Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 31
Það er því mikilvægt að kristið fólk vígbúist, taki á sig alvæpni Guðs og tali við andstæðinginn á kristnesku# tungumáli kærleikans. boðunarstarfi. Það gætum við lært af þeim. Annað ötult félag guðleysingja er félagið Vantrú, sem er rangnefni, því félagar þess eru ekki vantrúaðir heldur róttækir guðleysingjar, sem m.a. hafa gengið um með eyðublöð til að fá fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni. Sé farið inn á vef félagsins og fylgst þar með orðaskiptum þeirra við málsvara trúarinnar, má sjá að þeir eru stóryrtir ogvanda mönnum ekki kveðjurnar. Einn háværasti postuli guðleysis í samtímanum er prófessor Rich- ard Dawkins, virtur vísindamaður á sínu sviði og snjall penni, en guðlaus ofsatrúarmaður. Nýlega kom út á íslensku þekktasta bók hans The God Delusion; Ranghugmyndin um Guð, í þýðingu formanns Vantrúar. Þar segir Dawkins m.a.: Færa má rökfyrir því að guð Gamla testamentisins sé ein ónotalegasta persóna í samanlagðri bókmenntasög- unni: afbrýðisamur og stoltur af því; smámunasamur, óréttlátur, miskunn- arlaus eftirlitsharðstjóri; hefnigjarn, blóðþyrstur þjóðernishreinsari; kven- hatari; hommahatari; kynþáttahatari; barnamorðingi; þjóðarmorðingi; sið- spillandi, sadómasókískur, duttlunga- fullur og meinfýsinn ofbeldisseggur með mikilmennskubrjálæði. Þau okkar sem hafa vanist honum frá barnæsku geta orðið ónæm fyrir hryllingnum. \ niðurstöðum bókarinnar lýsir hann trúuðum þannig: Trúaðir eru; truflaðir, ímyndunar- veikir, blekktir og blekkjandi — vits- munir þeirra skakkir og skældir af að vera herleiddir af smitandi, illkynja guðsvírusi. Fyrir nokkrum árum var Dawkins boðið hingað til lands til fyrirlestra- halds og fékk drottningarviðtal í Kast- Ijósi Ríkissjónvarpsins, þar sem heill þáttur var lagður undir viðtal við hann. Fyrir tveimur árum eða svo kom hingað einn ötulasti andmælandi Dawkins, líffræðingurinn og guðfræð- ingurinn McGrath. Koma hans fékk ekki sömu umfjöllun í fjölmiðlum, en hann hélt hér fundi m.a. í Háskóla íslands og einnig námskeið í Skálholti. Rétt er að hvetja fólk til að lesa bók hans Ranghugmynd Richard Dawkins, sem komið hefur út á íslensku. Á lýður Guðs í stríði? Já hann á í stríði, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. ISLAM OG SKEYTINGARLEYSIÐ Tiltölulega lítill og hófsamur hópur múslima hefur flust hingað tíl lands og sest hér að. En blikur eru á lofti. Vafi leikur á hvar rætur þeirra liggja sem keypt hafa bygginguna Ými undir menningarmiðstöð múslima. En þegar litið er til Evrópu verður myndin önnur. Mikill fjöldi múslima hefur flust til Evr- ópu og sest þar að. Má nefna í því sam- bandi Bretland, Frakkland, Þýskaland og Norðurlöndin. Víða hefur þetta fólk aðlagast evrópskri menningu illa og hafa bæði Frakklandsforsetí og kansl- ari Þýskalands látið þau orð falla að aðlögun múslima í Evrópu hafi mistek- ist. Þær kröfur eru farnar að heyrast frá múslimum sums staðar í Evrópu um að svonefnd sharíalög gildi um þeirra mál en ekki viðkomandi lands- lög, a.m.k. í sumum málum. Rétt er að taka fram að ég er hér ekki að tala um öfga- og hryðjuverkahópa Islamista. Og múslimum í Evrópu fjölgar stöð- ugt og fjölgar hraðar en öðrum Evr- ópubúum, þar sem þeir eiga að jafnaði mun fleiri börn en aðrir Evrópubúar. Er þetta ógn fyrir hina kristnu Evrópu? Að mínu matí, já! Ef við trúum því að Jesús Kristur sé vegurinn, sannleikurinn og lífið, þá eru bæði önnur trúarbrögð og guðleysi ógn. Ef kristnum mönnum er í mun að allir menn þekki Jesú Krist og séu á valdi hans, þá blasirvið okkur bar- átta. Skeytingarleysi er líklega mesta ógnin. Kristíð fólk sem er skeytingar- laust um stöðu kristinnar trúar í eigin landi er jafnframt skeytingarlaust um stöðu kristínnar trúar í öðrum löndum. Skeytingarleysið skapar tómarúm sem verður fyllt af öðrum, sem brenna fyrir sínum lífsviðhorfum. En hvað með umburðarlyndið? Eigum við ekki að vera umburðarlynd? Jú, það eigum við að vera, en umburðarlyndi á ekki að þagga niður í fólki með ólíkar skoðanir. Umburðarlyndi er m.a. fólgið í því að málfrelsi sé virt. Okkur ber að umbera fólk og sýna því virðingu og kærleika, en okkur ber að vinna gegn viðhorfum sem ógna kristinni trú af heiðarleika en ákveðni. Orðið stríð minnir á blóðug átök. Þess vegna er mörgum illa við að nota það um andleg átök, átök um lífsvið- horf. En stríð er það engu að síður, þótt ekki sé úthellt blóði. Það er því mikilvægt að kristið fólk vígbúist, taki á sig alvæpni Guðs og tali við andstæðinginn á kristnesku, tungumáli kærleikans. Sem aldrei fyrr er brýnt að kristíð fólk standi saman og látí' að sér kveða innan kirkju og safn- aða og utan, í þjóðfélagsumræðunni og reyndar hvar sem er á opinberum vettvangi. Ég lýk þessum hugleiðingum mínum á tilvitnun í einn af söngvum sr. Friðriks: Sigrandi og til sigurfara, sigurhetjan fer um storð. Til að mölva myrkrahliðin, máttugt á hann sigurorð. Hann er krýndur sigursveigum - sólin bliknar í hans glans. - Fetum í hans fótspor glaðir, frelsi og líf svo öðlumst hans. 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.