Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 28
„Friður sé með yður“ er máttarorð sem hreint út sagt „kemur vörunni til skila“. Þannig er Guðs orð alltaf. Það er lifandi og kröftugt og framkvæmir það sem það segir. (Sbr. Jes. 55:1 On, Róm. 10:17, Gal. 3:2, Hebr. 4:12) Hvað þá um okkur? Hefur nokkurt okkar séð hinn upprisna Jesú? Höfum við heyrt hann tala orð sitt til okkar? Hvernig getum við vitað að við eigum líka hlutdeild í þessum friði sem Jesús gefur postulum sínum? NÁÐiN VEITT Við höldum áfram frá Jóhannesarguðspjalli 20:21: „Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ Og er hann hafði sagt þetta andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda. Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar fyrirgefur Guð þær. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar synjar Guð þeim.““ Það sem kann að koma nútímalesanda mest á óvart er að Jesús gefur postulunum bæði vald til að fyrirgefa syndir og synja fyrirgefningar. Þetta er á skjön við hugsunarhátt okkar sem á sér samsvörun í mótbárum faríseanna í Markúsarguðspjalli 2:6: „Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“ Og farísearnir hafa rétt fyrir sér, valdið til að fyrirgefa syndir liggur hjá Guði einum. Jafnframt sjáum við að hann notar verkfæri eða meðul. Hann kallar og sendir þá sem hann velur til að boða vilja sinn. Hann gefur þeim heilagan anda sinn til að tala og starfa gegnum þá (v. 22b). Svarið við þessari gátu er að hann sendir. Allt vald á himni og jörðu er gefið syninum (Matt. 28:20). Hluta af þessu valdi gefur sonurinn postulunum. Eins og faðirinn sendi soninn sendir hann þá. Samhengið kemur þegar í Ijós er hann sendir þá tólf í fyrsta skipti og síðar hina sjötíu: „Sá sem á yður hlýðir hlýðir á mig og sá sem hafnar yður hafnar mér. En sá sem hafnar mér hafnar þeim er sendi mig.“ (Lúk. 10:16) Postularnir eru sendir til að vera hendur Jesú rétt eins og Jesús situr við 28 bjarmi apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.