Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 25
© hag Signý Cyða Pétursdóttir. að segja eftir því að ég hugsaði:„Guð þegar ég spurði hvort það væri ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir þig þá meinti ég nú kannski eitthvað svona mikið t.d. eins og að fara og tala við nágranna og blessa viðkomandi." Það var það sem ég hafði átt við þegar ég spurði Guð, en hann hafði þetta í huga. Fljótlega tók ég þó á mig rögg og fór í eitt forlag með hugmyndina af bók- inni — það tók mig reyndar nokkrar vikur að telja kjark í sjálfa mig að ganga þar inn, en ég fékk aldrei nein bein svör frá því forlagi. Og nokkru seinna fluttum við hjónin til Svíþjóðar þar sem ég fór í biblíuskóla. En alltaf var þessi bók ofarlega í huga mínum. Fyrir þremur árum leitaði ég til teiknarans Péturs Atla Antonssonar sem myndskreytti bókina en á þeim tíma gat hann ekki tekið þetta verkefni að sér en sýndi því mikinn áhuga. En núna í janúar 2010 náðum við samn- ingum við hann og þá var í raun ekki aftur snúið. Og það var loks í haust sem Fjóla FHilmars byrjaði á umbroti bók- arinnar. Flún er frábær, hæfileikarík og vann mjög mikið og óeigingjarnt starf. Á þessum fimm árum færði Guð mig sífellt skrefi framar. T.d. fékk ég mikla hvatningu frá Halldóri Pálssyni, sem sjálfur er bókaútgefandi og Her- dísi Hallvarðsdóttur hjá Hljóðbók.is sem sér um dreifingu á bókinni í versl- anir. í október síðastliðnum snerist þetta um að hrökkva eða stökkva. Alls staðar stóðu opnar dyr fyrir okkur. Þannig að við stukkum — og bókin kom úr prentun 10. nóvember síðast- liðinn. Nú má segja að þitt eigið líf sé heilmikil saga, ertu tilbúin að segja okkur hvað hefur gengið á hjá þér? Fyrir fimm árum gengum við í hjóna- band, ég og maðurinn minn, Ófeigur Sveinn Gíslason. Þegar við vorum að kynnast greindist ég með góðkynja æxli við vinstri eggjastokk. Ég þurfti að fara í aðgerð og æxlið var fjar- lægt. Hins vegar hafði þetta æxli mun meiri neikvæð áhrif en talið var í fyrstu. Þrátt fyrir það kom það ekki til greina af minni hálfu að við myndum ekki eignast börn. Það var svo fast í huga mínum og gífurleg þrá í hjarta mínu. Og ég hugsaði að ef Guð gæfi mér þessa miklu þrá þá hlyti hann að uppfylla hana. Stöðugt er prédikað í kirkjum um það að Guð er hinn sami og fyrir 2000 árum og að Biblían — Orðið — virkar eins og fyrir 2000 árum og af hverju ætti það þá ekki að eiga við um mig? Læknirinn okkar var ekki allt of hrif- inn af því að við ætluðum að flytja til Svíþjóðar því að hann vildi strax hjálpa okkur að eignast barn með aðstoð tækninnar en ég var ekki alveg á því. Ég þurfti að velta því fyrir mér hvort það væri vilji Guðs, og Guð vann með mig þar til ég fékk jákvætt svar; það væri vilji hans. Hann kom okkur í samband við mjög góðan lækni í Svíþjóð sem hélt rannsóknum og eftirfylgni áfram. Hins vegar fengum við ekki leyfi til að fara í glasafrjóvgun þar vegna þess að ákveðin hormón hjá mér mældust ekki nógu vel og einnig hafði aldur okkar áhrif. En síðan varðst þú ófrísk? Hins vegargerðist það þegar við vorum nýkomin til Svíþjóðar haustið 2006 að við uppgötvuðum að ég væri ófrísk. Það kom mjög á óvart því að það hefði í raun ekki átt að ganga miðað það sem á undan var gengið. Hins vegar 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.