Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 6
HVAÐ GETUR ÞAÐ KOSTAÐ? Pétur gefur það ótvírætt til kynna að fylgjendur Jesú geti lent í erfiðleikum. Hann segir: „Ef einhver verður fyrir ónotum og líður saklaus vegna meðvitundar um Guð þá er það þakkarvert." Hvað er meðvitund um Guð? Það liggur beinast við að hún sé trú á Guð, vitund um nærveru hans og vissa um vilja hans. Því hlýtur kristinn maður að spyrja sig: Er ég meðvitaður um Guð í dagsins önn eða er ég stundum meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus gagnvart Guði? Hvað er svo þakkarvert og hver þakkar? Það virðist rökréttast að líta svo á að sá sem líður saklaus vegna trúar sinnar fái hrós frá Guði. En sumir hafa tekið þann pól í hæðina að það sé eingöngu vegna náðar Guðs sem trúaður maður stenst við slíkar aðstæður og þess vegna beri honum að þakka Guði. Pétur er hér að tala við þjóna eða þræla og hann hvetur þátil að hlýða húsbændum sínum og sýna þeim alla lotningu, ekki einungis hinum góðu og sanngjörnu heldur einnig hinum ósanngjörnu. Þrælar höfðu varla nokkur réttindi á þessum tíma og húsbændur þeirra refsuðu þeim að vild, stundum vegna yfirsjónar en stundum til að þjóna lund sinni. Pétur bendir á að það sé ekkert lofsvert við það að hljóta refsingu fyrir afbrot. Síðan bætir hann við: „En að þola illt með þolgæði og hafa þó breytt vel, það er mikilsvert í augum Guðs.“ Þetta voru engin þurr fræði hjá Pétri. Hann þekkti af eigin raun hvað það var að líða vegna meðvitundar um Guð. Þeir Jóhannes postuli höfðu verið fangelsaðir og húðstrýktir fyrir að tala um Jesú í musterinu en voru síðan látnir lausir. „Þeir fóru burt frá ráðinu, glaðir yfir því að þeir höfðu verið virtir þess að þola háðung vegna nafns Jesú“ (Postulasagan 5. kafli, 41. vers). „Þetta er köllun ykkar", heldur Pétur áfram og í fljótu bragði mætti ætla að köllun okkar sem fylgjum Jesú sé að þola illt og líða en svo er ekki. Við erum kölluð til góðrar breytni. Stundum getur það hins vegar haft í för með sér erfiðleika og þjáningu. Þá er gott að minnast köllunarinnar og vita að þrátt fyrir mótlætið er það sem við göngum í gegnum mikilsvert í augum Guðs. HVERS VEGNA SKYLDUM VIÐ LEGGJA ÞETTA Á OKKUR? Hér kemur Pétur að hápunkti kaflans og raunar einnig hápunkti bréfsins. í mótlæti vaknar spurningin fyrr eða síðar: Hvers vegna stend ég í þessu? Er ekki mikið einfaldara að hætta og fara að gera eitthvað annað? Og Pétur talar tæpitungulaust: „Því að Kristur leið einnig fyrir ykkur og lét ykkur eftir fyrirmynd til þess að þið skylduð feta í fótspor hans.“ Kristur er fyrirmyndin, leiðtoginn sem við fylgjum og sá sem gefur tilgang í mótlæti. Pétur dregur fram þrjú atriði sem einkenndu þjáningu Jesú: - Hann leið saklaus. „Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í munni hans." - Hann hefndi sín ekki. „Hann svaraði ekki með illmælum er honum var illmælt og hótaði eigi er hann leið,...“ - Hann treysti á réttlæti Guðs. „... heldur fól það honum á vald sem dæmir réttvíslega." Það er freistandi fyrir þann sem er beittur órétti að grípa til hefndar. Hefndin er sterkt afl í íslendingasögunum og í mörgum þjóðfélögum. Oft þykir veikleikamerki að hefna sín ekki. En Jesús var öðruvísi. Hann treysti á réttlæti Guðs. Það eigum við líka að gera. Síðan bætir Pétur við öðrum þremur atriðum sem sýna umhyggju Jesú gagnvart okkur: - Hann dó fyrir okkur og gaf okkur líf á nýjum forsendum. „Hann bar sjálfur syndir okkar á Ifkama sínum upp á tréð, til þess að við skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu." - Hann læknar okkur. „Fyrir hans benjar eruð þið læknuð." Hefndin læknar ekki. Hún viðheldur vandanum. Ef fyrirgefning Jesú er hins vegar virk í lífi okkar hefur hún læknandi áhrif. - Hannerhirðirokkarogumsjónarmaður (biskup). „Þið voruð sem villuráfandi sauðir en nú hafið þið snúið ykkur til hans sem er hirðir og biskup sálna ykkar.“ Það er auðvelt að villast og þess vegna er mikilvægt að hlusta á rödd hirðisins og fylgja honum. HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ LIFA? Pétur skrifaði bréf sitt á fyrstu öld eftir Krist til fólks af lágum stéttum í Litlu-Asíu. Hugmyndir þeirra um frelsi hafa trúlega verið aðrar en okkar, réttindi þeirra lítil og veraldlegar eigur af skornum skammti. Eigum við eitthvað sameiginlegt með þeim? Getum við tekið til okkar eitthvað í þessum kafla? Mér sýnist að minnsta kosti fernt í þessum kafla eiga jafnmikið erindi til okkar og þeirra sem fyrst fengu bréfið. - Við erum líka gestir og útlendingar. Menning okkar er undir töluverðum áhrifum frá kristindómi en jafnframt er ýmislegt í þjóðfélaginu á skjön við vilja Guðs eins og hann birtist í Biblíunni. Okkar er ætlað að lifa ( hlýðni við Guð, líka þegar við þurfum að fara á móti straumnum. Enski presturinn John Stott talaði um „counter- culture" (mótvægismenningu) í þessu samhengi. - Við eigum líka að byggja upp þjóðfélagið, vegna Drottins. Jesús sagði að lærisveinar hans ættu að vera Ijós og salt. Ljósið vísar rétta leið og verkar þannig mönnum til hjálpræðis. Saltið ver gegn rotnun og stuðlar með því móti að varðveislu þjóðfélagsins. - Við eigum líka að vera reiðubúin að líða vegna meðvitundar um Guð. Köllun okkar er sú sama og fyrstu viðtakenda bréfsins, að breyta vel. Það getur einnig kostað okkur erfiðleika að hlýðnast þeirri köllun. - Við eigum líka að hafa Jesú sem fyrirmynd. Kærleikur hans og umhyggja eiga að móta hugsanir okkar, orð og gjörðir þannig að „þeir sem nú hallmæla yður sem illgjörðamönnum sjái góðverk ykkar og vegsami Guð þegar hann kemur.“ 6 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.