Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 21
Kirkjuturiiinn SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON 1. INNGANGUR Sá eða sú sem leitar að kirkju, byrjar að svipast um eftir kirkjuturni og mun að sjálfsögðu finna hann. Ekki eru margar kirkjur án turns, því við eigum einhvern veginn erfitt með að ímynda okkur kirkjur án hans. Yfirleitt er turni komið fyrir á vesturenda kirkna, þar sem þeir rísa hátt upp yfir kirkjudyrunum og eru um leið inngangur kirkjunnar og jafnan anddyri eða forkirkja eins og til dæmis á við um Hallgrímskirkjuturn. Það eru líka til turnar sem standa svo að segja við hlið inngangsins eða sem sjálfstæð bygging til hliðar við kirkjuna eins og t.d. turn Breiðholts- eða Grensáskirkju. Sumar kirkjur eru með tvo eða fleiri turna og nægir hér að minna á Háteigskirkju sem hefur fjóra. Ósjaldan eru turnarnir miklar byggingar með mun þykkari veggi en kirkjan sjálf eins og margar eldri kirkjubyggingar í Evrópu vitna um. Yfirleitt rísa þeir þar hátt og mjókka þegar ofar dregur. Turninn lætur þannig menn ósjálfrátt líta upp og beina sjónum til himins. Oft er þak þeirra oddhvasst, en margir eru með lauk- eða næpulaga þak eða jafnvel flatt. Sumir turnar eru sívalir en alla jafnan eru þeir ferstrendir og byggðir á ferningslaga grunni. Þegar ofar dregur er sem þeir breytist og verði að átthyrningi sem spírulaga þak er sett á. Að jafnaði er kirkjuklukkum komið fyrir í kirkjuturninum og í honum tröppur á milli hæða innan kirkjunnar til þess að fólk komist inn á svalir sem liggja meðfram kirkjuskipinu. Efst í honum er að jafnaði að finna útsýnissvalir. Það er ekki óalgengt að klukka sé á turninum. Erlendis er oft Glaumbæjarkirkja í Skagafirði á turnum, sérstaklega í kringum þak- og vatnsrennur, komið fyrir skreytingum, styttum af englum, djöflum og furðuverum. Á toppi turnsins er komið fyrir krossi sem oft er á kúlu en ofan á honum er ósjaldan að finna veðurhana. Turnar láta fólk á jörðu niðri líta upp til himins, en þegar það er komið í turninum á útsýnispallinn sér það langt og verður í bókstaflegri merkingu víðsýnt og í yfirfærðri merkingu greinir það betur samhengi hlutanna á jörðu niðri. Turnar setja þannig iðulega daglegt líf manna í annað og stærra samhengi. Oft er sem þeir færi menn nær himninum og veiti þeim nýtt sjónarhorn á tilveruna og eigin tilvist. Lengi vel voru kirkjuturnar hæstu byggingar í borgum og úti á landí er það iðulega þannig enn. Athygli vekur að í nútímanum er mikið gert úr vægi turna sem rísa upp úr borgarbyggðinni. Það er sem eigendur þeirra vilji jafnt vísa til eigin valds og víðsýni. Það kemur lítt á óvart að við hlið kirkjuturna eru það bankabyggingar, viðskiptahalIir og sjónvarpsturnar sem eru hvað mest áberandi í borgamyndum nútímans. Ráðhús eru mörg hver líka með sína turna en það á líka við um fangelsi og aðrar hallir sem óneitanlega vilja vísa til mismunandi „valdastöðu" manna. Auk þess ber að geta vita og hafnarvita sem lýsa skipum rétta leið í veðrabrigðum veruleikans. 2. SÖGULEGUR BAKGRUNNUR Elstu turnar sem þekktir eru úr sögu byggingarlistarinnar eru súmerískir og babylonskir eða svokallaðir tröpputurnar (þ. Zikkurat). Byrjað var að þróa þá um 5000 f. Kr., en í dag eru til miklir turnar í Mesópótamíu, allt frá því 3000 f. Kr. Turnarnir áttu að greiða leið mannsins að veruleika himinsins. Þeir eru á nokkrum hæðum, sem mynda eins og tröppur upp að flötu þaki hans en þar hefur alla jafnan verið komið fyrir altari. Turninn og altari bjarmi | apríl 2018 | 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.