Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 30
JESUS KRISTUR HEFUREKKI EINGÖNGU UNNIÐ OKKUR FRELSI HELDUR VEITIRHANN OKKUR ÞAÐ EINNIG. og drekkið allir hér af. Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna." Þetta eru orð Jesú sjálfs við innsetninguna og enn er það hann sem talar í sakramentinu. „Sá sem á yður hlýðir hlýðir á mig.“ Margir hafa talið það í mótsögn við skynsemina að trúa því að brauðið sé líka líkami Jesú og vínið sé líka blóð Jesú. Einhverjir hafa gengið svo langt að breyta „er“ í „táknar" við innsetninguna til að reyna að láta allt ganga upp. En sú hugsun á enga stoð í neinum texta Nýja testamentisins. Þvert á móti er það almáttugt orð Guðs sem stofnsetur og blessar kvöldmáltíðina. Og þessi orð sýna okkur aðalatriðið í sakramentinu, gjöf sem „fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna." Því að þetta átti að verða innan skamms. Honum sem var Guðs lamb (Jóh. 1:29) var fórnað, í eitt skiptí fyrir öll, til að friðþægja fyrir syndir okkar (Hebr. 9:12, Ef. 5:2). Grundvöllur kvöldmáltíðarinnar er þess vegna þjáningin og dauðinn sem Jesús leið saklaus og ávinningurinn er fyrirgefning syndanna. Jesús gefur þeim sem etur af brauðinu og drekkur af kaleiknum einmitt það: Fyrirgefningu syndanna. Kvöldmáltíðin er með öðrum orðum máltíðin þar sem okkur hlotnast ávinningurinn af sjálfsfórn Jesú. í Fyrra Korintubréfi 10:16 orðar Þáll postuli það þannig: „Bikar blessunarinnar sem við blessum, er hann ekki samfélag um blóð Krists? Og brauðið sem við brjótum, er það ekki samfélag um líkama Krists?" Hér kemur skýrt fram hvað Jesús er ríkur af náð. Hinn gamli maður hleður stöðugt upp nýjum syndum og sektin eykst stöðugt. En þó að sektin sé mikil er náðin enn meiri. Kristi er ekki fórnað á ný en ávinningurinn af dauða hans fæst aftur og aftur fyrir kvöldmáltíðarsakramentið. LOKAORÐ Það er hægt að segja heilmargt um náðarmeðölin og skrifa margar bækur. í stuttri grein eins og þessari er varla hægt að gára yfirborðið en nokkur aðalatriði má draga saman í lokin. Jesús Kristur hefur ekki eingöngu unnið okkur frelsi heldur veitir hann okkur það einnig. Það gerir hann fyrir tilstuðlan náðarmeðalanna, eins og fimmta grein Ágsborgarjátningarinnar dregur saman, „því að fyrir tilstilli orðsins og sakramentanna eins og tækja er gefinn heilagur andi, sem kemur til leiðar trúnni, þar sem og þegar Guði þóknast, í þeim sem heyra fagnaðarerindið". Réttlætingin og trúin eru því ekki aðskilin fyrirbæri þar semframlag mannsins er trú og framlag eða gjöf Guðs er endurfæðing. Trúin er ekki sjálfsprottin í hjarta mannsins heldur er hún gjöf Guðs, eins og allt annað og fæst fyrir náðarmeðulin. Þess vegna á ekki að beina sjónum þess sem er í sálarneyð að glímunni við Guð eða eigin bænum heldur að orðinu og sakramentunum. Því að frelsið kemur að utan og ekki frá hjartanu eða eigin áreynslu syndarans. Orð Guðs hefur að geyma öll hin dásamlegu fyrirheiti og þau eru gefin í boðuninni, syndaaflausninni, skírninni og kvöldmáltíðinni. Þannig hefur Guð margar leiðir til að við tökum á móti ríkulegri blessun hans, eins og segir í Jóhannesarguðspjalli 1:16: „Af gnægð hans höfum vér öll þegið, náð á náð ofan.“ Ég læt Lúther eiga lokaorðin: „[Fagnaðarerindið] gefur ráð og hjálp gegn syndinni á fleiri en einn hátt. Því að Guð er ríkur af náð: Fyrst fyrir hið talaða orð þegar fyrirgefning syndanna er boðuð um allan heim. Það er hið raunverulega embætti fagnaðareríndisins. í öðru lagi í skírninni og í þriðja lagi fyrir heilagt altarissakramenti. í fjórða lagi fyrir lyklavaldið og þar að auki fyrir gagnkvæmar samræður bræðranna og uppörvun, Matt. 18:20. „Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman kornnir" o.s.frv.“ (Schmalkaldengreinarnar, 3. hluti, 4. grein) Grein þessi var upprunalega skrifuð á norsku fyrir tímaritið Fast grunn. Þýðing: Haraldur Jóhannsson. Höfundur er guðfræðingur og starfar í Noregi. Tilvísanir eru í heildarútgáfur á verkum Lúthers, LW táknar Luther's Works American Edition, WA táknar Weimar Ausgabe á þýsku. Tilvísanir í játningarrit eru teknar úr „Kirk/an játar". 30 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.