Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 37
PAUL JOHANNSSON OG ELIN ELLERTSDOTTIR Myndir: Passionplay Oberammergau 2010/ Myndir: Brigitte Maria Mayer. Allar myndirnar sýna atriði úr Passion Play 2010. Ferð til Oberammegau, The Passion Play Village, 8., 9. og 10. sept. 2010, á Píslarsögu Krists. Á tíu ára fresti er þorpið Oberam- mergau í Suður-Þýskalandi undirlagt vegna stórfenglegrar leiksýningar sem rekur píslarsögu Jesú. Nokkrir íslend- ingar hafa heimsótt staðinn af þessu tilefni, bæði nú í ár og áður fyrr, og þar á meðal hjónin Elín Ellertsdóttir og Paul Jóhannsson sem leyfa lesendum Bjarma að skyggnast inn í ferð þeirra og reynslu: Þetta var þriðja ferð okkar hjónanna þangað að sjá þetta stórfenglega leik- verk. Farið var frá Dresden með lest til Oberammergau gegnum Nurnberg, Munchen og Murnau, ferð sem tekur tæpar 9 klukkustundir. Oberammergau er lítill bær í Ölpunum, suðvestan við Múnchen, bærinn er í 835 metra hæð yfir sjávarmáli. Nán- ast hvert einasta hús er myndskreytt á einhvern hátt, sem er alveg ótrúlegt að sjá! Og ekki er hægt að sjá að það vanti viðhald á þeim neins staðar! Um 30% íbúanna lifa á alls konar tréútskurði og ýmsum öðrum listrænum verkum eins og úr postulíni, vaxi og svo málverkum og hafa gert þetta síðan um miðja 17. öld. TILHÖGUN OG KOSTNAÐUR Við pöntuðum ferðina í gegnum enskt fyrirtæki, Dertour, www.dertour. co.uk, og fengum góða þjónustu þar. Heildarkostnaðurinn í gegnum þá var 765 pund, eða um 136 000,- kr. á núverandi gengi. Svo bætist náttúru- lega ferðakostnaðurinn við. Ekki má panta meira en 6 miða fyrir hvern hóp. Fleiri upplýsingar var að fá á www. passionspiele2010.de. Píslarsagan þetta ár er sú 41. frá 1634 en þá varð hún til vegna Svarta- dauðaplágunar, sem gekk yfir þar árið 1632. Hún hefur sem sagt verið haldin í 376 ár, en hún á sér stað á um það bil 10 ára fresti. Þegar plágan gekk yfir, lofuðu íbúarnir Drottni að halda þessa háti'ð ef hann léti pláguna fara framhjá þeim. Drottinn bænheyrði þá og bær- inn slapp alveg við hana eftir það. Leikurinn er sýndur í 102 daga, byrjar 15. maí og endar 3. október. Hann tekur rúmlega fimm klukku- stundir en það er þriggja tíma hlé frá um 17:00 til 20:00 og leikurinn er svo búinn upp úr kl. 23. Að leiknum koma um 2000 manns og á leiksviðinu eru um 800 hverju sinni, allt bæjarbúar, engir aðrir mega taka þátt í þessu. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER Farið stundvíslega kl. 11:44. Lestin stoppaði á 19 stöðum á leiðinni, en ferðin til Núrnþerg tók um 4 % klst. Farið var með annarri lest frá Mún- chen til Murnau og svo áfram til Oberammergau. Þangað komum við um klukkan hálfníu að kvöldi. Þaðan tókum við bíl til Gastehaus Ethiko, í Ettal, um 6 km sunnan við Oberam- 37

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.