Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 14
Tómas Stankiewizc Tómasar Stankiewizc og Unnar Maríu Ingólfsdóttur, sem kom á skólann hjá þeim fyrir þremur árum. Ári seinna kom fjölskyldan öll og er því búin að vera með þeim í tvö ár. Katrínu dreymdi um að Eric væri með þeim á íslandi og í framhaldinu buðu þau honum í fyrra. Nú kom hann hingað ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu sinni og tveim dætrum. HVAÐ UM ÍSLAND? Nú hafa heyrst ýmsir spádómar um ísland og Norðurlöndin. Ég inni Eric eftir því en hann fer varlega í að koma með yfirlýsingar. „Það sem kirkjan gerir núna á eftir að móta hana og samfélagið næstu 50-100 árin. Við þurfum að stíga fram og taka okkur stöðu. Mjög mikilvægt er að biðja og þá einnig að biðja um markmið og leiðir að markinu. Það er kominn b'mi tíl að kirkjan á íslandi vakni, fari að hafa aukin áhrif og breytí samfélaginu og menningunni. Við sjáum of mikinn svefn og það þarf að breytast. Drottínn þarf að fá að kom- ast að tíl að breyta kirkju sinni á íslandi. En þetta á svo sem við alls staðar. Við sjáum að kirkjan hefur vaxandi áhrif víða um heim, í Norður-Ameríku og þeirri Rómönsku, í Asíu og Afríku. Því miður er kirkjan einkum þekkt fyrir að vera trúarstofnun en ekki fyrir kraft sinn og spámannlega framgöngu. Við höfum mikið af orðum en minna af því að fólk stígi fram eins og Jesús og umbreytí lífi fólks með lækningum. Við eigum að lifa í hinu yfirnáttúrulega rétt eins og Jesús gerði. Það var hlutí af lífi hans og þjónustu. Við þurfum að taka áhættu tíl að svo verði. Við þurfum að horfast í augu við sjúkdóma, fátækt og segja: Hingað og ekki lengra. Jörðin, þ.e. fólkið í kringum okkur, þarf á himni Guðs að halda, þar sem Heilagur andi vinnur sitt verk, læknar og líknar og leiðir fólk á fund Jesú og það frelsast. Við teljum líka mikilvægt að horfa ekki aðeins á kraftinn og hið yfirnátt- úrulega. Persónuleikinn skiptír líka miklu máli, það að við erum mótuð af Jesú Kristí og kærleika hans í umgengni okkar við annað fólk. Þetta tvennt þarf að fylgjast að svo að starf okkar sé trúverðugt." ÞÁTTUR BÆNARINNAR Eric er ákafur og heldur áfram að tala um bæn og starf: „Kirkjan er góð í að biðja en oft látum við þar staðar numið. Við eigum bæði að biðja um vakningu og vinna að henni. Það er kominn tími til að kirkjan á íslandi vakni# fari að hafa aukin áhrif og breyti samfélaginu og menningunni. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.