Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 34
SDE - Ítalía - Island VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Hvað er nú þetta? mætti spyrja. SDE (Spiritual Directors in Europe) eru evrópsk samtök fólks sem tengist svokallaðri andlegri fylgd. Andleg fylgd er forn hefð innan kristni þar sem fólk er stutt - með sérstakri hlustun - einkum til að átta sig á því hvað helst brennur á því, á göngunni með Guði, á hverri tíð. Þessi samtök, sem stofnuð voru árið 2000, vinna aðallega að því að skipuleggja árlegar samverur í mismunandi löndum en um slíkar samverur hefur áður verið ritað í Bjarma (sbr. m.a. greinina: „Á slóðum helgra manna ( Norðymbralandi" 1. tbl. 2017). Dvalið hefur verið í nokkra daga, oft á fögrum stöðum, við uppbyggingu og fræðslu, m.a. gefandi innsýn í það dýrmætasta úr andlegum arfi svæðisins. Að þessu sinni, nú í aprílmánuði, lá leiðin ífyrsta sinni til Ítalíu, nánartil tekið í klaustrið Maguzzano við suðurenda Gardavatnsins. Það reynist starfrækt af reglu sem kallast á ensku „The Þoor Servants of the Divine Providence" (Fátækir þjónar guðlegrar forsjónar) sem Giovanni (Jóhannes) Calabria stofnaði snemma á 20. öld. Þessi regla leggur áherslu á grundvallaratriði fagnaðarerindisins og þá einkum líf í þjónustu í þeim anda sem guðspjöllin birta okkur af starfi Jesú. Annað sem einkennir þessa reglu er áhersla á eíningu kristninnar sem skýrir að ég skyldi meðal annarra hafa verið beðinn um að annast eina messu þarna en ekki vafðist fyrir reglufólki að taka þátt í altarisgöngum hjá mótmælendum. Viðeiginkonamín.ÁstríðurKristinsdóttir, flugum í gegnum Kaupmannahöfn til Bergamo þar sem við höfðum sammælst dönskum hjónum um bíl til Maguzzano. Við komuna þangað var spurt eftir kunnáttu í ítölsku eða portúgölsku en hvorugu var til að dreifa hjá þeim gestum sem þá voru í móttökunni í hliði klaustursins. ítalirnir fórnuðu þá höndum og sögðu æja, æja sem við áttuðum okkur brátt á að var finnska nafnið Aija en hún reyndist vera á undirbúningsfundi sem ritari stjórnar SDE. En Aija hafði útvegað þennan stað þar sem hún hafði dvalið um tíma við nám á Ítalíu. En brátt bar að Abraham frá Kerala á Suður-lndlandi, sem við könnuðumst við frá Englandi í fyrra, en hann túlkaði greiðlega, öllum hnútum kunnugur. Brátt vorum við því komin inn í gott herbergi í þessu fyrrum klaustri Benediktsmunka frá 8. öld en ungverskir ribbaldar brenndu það snemma á öldum svo endurreisa þurfti byggingarnar en steinninn hefur væntanlega haldist. Ýmislegt hefur svo verið fært í nútímahorf svo ekki væsti um okkur þarna og ekki varð lát á sólskininu og hitinn yfir 20°C alla daga. Minnisstæð verður dagsferð norður með Gardavatninu og heimsókn í kirkju sem segja má að sé hengd utan í hátt standberg við norðanvert vatnið. Þáttur í þessum samverum, sem oft teija um 40 - 70 manns og einhver hópur heimafólks er viðloðandi með ýmsum hætti, er hinn mikli mannauður sem saman kemur. Oft er þetta fólk með góða menntun og ekki síður dýrmæta reynslu. Ósjaldan kunna margir einhver framandi tungumál eftir dvöl við kristniboð eða aðra mikilvæga þjónustu á fjarlægum slóðum og hin sterka eining sem við upplifum brúar auðveldlega bilið milli mismunandi kirkjudeilda. 34 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.