Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.2010, Blaðsíða 29
ÍÁTÍ i SIGURÐUR PÁLSSON Og nú, ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars afþér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, Guði þínum, aföllu hjarta þínu og allri sálu þinni og haldir boð Drottins og lög sem ég set þér í dag svo að þér vegni vel? Sjá, Drottni, Guði þínum, heyrir himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er. Eigi að síður beindist kærleikur Drottins aðfeðrum þínum einum svo að hann elskaði þá. Síðan valdi hann ykkur, niðja þeirra, úr öllum þjóðum og er svo enn í dag. 16Umskerið þvíforhúð hjartna ykkar... 5. Mós. 5. Mós. 10.12-16. Skiptir okkur einhverju máli hverrar þjóðar við erum? Áreiðanlega. Við erum að öðru jöfnu stolt af því að vera íslendingar, jafnvel þótt ástandið nú sé eins og það er. Samt held ég að við teljum okkur ekki hafa neinu sérstöku hlutverki að gegna í heiminum sem þjóð, nema þá að styðja allt það sem má vera heims- byggðinni til góðs að því marki sem smáþjóð megnar. NÝR SÁTTMÁU — NÝ ÞJÓÐ ísraelsmenn trúðu því að þeir hefðu sérstöku hlutverki að gegna sem Guði hefði falið þeim. Textinn sem við heyrðum er úr þeim hluta 5. Móse- bókar sem fjallar um lög hinnar útvöldu þjóðar, ísraelsmanna, hinnar útvöldu þjóðar sáttmálans — hins gamla sátt- mála. Hvert var hlutverk þessarar þjóðar?„Afþér skulu allar þjóðir jarðar blessun hljóta." Þeir væntu hans sem koma skyldi, hins fyrirheitna Messí- asar. Hvert var innsigli þess að tilheyra þessari þjóð? Það var umskurnin. Umskurn sveinbarna á áttunda degi var tákn þess að tilheyra hinum útvöldu. Útvalningunni fylgdi skuldbinding. Að hlýða lögmáli Guðs í hvívetna og þjóna honum einum. í fyllingu b'mans kom sá sem vænst hafði verið. Orðið varð hold. Fyr- irheitið varð hold. Orð sannleikans og hjálpræðisins — Jesús Kristur. En hans eigin menn tóku ekki við honum. Sé því trúað að uppfylling fyrirheitanna hafi verið Jesús Kristur má segja að hinu sérstæða hlutverki ísraelsþjóð- arinnar hafi verið lokið. Þeir eru nú aðeins þjóð meðal þjóða, sem öllum er boðið að verða hluttakendur í hinum nýja sáttmála. Jesús sagði við síðustu kvöldmáltíðina: Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, semfyrir yður er úthellt. Og í Hebreabréfinu er þetta undirstrikað: Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, þá hefir hann lýst hinn fyrri úreltan. En það sem er að úreldast og fyrnast er að því komið að verða að engu (Hebr. 8.13.). Umskurnin, tákn hins gamla sátt- mála, er þar meðfelld úrgildi. Umskurn eða yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun. - (Gal. 6,15J íhonum voruð þér einnig umskornir þeirri umskurn sem ekki er með höndum gjörð, heldur með umskurn Krists, við að afklæð- ast hinum synduga líkama, þegar þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni. I skírninni voru þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs sem 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.