Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 44

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 44
arstarfið er unnið á þeim forsendum sem fólk er vant og þekkir. Þar með verður smám saman tryggt að allir fái aðgang að fagnaðarerindinu og geti brugðist við því. Jesús dó fyrir alla. Þar á meðal er fólk munnmælahefðar, það sem ekki kann að lesa. í þeirra menn- ingu er ekki sama lestrarhefð og hjá okkur, heldur frásöguhefð, að heyra sögur sagðar. Fólk þarf að geta brugð- ist við á sínum forsendum. HEIUNDI Einn dagur ráðstefnunnar hafði heil- indi sem yfirskrift. Reyndar var það ákveðinn undirtónn í mörgu sem kom fram, hvort sem það var áminning til værukærra Vesturlandabúa eða spurn- ing um líf og dauða þeirra sem hætta lífi sínu vegna fagnaðarerindisins. Heilindi snúast um að við séum samkvæm sjálfum okkur og trúverð- ugir eftirfylgjendur Jesú Krists í dag- legu lífi okkar, framkomu og því sem við segjum eða sendum frá okkur. Hið sama á við um kristniboðssamtök og kirkjur. Þar vorum við m.a. spurð hvernig við kynntum starf okkar, væru allar tölur réttar og sannar? Ákveðið uppgjör var við einhæfa áherslu svo- nefndrar velgengniguðfræði þar sem áhersla er á fjárhagslegri velgengni, án þess þó að hafna því að Guð vilji gjarnan blessa okkur. Kallað var eftir guðfræði blessunar í stað guðfræði velgengni, þar sem áhersla er á and- legt líf og samfélag okkar við Guð. Við vorum minnt á að við erum Guðs, við erum hans. (HIS, sem stendur fyrir Honesty (heiðarleika), Integrity (Heil- indi) og Simplicity (einfaldleika). SAMSTARF Síðasta dag ráðstefnunnar var hvatt til aukins samstarfs þvert á kirkjudeildir og kristniboðssamtök. Þær tvær ráð- stefnur sem áður voru haldnar ýttu undir og hvöttu til aukins samstarfs og var það sannfæring þeirra sem undir- bjuggu þessa að hún myndi bera þann ávöxt. Þátttakendur voru hvattir til að mynda ný tengsl og fylgja þeim eftir þegar heim kæmi. Dagskrá ráðstefn- unnar gaf okkur góða yfirsýn yfir það sem gert er víða um heim og hvatt var til þess að menn færu ekki að endur- taka það sem aðrir væru búnir að gera eða vera í samkeppni, heldur miklu frekar vinna saman. LOKAORÐ Kirkja Jesú Krists er ein og köllun allrar kirkjunnar er að fara með allt fagnað- arerindið til alls mannkyns. Við erum kölluð, við getum ekki vænst þess að aðrir fari með boðin, kallið kemur til okkar. Verum trú og tilbúin að feta nýjar slóðir svo fleiri fái að kynnast Jesú Kristi ogtaki við honum sem frels- ara sínum. Drottinn þarf á okkur að halda. Hann hefur heitið því að vera með og gefa okkur kraftinn sem við þurfum. Kirkjan á sér aðeins framtíð ef hún er boðandi kirkja. Mikið af dagskrá ráðstefnunnar er aðgengilegt á www.lausanne. org/cape-town-2010 og verður þar aðgengilegt í 18 mánuði frá ráðstefn- unni. Þar er margt gott efni í boði sem einstaklingar, kirkjur, stofnannir og samtök geta nýtt sér í starfi sínu. 44 Frank Oosthuizen

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.