Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 30
uppvakti hann frá dauðum. (Kól. 2. 11-12). Skírnin er tákn hins nýja sátt- mála. Þeir sem skírðir eru í nafni Guðs, föður sonar og heilags anda, eru hinn nýi ísrael, hin nýi lýður Guðs, hin nýja þjóð Guðs. - En þið eruð útvalin kyn- sióð, konunglegur prestsdómur, heilög þjóð, eignariýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega Ijóss. Þið sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðin Guðs lýður. Þið sem ekki nutuð miskunnar hafið nú miskunn hlotið. (1. Pét. 2. 9-10). EINKENNIOG HLUTVERK Hvert er lögmál hins nýja sáttmála, hinnar nýju þjóðar Guðs, sem útvalin er í Jesú Kristi? Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, aföllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira. (Mark. 12. 30-31). Einkenni þessarar þjóðar eiga því að vera: Kærleiki, gleði, friður, Ijúf- mennska, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. (Gal. 5,22) Og hún á sér tungumál sem tengist einkennunum. Tungumálið sem þessi þjóð talar er kristneska (eins og ágætur hvítasunnumaður orðaði það einhvern tíma). Tungumál kærleikans. Hefur þessi þjóð, sem útvalin er í Kristi, sérstakt hlutverk? Farið út um allan heim og gerið ailar þjáðir að læri- sveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. - Sjá ég er með yður alla daga. (Matt. 28,18-20) Konungur kærleikans. Hinn þyrni- krýndi konungur. Er þetta vopnuð þjóð? Já, hún er vopnuð. Takið því alvæpni Guðs til þess að þið getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli þegar þið hafið sigrað allt. Standið því gyrt sann- leika um lendar ykkar og klædd rétt- lætinu sem brynju og skóuð á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðin um frið. Takið umfram allt skjöld trú- arinnar sem þið getið slökkt með öll logandi skeyti hins vonda. Setjið upp hjálm hjálpræðisins og grípið sverð andans sem er Guðs orð. (Efes. 6. 13-17) Á þessi þjóð Guðs, lýður Guðs, kirkja Krists, í stríði? Já, hún á í stríði. KIRKJA í STRÍÐI Hér á okkar landi eru öfl sem markvisst boða guðleysi og reyna með afger- andi hætti að ýta kirkjunni til hliðar. Nýjasta dæmi þess eru tillögur sem Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur sent frá sér, þar sem banna á dreif- ingu Gídeonmanna á Nýja testament- inu til skólabarna og ekki megi kalla til presta þegar áföll verða, nema þess sé sérstaklega óskað. Og fleira mætti telja úr þessu plaggi sem stuðlar að því að rjúfa aldalangt samstarf skóla og kirkju. Þessar tillögur eru teknar, lið fyrir lið, upp úrtillögum sem Siðmennt sendi Menntaráði Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, en Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er félag guðleys- ingja. Nú var lag að fylgja þeim eftir því að varaformaður Siðmenntar situr nú í mannréttindaráði borgarinnar. Siðmenntarmenn eru óþreytandi í sínu 30 Elpis loannidis

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.