Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 17
Yfirgengilegar ofsóknir Mjög miklar ofsóknir Miklar ofsóknir 1 Norður-Kórea 12 Sádí-Arabía 24 Mjanmar 36 Palestínsk svæði Palestínu 48 Barein 2 Afganistan 13 Maldíveyjar 25 Nepal 37 Malí 49 Kólumbía 3 Sómalía 14 Nígería 26 Brúnei 38 Indónesía 50 Djibúti 4 Súdan 15 Sýrland 27 Katar 39 Mexíkó 5 Pakistan 16 Úsbekistan 28 Kasakstan 40 Sam. arab. fd. 6 Eritrea 17 Egyptaland 29 Eþíópía 41 Bangladesh 7 Líbýa 18 Víetnam 30 Túnis 42 Alsír 8 írak 19 Túrkmenistan 31 Tyrkland 43 Kína 9 Jemen 20 Laos 32 Kenia 44 Sri Lanka 10 íran 21 Jórdanía 33 Bútan 45 Aserbaísjan 11 Indland 22 Tadsíkistan 34 Kuveit 46 Óman 23 Malasía 35 Mið-Afr.l. 47 Máritania Af þeim 50 ríkjum, þar sem erfiðast er að vera kristinn, eru 34 ríki múslíma. Af þessum 34 ríkjum falla 9 undir ríki þar sem ofsóknir eru verstar, 14 þar sem ofsóknir eru mjög miklar og 11 ríki þar sem ofsóknir eru miklar. í viðbót eru nokkur lönd með hlutfallslega stóran hóp múslíma sem ofsækja kristna, sbr. Nígeríu, Eþíópíu og Keníu. OFSÓKNIR MÚSLÍMA Hér verður einungis fjallað um ofsóknir múslíma gegn kristnum enda eru þær langumfangsmestar. Þótt talað sé um ofsóknir múslíma, þá eru mjög margir múslímar mótfallnir þessum ofsóknum og mörg dæmi eru um að þeir hafi hjálpað kristnu fólki. Því miður eru þeir ekki leiðandi íheimi íslams. Kóraninn, Hadeeth (frásögur af orðum og gerðum spámannsins) og andlegir leiðtogar múslíma og fylgjendur þeirra eru oftast meginorsök ofsóknanna. Skoðum aðeins söguna og það sem að baki liggur. Frá dögum Múhameðs og allt fram á þennan dag hafa múslímar linnulítið ofsótt kristna menn og útrýmt þeim að miklu leyti úr löndum sem áður voru kristin, sbr. Norður-Afríku, Tyrkland og Mið-Austurlönd. Um helmingur kristins fólks (heiminum á 7. öld bjó á þessu svæði. Eftir innrás múslíma fækkaði kristnum mönnum jafnt og þétt þar sem þeir voru drepnir, þvingaðir til að gerast múslímar eða flúðu land. í dag lifir einungis örlítill hópur kristinna í þessum löndum. Á síðustu 10 árum er talið að kristnu fólki hafi fækkað um 80% í Mið-Austurlöndum, sbr. grein eftir Stoyan Zaimov fréttaritara The Christian Post 30. ág. 2017. AFARKOSTIR Múslímar gáfu þeim sem þeir sigruðu þrjá kosti: í fyrsta lagi gátu þeir gerst múslímar og voru þá í þokkalega góðum málum. í öðru lagi gátu þeir haldið lífi og trú sinni, en þurftu að borga skatt sem kallaðist jizyi og voru kallaðir dhimmis. Þetta val átti aðallega við fólk bókarinnar sem var kristið fólk og gyðingar. Dhimmis voru í raun réttlausir gagnvart múslímum og voru þriðja flokks þegnar. Kóraninn ætlast til að múslímar auðmýki dhimmis þegar þeir borga skattinn og var það gert. Dæmi eru um að þeir hafi þurft að koma skríðandi á fjórum fótum til að greiða skattinn. Jizyi skatturinn var lagður af um miðja 19. öld, en meðferð dhimmis eða kristins fólks er enn víða sú sama.í þriðja lagi voru karlmenn drepnir, konur þeirra gerðar að kynlífsþrælum eða þær og börn þeirra seld sem þrælar. Frá dögum kalífanna og fram á daginn í dag er farið með kristið fólk eftir svokölluðum skilyrðum Omars. Hann var kalífi frá 634-644 e.Kr. Skilyrðin eru í samræmi við kenningar Kóransins og Hadeeth og viðurkennd af flest öllum kennimönnum íslams. í löndum þar sem saríalög eru í gildi er algerlega farið eftir skilyrðunum. í löndum íslams þar sem saríalög eru ekki meginlög landsins er þó farið eftir þeim í minni mæli. Einungis verður minnst á nokkur skilyrða Omars og nefnd eitt til tvö nýleg dæmi um hvert efni þótt hundruð og stundum þúsundir slíkra tilvika hafi átt sér stað á síðustu árum. TAKMARKANIR Á KIRKJUSTARFSEMI Kristnu fólki var og er bannað að byggja nýjar kirkjur og bannað að gera við eldri kirkjur. Kristið fólk mátti ekki koma saman á páskum, pálmasunnudegi eða öðrum kristnum hátíðum. Árásum múslíma á kirkjur og kristið fólk má skipta í þrjú stig. 1. íslömsk yfirvöld ofsækja kristna með því að neita kirkjum um nauðsynleg leyfi til að starfa sem kirkjur. Þau banna byggingar á nýjum kirkjum og neita að leyfa viðgerðir á eldri kirkjum. Einnig er kirkjum sem hafa starfað í áratugi neitað um endurnýjun á starfsleyfi. Aðrar kirkjur eru sektaðar um háar fjárhæðir fyrir minniháttar víðgerðir á húsnæði án heimildar. Yfirvöld í Alsír lokuðu kirkju í bænum Ain Turk þann 9. nóv. 2017 í viðbót við aðrar kirkjur sem áður hafði verið lokað og ásökuðu kirkjuna um að prenta kristilegt efni til kristniboðs. í febrúar 2018 var L'Oratoire kirkjunni í borginní Oran í Alsír og þorpskirkju í Layayda lokað með ásökunum um að hafa ekki starfsleyfi.(l) bjarmi | apríl 2018 | 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.