Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 37
liill Hjbels stigiim til hliðar íVrr en áætlað var Bill Hybels, aðalprestur og stofnandi Willow Creek kirkjunnar í BNA hefur stigið til hliðar hálfu ári fyrr en ætlað var vegna ásakana um ósæmilega hegðun. CT (Christianity Today) birti frétt um málið 10. apríl sl. Willow kirkjan telur tugþúsundir manna og samtök nátengd henni standa fyrir GLS sem haldin er m.a. ár hvert hér. Ásakanirnar koma í kjölfar svonefndrar metoo-hreyfingar á liðnu ári þar sem ótalinn fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst því sem þær hafa mætt allt frá ósæmilegri hegðun yfir í kynferðislega áreitni og ofbeldi. Öldungar eða stjórn kirkjunnar viðurkenna að hafa ekki tekið fyllilega eða vel á ásökunum sem borist hafi en úr því verði bætt. Eins segist stjórnin hafa brugðist í því að kalla hann til ábyrgðar á þessu sviði og að hafa ekki sett honum skýr mörk. Sjálfur hefur Hybels viðurkennt að hafa komið sér í aðstæður sem viturlegt hefði verið að forðast. Stjórn kirkjunnar segist ætla að læra af reynslunni og vinna að verklagsreglum og venjum sem laða fram heilbrigð samskipti milli kynjanna. Þessar vikurnar skoðar stjórnin skýrslur og frásögur með ásökunum, svo sem kynferðislegar og óæskilegar athugasemdir og tilburði og ætli að hlusta með virðingu á hverja þá konu sem eitthvað hefur að segja um þessi mál. Jafnframt ætlar stjórnin að ræða við Hybels um næstu skref. Konurnar segja hann hafa misnotað stöðu sína og vald - einkum til að nota tíma með sér í einrúmi. Ekki er um að ræða ásakanir um framhjáhald. Hybels sjálfur lauk störfum fyrr en ætlað var til að draga úr líkum á því að umræðan og umfjöllunin myndi móta starfið um of. Hann hefur beðist afsökunar á því að hafa hitt konur einsamall á heimili sínu eða hótelherbergjum. Hann hafi verið barnalegur að gera sér ekki grein fyrir því sem gerst getur eða fólk hugsar við slíkar aðstæður. Ekki er um að ræða konur sem leituðu til hans, heldur leitaði hann til þeirra og dæmi eru um að hann hafi beitt konur þrýstingi til að hitta sig einan utan þess eðlilega samhengis sem þau störfuðu í. Samræðurnar urðu stundum mjög persónulegar og óviðeigandi. Hann kom með athugasemdir um klæðaburð sem voru kynferðislegar, og snerti konur óumbeðinn á óþægilegan hátt. Ein kona lýsir persónulegum upplýsingum um erfiðleika heima fyrir hjá Hybels, sem gengu of langt, fyrir utan daður. Hún og eiginmaður hennar komu í kirkjuna og eignuðust þar andlegt heimili og lifandi trú - en fannst eitthvað ekki í lagi. Hún segir Hybels hafa farið yfir strikið þegar hann fór óbeðinn að aðstoða hana við æfingar í líkamsræktarstöðinni þar sem þau höfðu upphaflega kynnst. Hún talaði við umsjónarmann biblíuleshópsins síns sem jafnframt var öldungur kirkjunnar. Hún fór fram á algjöra þagnarskyldu hans, en segir það hafa verið mikil mistök. Hún sagði jafnframt við Hybels að þau gætu ekki lengur verið vinir. Hún upplifði ekki neina eftirsjá frá honum og henni finnst enn, þrem áratugum síðar, erfitt að ræða reynslu sína. Kirkjan sé henni mikils virði og það er þjáningarfullt að efast um breytni prestsins. Kristilega tímaritið CT hafði samband við Ross Peterson, ráðgjafa sem unnið hefur með prestum um langt skeið, en hann sagði ekki eðlilegt fyrir prest að hitta einhvern einsamall í hótelherbergi eða heimili sínu. Það eigi ekki heldur við á hinu veraldlega sviði. í kirkjulegu samhengi verða tengsl fólks oft dýpri en milli yfirmanns og starfsmanns. Prestar og forstöðumenn verða oft einmana í sínu starfi og eiga trúnað fárra. Hugsunin getur orðið „Ég hef fórnað svo miklu, ég þarf eitthvað fyrir mig.“ Stjórn kirkjunnar á að hafa vitað af einkafundum á heimili Hybeis-hjónanna en ekki komið í veg fyrir þá. Hins vegar segist stjórnin nú tilbúin til að hlusta á hverja þá frásögu sem fram kemur og taka hana alvarlega. „Látið á það reyna." Samantekt: RG. Heimild: https:// www. christianitytoday. com/news/2018/ april/bill-hybels-willow-creek-promises- investigation-allegations.html bjarmi | apríl 2018 | 37

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.