Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 38
Jesús kemur til Jerúsalem. mergau. Við fengum herbergi og gögn um uppákomuna, svo sótti bíll okkur í kvöldverð sem var í Bluo Gams, skammt frá gistiheimilinu. Þar hittum við hjón frá Bandaríkjunum. Bílstjórinn keyrði okkur svo heim á hótelið. Hann sagði okkur að það hefði rignt allan maí, júní, júlí, ágústog það sem afværi september! FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER Þá var komið fínt veður! Við fórum á fætur um áttaleytið til að að borða og fórum síðan í bæinn að skoða hvar Píslarsagan átti að vera. Gengið er inn frá fimm dyrum, sínum á hvorri hlið hússins og tveimur í gafli þess. Það ræðst af því, hvar keyptu sætin eru staðsett, en um fjóra möguleika er að ræða og er verðið eftir því, frá 49,50 upp í 165 evrur. Ekkert er selt í húsinu annað en aðgangur að leikritinu. Leik- skrá er bæði á þýsku og ensku í sömu bókinni, sitt hvorum megin. Að þessari könnun lokinni borðuðum við hádeg- isverð á Ammergau Hause, og fórum svo á leikritið. Það byrjaði kl. 14:30 en við þurftum að vera komin inn vel fyrir þann tíma. Salurinn var alveg fullur en húsið var byggt árið 1900 fyrir 4000 manns. Það var síðan endurbyggt og stækkað árið 1930, og svo aftur árið 2000, og tekur núna 4720 manns. Þetta er talið vera eitt stærsta útiieik- hús í heiminum. Fyrri hlutanum lauk klukkan rúmlega fimm. Eftir matarhlé fórum við á Oberammergau Museum, mjög fi'nt sögulegt safn um bæinn, en það var innifalið í aðgöngumiðanum frá ferðaskrifstofunni. Svo lá leiðin aftur á leikritið sem byrjaði kl. 20:00 og lauk kl. rúmlega 23. Það verður ekki annað sagt en að þetta er gríðarlega sterkt leikrit! Ég keypti viðbótareintak af leikskránni í hléinu, notaði hana eins og sessunautar okkar gerðu með „pínuvasaljósi". Einnig kom sér mjög vel að hafa kíkinn með líka til að sjá 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.