Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 22
Diulliamdall | Dreamstime.com é Misnotkun innan kirkjunnar veldur gríðarlegum skaða og skiljur eftir sig djúp sár í lífi fórnarlambanna. týnt þeirri gáfu eða í það minnsta ekki notað hana sem skyldi. Kristnir menn þurfa að hvetja hver annan til að nota þær náðargjafir, sem Guð hefur gefið þeim, á réttan og heil- brigðan hátt. Ábyrgð kristinna manna er einnig sú að viðhalda jafnvægi og umgang- ast leiðtoga af ábyrgð og heilindum, en stunda ekki „nornaveiðar". Mikið hefur verið ritað um mistök og rang- færslur leiðtoga, en það getur einnig snúist upp í andhverfu sína. Leiðtogar geta orðið fórnarlömb og upplifað mjög mannskemmandi hegðun safn- aðarfólks síns. Eins og dr. Lisa Oakley (sjá síðar í töflu) bendir á, þarf að skilja vandamálið til að geta tekið á því. Biblían kennir að allir kristnir menn beri ábyrgð á því að vaxa og vera ekki aðeins andlegir mjólkurneytendur, heldur kristnir einstaklingar sem láta ekki hrekjast af sérhverjum kenning- arvindi og villu. Kirkjan á að halda sig við sannleikann og sérhver trúaður maður á að vaxa í ábyrgð, sem og náð og þekkingu. Þegar bannað er að ræða þessi mál innan kirkjunnar er það vísbending um að eitthvað sé í ólagi. Hér að neðan er listi yfir aðvörun- armerki sem safnaðarmeðlimir, hópar og samfélög geta stuðst við til að forð- ast misnotkun: Einkenni óöruggrar kirkju, samfélags eða félagsskapar: • Það er ekki leyfilegt að vekja máls á einhverju - sé það gert, verður sá einstaklingur vandamál. • Skortur á áreiðanleika. • Áhersla á ytri ímynd-jafn- vel þótt fölsk sé. • Einokun valds, drottn- unargirni eða valdahroki. • Hlýðni er krafist undir öllum kringumstæðum. • Leynd - yfir fjármálum, hegðun og ákvarðanatöku. • Biblíuvers rangfærð, rang- flutt og umorðuð. • Leiðtoginn veit allt best sjálfur. • Slúður, óeining, eineltí innan safnaðarins við brott- hvarf safnaðarmeðlims. • Hroki - okkar kirkja er alveg einstök. Með allt þetta í huga er Ijóst að íslensk kirkja gengur nú um stundir í gegnum eins konar hreinsunareld og í stað þess að kirkjan lamist er hægt að líta á reynsluna sem tækifæri tíl að koma með ferska leiðtoga inn í 21 öld- ina. Að lokum er þetta ekki spurningin um að finna byltíngakennda kenningu, heldur að spyrja um gömlu götuna, hver sé hamingjuleiðin og fara hana. Að hverfa aftur tíl undirstöðunnar, sem eru guðspjöllin, og temja okkur þjónusturlund í lífi og starfi. Þýðing: Bjarni Árnason Mikið hefur verið ritað um mistök og rangfærslur leiðtoga, en það getur einnig snúist upp í andhverfu sína. Leiðtogar geta orðið fórnarlömb og upplifað mjög mannskemmandi hegðun safnaðarfólks síns. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.