunni. Það nægir þeim til að halda af stað til að sýna barninu lotningu. Þeir skriftlærðu í Jerúsalem hafa Ritninguna og túlka rétt, en orð hennar ná ekki til þeirra. Bókin er þeim lokuð. Vitringarnir grípa orðið og fylgja því. Rétt áður en þeir halda af stað, kallar Heródes þá til sín og biður þá um að segja sér hvar barnið sé að finna, eftir að þeir hafi sýnt því lotningu. Hann vilji gera hið sama. Lesandinn veit hvaða vilji og áætlun býr að baki. Öll Jerúsalem krefst dauða lausnara síns eins og síðar er lýst í guðspjall- inu. Hvernig á að taka svona skjalli og umgangast slíka ógn, er svarað í text- anum með eftirfarandi orðum: „Þeir hlýddu á konung og fóru" (vers 9). VTTRINGARNIR OG BARNIÐ Vitringarnir halda burt frá Jerúsalem og Heródesi. Það er merkilegt að þrátt fyrir allt veitti hann vitringunum orðið sem leiddi þá til Jesú. Þannig sannast enn á ný að það er Guð sem hefur allt í hendi sér. Það ersama hve rotinn mað- urinn er — honum tekst ekki að koma í veg fyrir þá blessun sem Guð hefur bundið við sköpun sína. Hún er einnig til staðar í stjórnarfari ríkja veraldar. Þegar vitringarnir finna friðarhöfð- ingjann og endurlausnarann falla þeir fram og veita Jesúbarninu lotningu. Gríska orðið JtpOGKveco (proskneó) sem er notað, þýðir að kasta sér flötum fram á gólfið. í fornöld átti slíkt athæfi við frammi fyrir konungum, keisurum og guðum. í Matteusarguðspjalli er orðið notað í tengslum við játningu manna á guðdómi Jesú (Mt 8.2; 8.18; 14.33; 15.25; 20.20). Orðið kemurfyrir við lok guðspjallsins þegar Jesús birtist lærisveinum sínum upprisinn og þeir falla fram fyrir honum (Mt 28.9,17). Þá mælir Jesús orðin sem eru flutt við hverja skírn: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu." Sömu orðin eiga við um barnið í jötunni, það er því ofur- eðlilegt að vitringarnir gleðjist „harla mjög" þegar þeir sjá barnið. Vitring- arnir lúta þeim Guði sem gerðist maður til að kenna okkur mönnum hvað felst í því að vera maður. Jesúbarnið lýkur hér upp fyrir okkur að við erum börn, elskuð af Guði. í Jesú gengur Guð inn í daglegt líf mannsins, sem er oft gegn- umsýrt af hættum sem stafa af blindu manna. Rót hennar er að leita í því að við menn greinum ekki að við og náungi okkar erum börn Guðs. GJAFIRNAR Það er ekki hægt að Ijúka þessari umfjöllun án þess að tala um gjafirnar. Gull, reykelsi og myrra voru þekkt í fornöld sem fórnargjafir. Reykelsi og myrra voru notuð við guðsþjónustur og höfðu í vitund fólks græðandi og hjálpræðislegt hlutverk. Innan hefðar- innar hefur þeim verið eignuð táknræn merking. Gullið er guðlegur málmur. Hann vísar til guðdóms Jesú, reyk- elsið til Guðs og myrran til manndóms Jesú. Það kemur líka fyrir að reykelsið sé tengt við hlutverk Jesú sem sanns æðsta prests. Önnur túlkun er að tengja gjafirnar við starf Jesú, gullið merkir verkin, reykelsið fyrirbænina og myrran fórnardauðann.8 Marteinn Lúthertengirgjafirnarvið það sem allir menn, jafnt ríkir sem fátækir, geta fært Jesú. Gullið stendur fyrir trúna á Krist, reykelsið vonina og myrran kærleik- ann. Allir geta ræktað trú, von og kær- leika, sem bætir öll samskipti manna.9 í þessari vissu halda vitringarnir heim og láta slóttuga konunga þessa heims eiga sig og halda sig við þá von sem þeir fengu áþreifanlega staðfesta í Jesúbarninu. Með þeim orðum læt ég þessum vangaveltum mínum lokið. Gleðileg jól. TlLVrTNANIR 1 Gúnther Baumbach, „Herodes/Her- odeshaus", í: TRE IS, Berlin 1993,159-162. 2 Ásmundur Guðmundsson: Soga ísraels, Reykjavík 1948, 326. 3 Werner Foerster: „Herodes und seine Nachfolger", í RGG 3. útg., 3. bindi Tubingen 1989, 266-269. 4 Werner Foerster: „Herodes und seine Nachfolger", 267. 5 Ulrich Luz: Das Evangelium nach Matt- haus (Mt 1-7), 1/1, Zúrich 3. útg., 1992, 118. Gerhard Delling, „|tayo(;", í: THWNT, 4. bindi, 2.útg. Köln 1990, 361 [361-363]. 6 Ulrich Luz: Das Evangelium nach Matthaus (Mt 1-7), 114-115. 7 Ulrich Luz: Das Evangelium nach Matthaus (Mt 1-7), 123. 8 Joachim Gnilka.' Das Matthausevangelium 1. Tei( Vín 1988, 41. Ulrich Luz, Das Evan- gelium nach Matthaus (Mt 1-7), 121. 9 Góða og ítarlega úttekt Lúthers á þessum texta er m.a að finna í Kirkjupostillu Lúth- ers. Walch XI 295-429. (Walch = Luthers Samliche Schriften XI Band, útgefandi Johann Georg Walch 2. endurbætt útg., St. Louis USA 1910, Grol5 Oesingen 1987). 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.