Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.2018, Side 45

Bjarmi - 01.04.2018, Side 45
hans (Gal. 3.21-25). Hefðbundin viðbrögð okkar eru hins vegar þau að við flýjum, berjumst eða felum okkur. Páll postuli glímdi við veikleika sem hann kallaði „flein í holdinu", sem hann lærði þó að meta (2. Kor. 12,8-10). Það sem skipti mestu máli fyrir hann, og okkur, er að Jesús fái að móta og stýra okkur, miklu frekar en hvaða hæfileika og gjafir við höfum. Við þurfum að læra að lifa sem brotin leirker og sjá hverju Guð getur komið til leiðar með okkur þannig. Eins og „týndi sonurinn" í dæmisögu Jesú þurfum við að finna þörf okkar fyrir Jesú, náð hans og fyrirgefningu. Við komumst aldrei lengra en að geta varpað okkur í faðm okkar himneska föður. Eldri sonurinn lét stjórnast af reiði, hroka og skeytingarleysi í garð bróðurins. Reiði getur hæglega náð tökum á okkur og gert það að verkum að við „slettum skyri“ í allar áttir eða lokum reiðina inni og fyllumst þunglyndi - í stað þess að horfast í augu við hana og spyrja okkur sjálf um hvað reiði okkar snýst í rauninni? FJÓRÐA REGLA: TAKTU VIÐ GJÖF TAKMARKANA Tilfinningalega heilbrigt fólk skilur þau takmörk sem Guð hefur sett því, hvort sem það hefur þegið eina gjöf eða tvær, sjö eða tíu. Það reynir ekki að lifa lífi sem Guð hafði aldrei í hyggju en lifir í sátt og gleði. Það lifir ekki lífinu í gegnum aðra eða í samanburði við annað fóik. Kristið samfélag sem mótast af tilfinningalegri heilbrigði áttar sig á takmörkunum sínum og reynir ekki að vera eins og aðrar kirkjur og samfélög, heldur er sátt við köllun sína og tækifæri. „Að skilja og virða mörk okkar og takmarkanir er einn mikilvægasti eiginleiki og hæfileiki sem fólk í forystu þarfnast til þess að elska Guð og náungann til langframa." Jesús sjálfur þurfti að lifa við takmarkanir mannlegrar tilveru hér á jörð. Hann þurfti að koma og upplifa þetta vegna þess að Adam og Eva virtu ekki þær takmarkanir sem Guð setti þeim. Jóhannes skírari var hins vegar með það á hreinu „að enginn getur tekið neitt nema Guð gefi honum það“ og að „hann (Jesús) á að vaxa en ég á að minnka" (Jóh. 3.27 og 28). Leiðin til að átta sig á takmörkunum sínum er að skoða persónuleika sinn, hvar við erum stödd á lífsleiðinni, hver er tilfinningaleg, líkamleg og vitsmunaleg geta okkar, hvaða erfiðu tilfinningar bærast með okkur og hvaða sár og brestir fortíðar setja mark sitt á okkur. Kirkjan eða samfélagið sem við erum hluti af þarf að mótast sömuleiðis af þessari hugsun. Við þurfum að sætta okkur við eigin takmarkanir og annarra og takmarkanir okkar sem heildar eða samfélags. Við þurfum að hugsa um okkur sjálf, hvíld og endurnæringu, andlega og líkamlega, annars verðum við ekki í lagi. Við megum ekki þrýsta á fólk heldur gefa því fullt frelsi til að segja „nei“. Forsendur fólks til þjónustu þurfa að vera réttar, löngun og köllun, ekki að þóknast öðrum. Síðan getum við vaxið á þessum forsendum og fylgst með Guði hvernig hann vinnur í okkur og öðrum, einmitt af því að við gerum okkur grein fyrir takmörkunum okkar og setjum mörk. bjarrni | apríl 2018 | 45

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.