Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 35
International Christian Medical and Dental Association Dr. David Stevens starfaði um árabil sem kristniboðslæknir m.a. í Súdan. Hann var með biblíulestra á hverjum morgni „Köllun - Heilindi - Þjónslund". Ég vona svo sannarlega að þessi orð eigi eftir að skína í gegnum starf mitt sem læknir og bið þess að Guð noti mig þar sem ég er hverju sinni. Þó ráðstefnunni hafi lokið var ævintýrið mitt í S-Ameríku ekki á enda. Fimmtán vinir mínir höfðu ásamt mér skipulagt ferð til Ríó í Brasílíu eftir ráðstefnuna. Þetta var mjög alþjóð- legur hópur, enda frá 10 mismunandi löndum. Við skoðuðum Ríó borg og sáum þar gríðarlegar andstæður í afgirtum fátækrahverfum andspænis glæsilegri borgarhlutum. Við borð- uðum góðan mat, nutum sólarinnar á ströndinni og fengum svo nokkra daga með nánast stanslausri rigningu. Þetta var stórskemmtilegur tími þar sem vináttuböndin styrktust og hlökkum við til að hittast aftur annars staðar í heiminum. Stefnan er þegar sett á heimsráðstefnu ICMDA í Rotterdam í Hollandi, árið 2014. TENGSLANET OG TÆKIFÆRI Það dýrmætasta sem ég hef eignast við kynni mín af ICMDA eru vinir sem standa í nákvæmlega sömu sporum og ég og vilja þjóna Guði með lífi sínu sem læknar. Hér hef ég eignast vini sem eru á mismunandi stigum læknaferils- ins, allt frá læknanemum til sérfræð- inga. Það er ómetanlegt að geta rætt læknisfræðileg og siðfræðileg málefni sem við mætum daglega í starfi okkar og finna stuðning eða leita hans hvert hjá öðru. Þetta er tengslanet sem er engu líkt og nær út um allan heim. Ég hef ekki aðeins eignast góða vini og fyrirmyndir heldur hafa mér boðist ótrúleg tækifæri sem ég hefði annars aldrei fengið. Dæmi um þetta er ferð sem ég fór til Líbanons sumarið 2009. Vinur minn, Ralph Zarazir, er kjálka- skurðlæknir frá Líbanon sem ég hitti fyrst á ráðstefnu ICMDA í Austurríki fyrir um tveimur árum. Að ráðstefn- unni liðinni hafði hann samband við mig og nokkra aðra sem hann hitti þar og bauð okkur að koma til Líb- anons í 4-5 vikur til að vinna sem sjálfboðaliðar á leikjanámskeiði sem hann hafði komið á fót. Markmiðið var íþróttir voru vinsælar meðal eldri barnanna og þó sérstaklega fótbolti. (Líbanon) 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.