Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 36
m.a. að stuðla að betri heilsu barna með skemmtilegri fræðslu um heilsu og kenna þeim íþróttir. Á þetta leikj- anámskeið komu börn á aldrinum þriggja til 13 ára, bæði frá kristnum og múslímskum heimilum. Starfsfólkið var einnig úr ýmsum áttum. Þó ekki hafi verið bein boðun í gangi var nám- skeiðið haldið í húsakynnum kristilegs grunnskóla og máttum við svara spurn- ingum sem vörðuðu okkar trú ef þær komu upp. Til að kóróna ferðina til Líbanons endaði hún í brúðkaupi Ralph Zarazír og fékk ég að upplifa sannkallað líb- anskt brúðkaup. Ralph kvæntist Baibu frá Lettlandi, en þau kynntust einmitt á ráðstefnu ICMDA í Þýskalandi fjórum árum áður. Þótt ferðin hafi aðeins staðið í nokkrar vikur eignaðist ég vini fyrir lífstíð og get haldið áfram að vitna fyrir þeim í gegnum vináttu okkar. Upplýsingar um ICMDA fyrir áhugasama: Heimasíða ICMDA: http://www.icmda.net/ Heimasíða CMF (Christian Medical Fel- lowship) í Englandi: http://cmf.ore.uk/ Hópurinn sem fór til Ríó de Janeiro í Brasílíu eftir róðstefnuna. Katrín er lengst til hægri ó myndinni. Yngstu börnin fengu að klæðast læknasloppi, hlusta hvert annað og lækna leikföngin sín. (Líbanon) 36

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.