Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 10
Alans (hins eiginlega konungs Narníu), fórn hans og algjöra endurlausn. Þó svo að C. S. Lewis hafi aldrei ætlað sér að skrifa kristilega skáldsögur er Ijóst að trú hans hefur mótað Nar- níusögur hans. Og gleymum því heldur ekki að Lewis var án efa einn áhrifa- mesti kristni rithöfundur, útvarps- maður og guðfræðingur 20. aldar. Sum rit hans (Aðeins kristindómur (Mere Christianity), Með kveðju frá Kölska (til á íslensku, The Screwtape Letters) og Vandi þjáningarinnar (The Problem of Pain) svo fáein séu nefnd) eru talin meðal meistaraverka og hafa haft áhrif á milljónir lesenda. Ef þú, lesandi góður, hefur ekki þegar lesið bækurnar, hvet ég þig til að lesa þær annaðhvort á ensku eða íslensku og kynna þér heim Narníu. Það skiptir ekki máli hvort þú ert 7 ára eða 77 ára, töfrapenni C. S. Lewis mun flytja þig á vit nýrrar veraldar. Einnig er vel þess virði að kynna sér ýmis gögn sem kristið fólk og kirkjur sem hafa hug á að nýta sér þessar kvikmyndir geta notað tíl að efna tíl umræðna, nota í prédikunum eða fræðslu fyrir börn. Vefsíðan www. narniafaith.com býður upp á námsefni, prédikanir og annað efni í fallegri grafík með stuðningi einstakra gesta eins og t.d. Douglas Gresham, stjúpsyni C. S. Lewisar. Einnig má benda á bókina „Roar! A Christian Family Guide to the Chronicles of Narnia". Það er mikil og þykk handbók með uppástungum um ýmisilegt sem fjölskyldan öll getur gert saman. Þar eru próf fyrir börnin, hugsanir fyrir fullorðna fólkið, „Prófið þetta heima" og fleira. Bókin er einnig leiðsögn um heim Narníu og yfirlit yfir skepnur, persónur, staði og samsvörun þess í Biblíunni og svo má nefna lista yfir orðfæri Narníu. Þess má geta að bókin er tíl í Basarnum, Austurveri, Háaleitísbraut 68, 103 Reykjavík og kostar 2.100 krónur. Einnig er hægt að taka Narníu pers- ónuleikapróf á netínu, þ.e. á ensku, á vefsíðunni http://www.jamiefrost. co.uk/narniaquiz/ Ýmsar aðrar hugmyndir má einnig nota tíl að nýta sér þetta efni á skap- andi hátt: • Haldið Narníu-samkeppni fyrir börnin. Börnin í fjölskyldunni eða kirkjunni geta á listrænan hátt dregið upp mynd af Narníu með því að nota lití, penna, Ijósmyndir og annað. Halda má sýningu á verkunum og sigurvegarinn eða sigurvegararnir fengið gefins miða á myndina. • Einnig mættí útbúa krossgátu eða spurningaleik þar sem börnin fengju að vita fyrirfram hvað skiptír mestu máli, hverju ber að taka eftir í sögunni og því sem læra má af henni. Hlutí þessa geta verið ritningarvers sem þau fletta upp og útskýra þá þættí sem koma fram í sögunni. • Einnig mættí halda C. S. Lewis kvöld í kirkjunni og fara yfir líf og sögu höfundar Narníu. Á netínu er fjöldi Ijósmynda sem styðjast má við. Einnig mættí lesa úr verkum hans, t.d. Surprised by Joy sem er e.k. ævisaga hans. Trú og verk Lewisar eru djúp og við getum öll lært eitthvað af honum. • Efnið tíl fjölskyldusamkomu í kirkjunni eða samfélaginu ykkar. Margar góðar hugmyndir er að finna á vefsíðunni www.narniafa- ith.com. Þannig má nota mynd- skeið úr fyrstu tveimur mynd- unum, Ljónið, nornin og skápurinn ÍO © Twentieth Century Fox Film Corporation og Warner Media, LLC.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.